Afneitun vikunnar.

....................það lá við að ég færi úr kjálkalið þegar Sigurður Kári spurði Árna Pál í kvöld í Kastljósinu " hvernig ætlið þið að horfast í augu við fólkið" þegar þeir ræddu skattahækkanir.

Strútsheilkennið lætur ekki að sér hæða.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

  Heh Sigurður Kári er veruleikafirrtur

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 4.2.2009 kl. 02:03

2 Smámynd: Eygló

Ég hélt að hann hefði bara verið að tala við sjálfan sig?

Eygló, 4.2.2009 kl. 03:29

3 Smámynd: Offari

Þetta segjir mér bara eitt að það er greinilega orðinn skortur á speglum í landinu.

Offari, 4.2.2009 kl. 04:21

4 Smámynd: Hildur Helga Sigurðardóttir

Það fór þó aldrei svo að það rynni ekki upp fyrir Sjálfstæðismönnum, eftir átján ára valdatíð, að það er fólk í landinu.   Þ.E. fólk, sem gæti hugsanlega þurft að borga hátekjuskatt.   Hvernig á nú restin af þjóðinni að geta horfst í augu við það fólk eftir aðra eins ósvinnu ?

Hildur Helga Sigurðardóttir, 4.2.2009 kl. 05:17

5 identicon

Komið kosningahljóð í sjálfstæðismenn.

Húnbogi Valsson (IP-tala skráð) 4.2.2009 kl. 07:35

6 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Þeir eru svooooo sárir greyin

Sigrún Jónsdóttir, 4.2.2009 kl. 08:23

7 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Sjálfstæðisflokkurinn fékk mest fylgi allra flokka i síðustu skoðanakönnun

TRÚIÐ ÞIÐ ÞVÍ? 

Stærsti hópurinn var þó óákveðinn.

Hólmdís Hjartardóttir, 4.2.2009 kl. 10:59

8 Smámynd: Eygló

Getur verið að þetta sé aumingjagæska, að nefna þennan flokk í könnuninni.

Eygló, 4.2.2009 kl. 11:43

9 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Haha, mörg smellin athugasendin látin falla hérna, en mikið rétt, Hr. Óákveðin er mjög vinsæll núna og kannski ekki að undra!

En engin ástæða hygg ég enn að bylta sér vegna skrýtinna skoðannakannana, sjáum til hvurnig landið liggur í þeim eftir svona sex vikur, þá verður mikið vatn runnið til sjávar og lína ugglaust komin á framboð og blokka. Þá verður vonandi líka farið að sjást hvort hin ýmsu áform stjórnarinnar ná fram, eða hvort framsóknarmaddömugarmurinn er ekki farin að gefa sig og lyfta pilsunum á ný fyrir daðri í D!?

Magnús Geir Guðmundsson, 5.2.2009 kl. 00:06

10 Smámynd: Eygló

hei, 1.+fremst Hólmdís.

Þetta ku hafa verið könnun með um 800 manna úrtaki, 52% svarhlutfall (400 eftir) helmingurinn tók afstöðu (200 eftir) (hva voru það 42% sem völdu xD, það myndi þá gera ca 80-90 manns af 800 = þá mætti segja að flokkinn hefðu valið 10-12% af úrtakinu. Gleymum essu)

Ég fer að sjálfsögðu ekki HÁRRÉTT með þessar tölur, en marktæk var könnunin víst ekki

Eygló, 5.2.2009 kl. 02:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband