Bráðum kemur betri tíð með blóm í haga

.........Í gær tók ég eftir fyrstu laukunum gægjast upp úr moldinni.  það er stutt í krókusana.  Fjölæru plönturnar þjóta upp.......og þó það eigi eftir að kólna aftur og koma hret þá minnir þetta mann á að það er ekkki eilífur vetur.  Þetta er svo gott fyrir sálartetrið......ekki hvað síst núna þegar allar fréttir eru ömurlegar.

Annars finnst mér hálfsúrrealískt að ganga um götur borgarinnar.......og allt er eins á yfirborðinu og var fyrir hrun....kannski er þetta eins og geislavirkt ástand.....

Í dag verður jarðsett bloggvinkona og kollegi og mikil blómakona Guðrún Jóna Gunnarsdóttir. Blessuð sé minnning hennar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Það segir þú satt Hólmdís mín, vorkoman er alltaf góð fyrir sálartetrið.  Ég segi það sama það sest ekki ennþá á yfirborðinu hversu slæmt ástandið er, enda hafa Íslendingar alltaf verið snillingar í því að fela það sem slæmt er sbr. kannanir um hamingjustuðulinn.

15000 atvinnulausir einstaklingar eru ekkert að bera sinn kvíða og sorg á torg, það er ekki íslenskt.  Sonur minn (sem er námsmaður) tók vaktir á bensínstöð um helgina, þar var breyting.  Lítið sem ekkert að gera, svo við getum búist við fækkun þessara þjónustustöðva fyrr en varir.

Ég kemst því miður ekki í jarðarför Guðrúnar Jónu, því miður.  Blessuð sé minning hennar.

Sigrún Jónsdóttir, 16.2.2009 kl. 11:32

2 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Kemst ekki heldur verð að byja að vinna klukka tvö.....mikil veikindi

Hólmdís Hjartardóttir, 16.2.2009 kl. 11:35

3 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Blessuð sé minning hennar Guðrúnar Jónu.

Grasið er farið að grænka undan snjónum hjá mér.
Knús til þín
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 16.2.2009 kl. 16:43

4 Smámynd: TARA

Æjá, ég er farin að hlakka til vorsins...þekkti ekki Guðrúnu Jónu en votta ykkur samúð sem þekktuð hana..

TARA, 17.2.2009 kl. 00:40

5 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Takk fyrir innlit....GJ barðist eins og hetja

Hólmdís Hjartardóttir, 17.2.2009 kl. 00:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband