20.2.2009 | 09:49
Glórulaust.....
...............Höfum við tapað glórunni? Höfðum við kannski aldrei neina dómgreind?
Ég les um að laun skilanefndarmanna séu 3-5 milljónir á mánuði. Árslaun mín síðasta ár voru 3 milljónir. Ég er hjúkrunarfræðingur.
Ég les um lúxusferðir skilanefndarmanna til Asíu á okkar kostnað.
Ég les að 15 þúsund manns séu án atvinnu.
Ef þetta er talið í lagi......þá er okkur ekki viðbjargandi.
Á sama tíma er verið að fækka starfsfólki á Landakoti...og auka álag á starfsfólk.....og banna yfirvinnu.
Svínaríið heldur áfram. Pottar og pönnur hafa fengið nýtt hlutverk á Íslandi.
Mér er illt í hjartanu.
Greiðslustöðvun Kaupþings framlengd | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:50 | Facebook
Athugasemdir
Ég er ansi hrædd um að einhver hluti þjóðarinnar sé ekki kominn niður á jörðina. Það á örugglega við um eitthvað af þessu liði sem var "reddað" verkefnum sem skilanefndarmenn. Nú skal mjólkaður síðasti dropinn Gylfi ætlar í málið.
Sigrún Jónsdóttir, 20.2.2009 kl. 10:54
Og Kaupþing er að taka yfir Pennan, Mál og Menningu, Habitat, og fl.og fl. - Ég er ekki alveg að átta mig á þessu.
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 20.2.2009 kl. 10:55
Bíddu, af hverju er verið að fækka starfsfólki á heilbrigðisstofnunum? Er það kannski vegna þess að stór hluti fjárframlaganna sogast í eitthvað sjálftökukerfi verktakafyrirkomulags?
Jón Halldór Guðmundsson, 20.2.2009 kl. 16:22
Við erum búin að vera glórulaus lengi, en erum að ná henni aftur.
Gott hjá Lilju, því hver fær gróðan af sölu þessara fyrirtækja?
Margir kaupa fallit fyrirtæki og verða ríkir af því þó það sé nú aðallega stundað erlendis.
Kveðja
Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 20.2.2009 kl. 16:50
Ástæðan fyrir fækkun er trúlega mannekla....það verður ekki dekkað með yfirvinnu
Hólmdís Hjartardóttir, 20.2.2009 kl. 17:03
Hrægammarnir kroppa í síðustu krónurnar sem útrásarliðið náði ekki að stela.
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 20.2.2009 kl. 19:37
Er hægt að fá vinnu hjá skilanefndini?
Offari, 20.2.2009 kl. 21:29
Offaro ef þú þekkir rétta fólkið
Hólmdís Hjartardóttir, 20.2.2009 kl. 23:15
Ég þekki þig. ert þú ekki rétta fólkið?
Offari, 21.2.2009 kl. 10:05
Ekki í þessu tilliti
Hólmdís Hjartardóttir, 21.2.2009 kl. 11:03
Langar til að senda þér ljós til að líkna þínu særða hjarta. Vona að þetta virki a.m.k. sem einhver líkn.
Rakel Sigurgeirsdóttir, 21.2.2009 kl. 15:37
takk Rakel
Hólmdís Hjartardóttir, 21.2.2009 kl. 16:47
Það er að sjálfsögðu miklu mikilvægara starf að reyna að bjarga peningum en einhverju veiku fólki sem drepst hvort sem er!!
Hallmundur Kristinsson, 22.2.2009 kl. 00:28
Hallmundur er óborganlegur í sinni nöpru kaldhæðni ekki síst í ljósi þess hvernig verðmætamatið er og hefur verið í samfélaginu og endurspeglast best í laununum
Rakel Sigurgeirsdóttir, 22.2.2009 kl. 00:34
Mælt er af sannleika, þeim er skítsama um okkur. Hugsa ekki um afleyðingar þess að láta allt niður á núllið.
Hvað með þetta og hvað með hitt, hvað með þetta endurmenntunarkjaftæðistal
(þó ég viti að það sé gott) en svo er verið að draga saman í öllum skólum, börnin sem eru komin í framhald farin að huga að því hvernig og hvort hægt sé að klára næsta vetur Held að þetta fólk ætti að hugsa lengra.
Ég er öskureið á hagsmuna að gæta þar sem ég á tvö barnabörn sem ætla að klára stúdentinn á næsta ári.
Kveðja Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 22.2.2009 kl. 10:56
Meðan fulltrúar flokkakerfisins eru við völd þá er ekki von á neinu öðru en sama grautnum...
Haraldur Davíðsson, 23.2.2009 kl. 00:55
Það er rétt Halli...eða ertu ekki kallaður það annars?
Hólmdís Hjartardóttir, 23.2.2009 kl. 09:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.