Ísland-Noregur 0-10

Munurinn á Íslandi og Noregi er sá að í Noregi er hægt að lifa á grunnlaununum.....yfirvinna óþörf.

Ég veit að þrátt fyrir tilraunir stjórnvalda til að koma í veg fyrir að heilbrigðisstarfsfólk flykkist úr landi er áhuginn mikill.   Nú þegar niðurskurðarhnífnum er beitt svo grimmdarlega í heilbrigðiskerfinu og lág laun að skerðast er fátt sem heldur aftur af fólki sem á heimangegnt.  Og hvað eiga þeir heilbrigðisstarfsmenn sem fá uppsagnarbréf að gera?

Fyrir nokkrum árum flutti ungur hjúkrunarfræðingur til Noregs.  Hún er einstæð móðir og á Íslandi náði hún ekki endum saman.  Í dag á hún sitt hús og sumarhús.  Kemur til Íslands einu sinni á ári og fer í tvær utanlandsferðir aðrar árlega.  Hún vinnur ALDREI yfirvinnu.  Hún ætlar aldrei að flytja til Íslands aftur í gegndarlaust álagið og baslið....Hún uppgötvaði að lífið er ekki bara þrældómur.

Ég heyri margar svona sögur.


mbl.is Leita að fagfólki á Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigrún Óskars

Spáðu í það ef við íslendingar þyrftum ekki að vinna yfirvinnu - gætum lifað af grunnlaunum  

Þetta er eitthvað sem manni finnst óhugsandi

Sigrún Óskars, 1.3.2009 kl. 15:18

2 identicon

Já, flytjið bara öll úr landi.

Birgir (IP-tala skráð) 1.3.2009 kl. 15:59

3 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Við erum svo svakalega dugleg....þú veist.....og hamingjusöm....þú manst

Sigrún Jónsdóttir, 1.3.2009 kl. 16:38

4 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Ég skil vel að fólk kjósi að flytja til útlanda, þar er hægt að njóta lífsins án þess að vinna sig í hel. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 1.3.2009 kl. 17:18

5 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

förum öll....

Hólmdís Hjartardóttir, 1.3.2009 kl. 23:47

6 Smámynd: Tína

Heima er samt alltaf best finnst mér.

Knús á þig krútta

Tína, 2.3.2009 kl. 11:05

7 Smámynd: Jón Halldór Guðmundsson

Eru þá Norðmenn að gera þetta sem sjálfstæðismenn á Íslandi gera? Græða á daginn og grilla á kvöldin? Líka þeir sem eru smiðir eða vinna á sjúkrahúsi?

Jón Halldór Guðmundsson, 3.3.2009 kl. 08:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband