Ein þjóð?

....það er dapurt að lesa þetta.  En við eigum lífsvon í öðrum löndum.  Og kannski er bara gaman að skipta um umhverfi.   Mörg okkar skoða þann möguleika.  Ég vil frekar flytja í burtu heldur en að búa hér við kröpp kjör.  Mér hafa nefnilega þótt kjörin kröpp í öllu gróðærinu.  En það er hart fyrir fólk að þurfa að flýja land.  Ég sakna þess enn þrátt fyrir stjórnarskipti að sjá aðgerðir sem skipta máli fyrir venjulegt fólk.  Allt sem kemur fólki til góða er púað niður af einhverjum.   Séreignarlífeyrissparnaðurinn, verðtryggingin, niðurfelling lána...........Vinnufélagi  minn segir að það sé markvisst unnið að því að tæma landið af Íslendingum....síðan verði flutt inn ódyrt vinnuafl fyrir stóriðjuverin.

Oft hefur reynt á samkennd okkar sem þjóðar og ég trúi enn á það að við látum fólk ekki svelta.

En ég er komin í svartsýniskast.....ég óttast að endurnýjun á Alþingi verði of lítil. Og ef þannig fer langar mig ekkert lengur að vera hér.


mbl.is Gríðarleg fjölgun umsókna eftir aðstoð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Ég er sammála þér, það stefnir í að sama fólkið, fólkið sem brást okkur verði kosið á þing aftur.    Það er verst fyrir mig að ég hef enga menntun og fengi sennilega ekki vinnu á hinum norðurlöndunum. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 3.3.2009 kl. 01:26

2 Smámynd: Offari

Pólitískir sigrar eru mikilvægari en þjóðinn. Það er fáranlegt hvað flokkarni eyða mikilli orku í að útníða hvern annan á kostnað þjóðarhagsins. Zetuliðið er of upptekið við að reyna að tryggja sitt sæti til að það megi vera að því að vinna fyrir launagreiðendur sína.

Offari, 3.3.2009 kl. 01:35

3 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Ég er líka í svartsýniskasti en er alls ekki tilbúin að kaupa sum "gylliboðin".  Kosningabaráttan er komin á fullt af sama fólkinu og hefur ráðið hér ferð.

Sigrún Jónsdóttir, 3.3.2009 kl. 01:39

4 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

JK....Þetta er vond staða....en þú ert flinkur barþjónn

Offari ég er sammála en hvenær á hálfnafna mín afmæli í mars?

Sigrún ég er bara ekki að "meika " þetta

Hólmdís Hjartardóttir, 3.3.2009 kl. 01:54

5 Smámynd: Offari

9 mars. Ætlarðu að mæta í veisluna?

Offari, 3.3.2009 kl. 02:00

6 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

nei...það gengur víst ekki

Hólmdís Hjartardóttir, 3.3.2009 kl. 02:03

7 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Æi, Hólmdís en ég skil þig og m.a.s. svartsýna vinnufélaga þinn að mörgu leyti vel

Rakel Sigurgeirsdóttir, 3.3.2009 kl. 07:23

8 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Það er nú auðvelt að skilja þig heillin mín þó eigi viti ég neitt um kjör þín þá hljóta þau að vera bágborinn.
Sendi þér samt bjartsýniskveðjur Þórkatla mín.
Milla

Útskýring á Þórkötlu nafninu: ,, Afi minn sagði ávallt við sínar konur, hvað segir þú gott í dag Þórkatla litla?" þetta var gælunafn yfir þær allar, sko ekki að hann ætti svona margar konur heldur unnu þær hjá honum.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 3.3.2009 kl. 15:52

9 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

................öll él birtir upp um síðir

Hólmdís Hjartardóttir, 3.3.2009 kl. 20:18

10 identicon

Hólmdís mín

Hvað með þá sem eru með nokkuð sæmileg laun í dag en eru loksins að klára að borga af ná námslánunum. Gömlu vinirnir eru löngu búnir að borga sitt húsnæði því þeir fóru aldrei í neitt nám en voru svo gáfulegir að safna pening meðan námsmaðurinn safnaði skuldum í ansi mörg ár.Svo um leið og smá launahækkun verður þá eru afborganir af námslánum hækkaðar,barnabætur afnumdar og sömuleiðis húsnæðisbætur fyrir löngu síðan þó svo að við séum ekki neitt hálaunafólk,Lélegt að fá ekki afslátt í rútuna til Akureyrar þegar maður er í háskólanámi en fínar frúr (ellilífeyrisþegar í pels og löngu búnar að borga sitt húsnæði fengu afslátt sem aðþrengdir ellilífeyrisþegar. Hvað með fólk með ung börn og húsnæði á herðunum, hvað með litlu börnin. Er ekki hægt að flokka þessi börn í hóp með ellilífeyrisþegum eða öryrkja. Hugsið þið málið.

Margret björnsd. (IP-tala skráð) 4.3.2009 kl. 00:12

11 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Margrét erfiðasta staðan er hjá ungu barnafólki með námslán og húsnæðislán á herðunum og kannski búið að missa vinnuna líka....þetta fólk fer úr landi....það mun taka mig langan tíma að vinna upp tekjutap í atvinnuleysi.............

Hólmdís Hjartardóttir, 4.3.2009 kl. 02:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband