Noregur kallar....á hjúkrunarfræðinga.

.....Ég hef tekið ákvörðun um að fara til Noregs.   Það hefur hreint ekki verið á mínum óskalista að flytja úr landi..en ég ætla að sætta mig við það.  Og lít á það sem tímabundið.  Byrja á einu ári....

Ég fór á fund norskra hjúkkuveiðara í morgun.

Lægstu laun eru yfir 100 þús kr hærri en ég hef með 27 ára  starfsaldur hér. Skattar 28%. Fríar ferðir á milli landa. Frítt húsnæði ef ég sætti mig við lítið pláss.

Vinnuvikan er 35,5 klukkutímar!!  Og ég ræð hvenær og hvernig ég vinn.....

12 hjúkrunarfræðingar tóku ákvörðun í gær að fara....sennilega 6-7 í dag.

Áhugasamir hafi samband við www.adecco.no.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Offari

Vonandi þarftu ekki að vera þarna lengi. Ég efast um að ég sjá mér fært um að heimsækja þig þangað. Ætla litlu ljúfurnar að koma með þér?

Offari, 13.3.2009 kl. 12:25

2 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Allt óákveðið..

Hólmdís Hjartardóttir, 13.3.2009 kl. 12:46

3 Smámynd: Hilmar Gunnlaugsson

Ég hef hugleitt hið sama. Óska ég þér velfarnaðar Hólmdís mín.

Hilmar Gunnlaugsson, 13.3.2009 kl. 16:20

4 Smámynd: Sigrún Óskars

gott hjá þér Hólmdís - hugsaður þér kjörin sem þér er boðið versus íslensk lúsarlaun.

Hvenær ferðu?

Sigrún Óskars, 13.3.2009 kl. 17:04

5 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

takk öll....fer vonandi í maí

Hólmdís Hjartardóttir, 13.3.2009 kl. 17:29

6 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Gott að þú ert búin að fá vinnu, maður segir bara heyja Norge  

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 14.3.2009 kl. 00:09

7 Smámynd: Hildur Helga Sigurðardóttir

Það er eftirsjá að þér Hólmdís mín -og ykkur hjúkkunum almennt.  Þið þó heppnar að vera með þessa hentugu menntun.

Vonandi skilið þið ykkur heim fyrr eða síðar.

Hildur Helga Sigurðardóttir, 15.3.2009 kl. 02:33

8 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

HHS það er engin hætta á að ég komi ekki heim aftur...

Hólmdís Hjartardóttir, 15.3.2009 kl. 11:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband