29.3.2009 | 03:47
Ég hlustaði á "RÆÐUNA"
....................................Ég ætla ekki að nefna ræðumanninn. Ræðan var prýðilega flutt og flytjandinn gerði hæfileg hlé á málflutningi sínum til að fólk gæti klappað og sýnt velþóknun sína.
Mér fannst ég vera komin á samkomu í sértrúarsöfnuði. Kannski í líkingu við Krossinn. Já mer datt hommafóbía Gunnars í hug þegar ræðumaður talaði um annað fólk. Bæði pólitíska andstæðinga sem aðra. Og þær voru vægast sagt ógeðfelldar pillurnar sem hann sendi. Eignilega þær eitruðustu sem ég hef heyrt. Og söfnuðurinn reis úr sætum sínum hallelúja. Sing glory hallelúja. Einhverjir villutrúarmenn yfirgáfu samkomuna.
Enga innri endurskoðun var að finna í "ræðunni". Heldur þvert á móti sjálfshælni og samlíking við Jésú nokkurn frá Nasaret. Og hann benti á alla aulana í kring um sig....
Það er gott til þess að vita að obbinn af trúflokknum er kominn af léttasta skeiði svo það er von til þess að hann deyi út.
Ég flokka þessar línur mínar undir trúarbrögð því það er engin flokkur um sjúkdóma.
Athugasemdir
Var þetta hjá Samfylkingunni?
Sólveig Þóra Jónsdóttir, 29.3.2009 kl. 04:05
Sammála þér Hólmdís, það var mjög dapurlegt að horfa og hlusta á þessi ósköp
Sigrún Jónsdóttir, 29.3.2009 kl. 09:22
Þetta var alveg svakaleg steypa. Ég var að kíkja á aðra ræðu, en það var það sem Guðmundur Andri Thorsson hafði að segja. Það fundust mér góðar tvíbökur.
Jón Halldór Guðmundsson, 29.3.2009 kl. 10:30
Ég á eftir að skoða ræðu GAT en efast ekki um að hún hafi verið góðþ
Hólmdís Hjartardóttir, 29.3.2009 kl. 12:13
Hlustaði á ræðuna og varð miður mín. Þessi undirtónn: "Allt sem miður fór var hinum að kenna og allt sem vel var gert er okkur að þakka". Að segja svona eftirá, þegar þessi misheppnaði trúður ræður engu lengur, er ekki það sorglegasta. Það sorglegasta er að þessi niðurrifs og skrípaflokkur skuli ennþá hafa mikið fylgi meðal landsmanna.
Húnbogi Valsson (IP-tala skráð) 29.3.2009 kl. 13:27
Já Húnbogi......eiginlega stuðuðu fagnaðarætin mig mest..
Hólmdís Hjartardóttir, 29.3.2009 kl. 13:32
Megolomania....er það eina sem passar á kallinn...hann gerði þó eitt gott með ræðu sinni, hann afhjúpaði hinn sanna anda flokksins, sem sjá mátti á fagnaðarlátunum.
Flokkarnir eru ófærir um að sýna nokkurn þroska, eðli þeirra er og verður ávallt hið sama.
Haraldur Davíðsson, 29.3.2009 kl. 14:10
Þetta er einmitt það sem mér finnst um þessi uppákomu og þennan flokk. Þeir átti frekar skammast sin en þeir eru svo veruleikafirrtir.
Húnbogi, já þetta er sorglegt og alveg óskiljanlegt.
Heidi Strand, 29.3.2009 kl. 14:12
þú ert með rétta greiningu Haraldur......
Heidi þetta er bara stórfurðulegt........og kannski fer maður að skilja hvernig ákveðinn maður komst upp með ýmislegt í Þýskalandi......múgsefjun
Hólmdís Hjartardóttir, 29.3.2009 kl. 14:27
Hvar er húmorinn? Mér fannst þetta bráðskemmtileg ræða og drepfyndin. Karlinn á að vera skemmtikraftur en ekki að vasast í pólitík. Ég hefði líka hlegið og klappað ef ég hefði verið á fundinum en held það sé frekar lítil hætta á að ég endi á landsfundi Sjálfsstæðisflokksins svo ég verð bara að hlægja heima. Þessi ræða verður það eina sem mun standa eftir af þessum fundi. Allt annað innihaldlaus hégómi og ekki einu sinni fyndið.
Víðir Benediktsson, 29.3.2009 kl. 15:47
Ég hef heyrt fleiri framsóknarmenn hrósa þessari ræðu og ræðumanninum sjálfum....ég velti fyrir mér ástæðunni
Sigrún Jónsdóttir, 29.3.2009 kl. 15:50
Víðir ég get haft húmor fyrir því hvernig maðurinn kemur fyrir sig 0rði....en ekki hvernig hann hvítþvær sjálfan sig og niðrar flesta aðra.....þetta er megalomania...
Sigrún I wonder
Hólmdís Hjartardóttir, 29.3.2009 kl. 16:09
Bara svo það sé á hreinu Sigrún mín. Ég er EKKI framsóknarmaður. Var það einu sinni í mjög stuttan tíma.
Víðir Benediktsson, 29.3.2009 kl. 16:10
Sæl verið systur og bræður,
sannlega ykkur ég blessa.
En hreint ekki heyrði ég ræður,
um helgina rólegu þessa!
En ertu ekki hýr Hólmdís mín? Svo langt síðan ég heyrði í þér síðast!
Magnús Geir Guðmundsson, 29.3.2009 kl. 17:44
hýr ó jú
Hólmdís Hjartardóttir, 29.3.2009 kl. 18:06
Hýr????????????????????????????????Í hvaða skilningi? Nánari útskýringu takk.
Víðir Benediktsson, 29.3.2009 kl. 18:17
.....
Hólmdís Hjartardóttir, 29.3.2009 kl. 18:23
vini vorum Víði til frekari upplýsingar, þá rifjum vér hérna upp dægurkvæðið hugljúfa!
Ég er hýr og ég er rjóð,
Jón er komin heim
Ég er hýr og ég er rjóð,
Jón er komin heim.
Öllum kvíða og angist er,
aftur vikið burt frá mér
því Jón er komin heim!
o.s.frv. eða svona nokkurn vegin
En vegna þess að Víðir "vallargrínari" kom með þetta síðasta "Snilldarinnlegg", þá má alveg skella einni í viðbót hérna eftir ólátabelgin hann Flos, sem margur þekkir, en gildir um sem margar slíkar góðar vísur, að vera sjaldan of oft kveðin!
Ef mæti ég hýrum Hafnfirðing,
í Hellisgerði.
Aftan og framan, allt um kring,
er ég á verði!
Magnús Geir Guðmundsson, 29.3.2009 kl. 18:46
Ég sem hélt að Jón væri farinn, ekki kominn....
Skemmtilegasta vísa sem ég man eftir Flosa er:
Sérhver bóndi muna má
mikilvæg er taðan.
Áríðandi er að slá,
áður en fyllist hlaðan.
Húnbogi Valsson (IP-tala skráð) 29.3.2009 kl. 19:03
Haha Húnbogi, Flosi karlinn hefur já ort þær margar ansi góðar! SEm aftur minnir mig á, að hann fagnar nú á þessu ári áttræðisafmæli!(eða það finnst mér endilega.)
Nú, Flosi var í MA eins og Hólmdís, en var rekin held ég og það oftar en einu sinni, öfugt við dísina!?
Flosi þurfti jafnan að skreiðast upp "Gilið", eins og Kauðpangsstrætið kallast jafnan og orti þetta þá í umkvörtunarskyni.
Eitt finnst mér vera út í hött,
á þessum fallega stað.
Það er hvað brekkan er brött,
blessaðir lagiði það!
Magnús Geir Guðmundsson, 29.3.2009 kl. 19:24
Þetta er að verða álíka stefnulaust og út um víðan völl eins og ræðan sem Hólmdís gerði að umtalsefni í færslunni sinni
Rakel Sigurgeirsdóttir, 29.3.2009 kl. 20:06
En hinn skemmtilegasti lestu.....
Aldrei var ég nú rekin ír skólanum
Jú Húnbogi Jón er farinn....
Hólmdís Hjartardóttir, 29.3.2009 kl. 20:46
Mér líst bara vel á það að gera færslur Hólmdísar að spjallrás. Ég efast um að henni sé illa við það.
Talandi um brattar brekkur á akureyri, þá bjó ég veturinn 1980 á Akureyri, nánar tiltekið í Lækjargili og þar gekk ég á morgnana upp bröttustu brekku í heimi. Það var túnið fyrir ofan lækjargötu 22.
Eftir að Flosi var rekinn úr menntaskólanum og hafði líka eitthvað lent upp á kant við lögregluna, þá reyndi hann að gera níðvísu um Akureyri sem er á þessa leið:
Á Akureyri er um það bil
ekki margs að sakna.
Þar er fagurt þangað til,
þorpsbúarnir vakna.
Ræðan hans Davíðs verður samt lengi í mynnum höfð og mér finnst ekki ólíklegt að lófaklappið og meðvirknishláturinn verði í framtíðinni feimnismál meðal sjálfstæðismanna.
Húnbogi Valsson (IP-tala skráð) 29.3.2009 kl. 21:02
Neinei, þú varst aldrei rekin, sagði það líka. vertu bara ánægð Rakel mín, ekki leiðum heldur að líkjast og þessum ræðuhaldara þarna!? En allt líka komið undir snjó í bænum. En stundum er ég tregur, en held að ég skilji núna hvað Húnbogi var að fara með "Förnum Jóni" hehe, alveg dæmigert fyrir mig að "hitta svona skemmtilega áða"!
En ein til úr munni Flosans, sem þó hann orti reyndar í félagi við Stebba Vilhjálms í frægum spurningaþætti Ómars í beinni útsendingu úr Sjallanum fyrir allavega 20 árum + og ég var viðstaddur. (og allar vísurnar sem hér hafa birst eftir Flosa heyrðust reyndar.)
Myndagáta þar sem tvemur andlitum var skotið saman, var fastur liður í þættinum og suðu þeir saman þessa makalausu meðan ein slík var í gangi.
Sjáðu, hann er alveg eins
og einhver, þú hefur séðan?
Heyrðu, þetta er þórun Sveins,
ég þekkjana að...neðan!
Magnús Geir Guðmundsson, 29.3.2009 kl. 21:36
hahahaha
Hólmdís Hjartardóttir, 29.3.2009 kl. 21:43
Ég missti víst af þessari ræðu en það fer yfirleitt eftir því hvern maður talar við hvort mönnum hafi fundist ræðan góð eða slæm. Ég verð að hnoða eitthvað til að taka þátt í ummræðuni.
Davíð er vor kóngur klár
sem kræfa ræðu heldur..
Reyndar var hann svoldið sár
því samfylkingin veldur.
Offari, 29.3.2009 kl. 22:33
Þið megið ekki misskilja mig þannig að ég sé að setja út á stuðið í spjallinu hérna. Mér finnst þið þvert á móti lúmskt fyndnir En gat ekki á mér setið með þetta innskot hérna að ofan með þráðinn eða stefnuna í þessu spjalli
Rakel Sigurgeirsdóttir, 29.3.2009 kl. 23:05
Hér er ein sem ég gerði um Davíð eftir frægan kastljóssþátt.
Í kastljósinu komu tár,
kóngurinn er fallinn.
Davíð aumur, orðinn sár.
Elsku litli kallinn.
Húnbogi Valsson (IP-tala skráð) 29.3.2009 kl. 23:28
Ekki að spyrja af þingeyskri andagift og snilli
En þetta er alt í góðu Rakel!
En svona til að "kitla egóið" hjá sumum.
Sveitunga hér sjáið tvo,
saman láta gullkorn falla.
Húnboga og herra O,
hagyrðinga ansi snjalla!?
Magnús Geir Guðmundsson, 30.3.2009 kl. 00:03
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 30.3.2009 kl. 00:12
Herra O og Húnbogi eru aldir upp á sömu þúfunni...
Hólmdís Hjartardóttir, 30.3.2009 kl. 08:56
Yfir hreytir allt í hasti,
Hraunar úti konur, karla.
Davíð er í dramakasti.
Drullar yfir allt og alla.
Víðir Benediktsson, 30.3.2009 kl. 09:22
Góður Víðir.......er þetta heimilisiðnaður þinn?
Hólmdís Hjartardóttir, 30.3.2009 kl. 11:39
Nei, þetta geri ég mjög sjaldan. Næstum aldrei. Finnst skemmtilegra að lesa vísur eftir aðra.
Víðir Benediktsson, 30.3.2009 kl. 12:15
En jú mikið rétt. Ég gerði reyndar þessa.
Víðir Benediktsson, 30.3.2009 kl. 12:16
Flottar vísur
Sigrún Jónsdóttir, 30.3.2009 kl. 12:39
Vísurnar hefðu getað verið miklu verri - Veit ekki um ræðuna - gafst upp á að horfa og hlusta - fæ grænar bólur er hlusta á svona lagað.
Hlédís, 30.3.2009 kl. 15:33
hið skemmtilegasta spjall
Hólmdís Hjartardóttir, 30.3.2009 kl. 16:15
Gaman ad lesa vísurnar
Sporðdrekinn, 30.3.2009 kl. 16:19
Þessi vísa var birt á umræðuvef sem ég nota. Mér finnst hún passa vel við Davíð. Vísan var samin fyrir ca. 100 árum um valdsmann þess tíma. (Ég veit ekki hver hann var)
Mín að telja afrek öll
ekki' er nokkur vegur!
Ég hef ístru, ég hef böll
ég er guðdómlegur.
Skákfélagið Goðinn, 30.3.2009 kl. 16:38
Svona af því að góð VÍSA er aldrei of oft kveðin, set ég hérna inn færslu sem ég setti í athugasemd á öðru boggi.
Það er nefnilega það. Hefur ekki verið sagt að aulabrandara-gæinn hann Doddi......eða hvað hann nú heitir aftur sé eitthvað sé svo gasalega menningarlega sinnaður og mikið skáld og rithöfundur auk annarra kosta. Ég hef nú altaf haldið að slíkir (ritöfundar t.d) séu vel læsir og lesi annarra skrif. Fyrir mér virðist sem Dodd..........eða hvað hann nú heitir aftur, sé ekki læs, svona þegar maður heyrir hann líkja sér við sjálfan Krist á krossinum og að þeir sem voru honum við hlið hafi verði krossfestir með honum. Annað hvort er hann ekki læs, eða hefur lesið ritið sem segir frá Kristi á krossinum aftur á bak eða á hvolfi, því í því riti segir frá að Krstur haf verið krossfestur saklaus og þeir sem voru honum við hlið voru ræningjar og afbrotamenn. Já svona geta menn ruglast algjörlega.
jónína (IP-tala skráð) 30.3.2009 kl. 19:34
Takk Hermann og Jónína gaman að þessu
Hólmdís Hjartardóttir, 30.3.2009 kl. 22:59
húnbogi var nú reyndar búin að skutla fram þessari sömu annars staðar og Hermann er hérna með, en man bara ekki hvar. húnbogi duglegur að kasta fram stökum, sínum jafnt sem annara.
Þessa limru gerði ég og birti á eigin bloggi, þarfnast ekki frekari útskýringar.
Örlögin ógnvænleg,
eru á þennan veg.
Kaldir og kramdir,
á kross erum lamdir
Jesús Kristur og ÉG!
Víðir er nei greinilega ekki að "hnoða" upp á hvern dag, en hefur þetta þó samt í blóðinu hygg ég!
En sem aðalábyrgðarmaðurinn á öllu þessu vísnaflóði, vona ég að því linni nú svo HH geti litið upp og til dæmis farið að skrifa nýja færslu!
Mangi Hólmdísarbaggi (IP-tala skráð) 30.3.2009 kl. 23:56
Takk Mangi minn...verð eiginlega að finna nýja færslu þetta er orðið svo langt en ógn skemmtilegt
Hólmdís Hjartardóttir, 31.3.2009 kl. 00:18
ÓÓÓ=ótrúlegt, ósmekklegt, óafsakanlegt.
TARA, 31.3.2009 kl. 12:10
Hólmdís Hjartardóttir, 31.3.2009 kl. 13:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.