Flower power

..................Það er óneitanlega svolítið surrealistikst að gerast flóttamaður frá Íslandi.  Ég hafði aldrei trú á að ofurlaun og ævintýramennska í útlöndum gæti staðist til lengdar.   En að það færi svo að ég gerðist flóttamaður frá Íslandi....mig óraði aldrei fyrir því.   Og mér finnst það drepfúlt...og er öskureið.

En þetta  mikla hrun breytir væntanlega gildismati fólks.....svo þá er til nokkurs unnið.

Ég er komin á svo virðingarverðan aldur...að ég hélt að bráðum færi ég að hafa það gott á Íslandi. Gæti lagst í ferðalög....og dundað í garðinum....

En nei..þá rak Ísland mig að heiman.....bókstalega sparkaði mér fram úr rúminu.

Vinnufélagar mínir sem halda vinnunni eru líka að hugsa um að gerast flóttamenn....sjá bara fram á meira álag og launaskerðingu.  Við látum ekki segja okkur að það sé göfugt að halda þannig áfram.

Þessi færsla er fyrst og fremst fyrir þá sem vilja láta skáldagyðjuna skína....

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hilmar Gunnlaugsson

Þetta er leitt ástand. Fyrir rúmlega hálfu ári taldi ég mig öruggann um friðsælt og hamingjusamt líf en nú ræður óvissan og atvinnuleysið þó ég reyni að vera jákvæður.

Hilmar Gunnlaugsson, 31.3.2009 kl. 01:34

2 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Þetta er ömurlegt, að þurfa að gerast flóttamaður.  Hvernig er með stelpurnar þínar ætla þær að fylgja þér?  

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 31.3.2009 kl. 01:35

3 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

sennilega sú yngri Kolla

Hilmar...ég hefði aldrei trúað þessu...

Hólmdís Hjartardóttir, 31.3.2009 kl. 01:45

4 Smámynd: Offari

Ég heimsæki þig sjaldan en nú verður það líklega mun sjaldnar því ég vill helst ekki yfirgega skerið. Kannsli hef ég efni á að heimsækja þig í næsta góðæri.

Offari, 31.3.2009 kl. 08:32

5 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Valla nei....

Offari....verð komin til baka

Hólmdís Hjartardóttir, 31.3.2009 kl. 08:55

6 Smámynd: Sporðdrekinn

Thetta er ósangjarnt

Sporðdrekinn, 31.3.2009 kl. 13:11

7 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Þú bloggar vonandi frá Norge, en þú ætlaðir að koma norður áður en þú færir út.
Þá kemur þú við hjá mér elskan
KnúsMilla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 31.3.2009 kl. 19:49

8 Smámynd: Víðir Benediktsson

Brátt líður að burtferðardegi,

Brott kveður héðan í vor.

Gengin af glötunarvegi,

gafst upp á skyrbjúg og hor

Noregur heilsar að handan,

heillandi blikar í ver.

Eftir skal Frónið í Fjandann,

fúleggja brimkalda sker.

Rata skal réttasta veginn,

rífa sig burtu er mál.

Frelsinu gargandi fegin,

flúin af landi brott. SKÁL

Víðir Benediktsson, 31.3.2009 kl. 21:49

9 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Víðir skáldagyðjan hefur heldur betur hitt þig.

Hólmdís Hjartardóttir, 1.4.2009 kl. 08:40

10 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

VÁ!  Það er svo dýrt kveðið hjá honum Víði hér fyrir ofan að maður tímir varla að skrifa. -

 Vildi bara segja, að Sjúklingar landsins mega ekki við því, að missa þig og þína líka úr landi.  Það er of dýru verði keypt, ofaná allt annað.

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 1.4.2009 kl. 12:35

11 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Lilja það er bara sorglegt hve margir eru að hugsa sér til hreyfings á mínum vinnustað

Hólmdís Hjartardóttir, 1.4.2009 kl. 17:18

12 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Milla ég kem við

Hólmdís Hjartardóttir, 1.4.2009 kl. 17:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband