Uppreisn

Hvernig væri að við tækjum okkur saman og gerðum uppreisn gegn okri matvöruverslana??  Við myndum byrja á að sniðganga einhverja dýrustu verslunina í svona viku. Vikuna á eftir yrði önnur verslun sniðgengin og svo koll af kolli þar til þetta hefði einhver áhrif. Gerum okkar eigin verðkannanir og komum þeim til skila t.d. í gegnum bloggið. Haldið þið ekki að Hagkaupsmenn myndu ekki hugsa sinn gang ef enginn kæmi inn í verslanirnar í heila viku þrátt fyrir ;æsitilboð;??? Samtakamátturinn getur sannarlega haft áhrif. Og við þurfum að vera miklu betur vakandi. Um það bil 1000 ábendingar hafa borist þess efnis að hilluverð er ekki það sama og kassaverð. Lesum strimlana og gerum athugasemdir. Vöknum. Við getum haft áhrif

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Mér líst rosa vel á þetta, bara að mynda hreyfingu hér á netinu og láta svo verða að því, ekki málið.   

                              Grocery 

Ásdís Sigurðardóttir, 5.4.2008 kl. 17:39

2 Smámynd: Guðrún Jóna Gunnarsdóttir

Sammála, látum verkin tala

Guðrún Jóna Gunnarsdóttir, 5.4.2008 kl. 21:52

3 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Verslanirnar finna lítið fyrir því ef við verðum aðeins 3 í uppreisn. Ætla að reyna að koma þessu á framfæri næstu daga og vita hvort eitthvað lifnar yfir umræðunni!!!

Hólmdís Hjartardóttir, 6.4.2008 kl. 00:04

4 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Ég er með!

Sigrún Jónsdóttir, 6.4.2008 kl. 00:17

5 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Ég er tilbúin að sniðganga flestar verslanir  Nema Bónus

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 6.4.2008 kl. 01:53

6 Smámynd: Beturvitringur

Ég geri allt sem þú leggur til. Samt sem áður finnst mér full ástæða til að hrista aðeins uppí málunum.

Legg ég því til að við fáum vörubílstjóra til að kenna okkur að skipuleggja, nú eða franska bændur!

Beturvitringur, 6.4.2008 kl. 02:19

7 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Fyrst verður að dreifa boðskapnum, síðan ákveða dagsetningar á mótmælum. Þögul mótmæli. Endilega bloggið um þetta og blaðrið sem mest.Komum upplysingum um miklar hækkanir á framfæri ef við verðum vör við þær. Samanber klósettpappírsfærsluna mína. Ég ætla að blogga um þetta næstu daga.

Hólmdís Hjartardóttir, 6.4.2008 kl. 02:36

8 Smámynd: Fanney Björg Karlsdóttir

Góð hygmynd....Ég er með..... tökum höndum saman...sýnum samtakamátt......

Fanney Björg Karlsdóttir, 6.4.2008 kl. 08:24

9 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ég er með, hvar byrjum við?

Jenný Anna Baldursdóttir, 6.4.2008 kl. 09:25

10 Smámynd: Theódór Norðkvist

Hvar byrjum við?

Theódór Norðkvist, 6.4.2008 kl. 10:09

11 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Ég er til, hvar byrjum við og hvenær.

Marta B Helgadóttir, 6.4.2008 kl. 10:11

12 Smámynd: Erna

´Frábær hugmynd ég verð með.

Erna, 6.4.2008 kl. 11:11

13 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Við ættum etv að fá góðan bílstjóra til að stjórna þeir eru vanir... En fyrsta vers er að undirbúa jarðveginn og kynna hugmyndina. Rekum áróður hér á blogginu.  Er einhver góður foringi hér á blogginu????   Ég legg til að að við gefum okkur hálfan mánuð til að kynna þetta.

Hólmdís Hjartardóttir, 6.4.2008 kl. 12:13

14 Smámynd: Ella mannvera Ronja Chihuahua og Lilo Boxer/Labrador

'Eg er með     Walking 2Hvar á að byrja??

Ella mannvera Ronja Chihuahua og Lilo Boxer/Labrador, 6.4.2008 kl. 14:06

15 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Við gætum byrjað á Hagkaup....margar stórar búðir.....

Hólmdís Hjartardóttir, 6.4.2008 kl. 14:28

16 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Fylgist hress með, dýru búðirnar eru reyndar að mestu komnar í bann hjá okkur fjölskyldunni nú þegar og verðskynið pínulítið að eflast. En fylgist með, það er alltaf gott að vera með aðhald sem virkar.

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 7.4.2008 kl. 02:02

17 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Gott hjá þér AÓB hjálpaðu okkur að breiða út fagnaðaerindið..

Hólmdís Hjartardóttir, 7.4.2008 kl. 02:25

18 Smámynd: Birgitta Jónsdóttir

Þetta er flott framtak en nauðsynlegt að ákveða fyrst hvað gera skal. Ákveða hvaða búð skal sniðganga. Fara svo þar fyrir framan með skilti á einhverjum ákveðnum tíma og senda fréttatilkynningu á fjölmiðla um það með tveggja daga fyrirvara. Fréttatilkynningin þarf að innihalda ástæðu aðgerða og ákall til annarra að taka þátt. Síðan skaltu pósta tilkynningunni á bloggið þitt og biðja aðra um að gera hið sama. Sama dag og aðgerðir hefjast, þá er sniðugt að hringja á fréttastofur fjölmiðlana um morguninn og spyrja hvort að þeir ætli ekki alveg örugglega að mæta. Ágætt er að hafa eitthvað markmið og hugsa út í hve miklum tíma þú og aðrir sem skipuleggja þetta hafi í aðgerðirnar. Svona lagað kostar vinnu og skipulag. En ef þetta brennur á þér þá er öruggt að þú hefur kraftinn til að gera þetta.

Með björtum kveðjum

Birgitta aðgerðasinni:)

Birgitta Jónsdóttir, 7.4.2008 kl. 09:30

19 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Birgitta þetta eiga að vera þögul mótmæli. Aspartam það gæti komið að Bónus líka....þeir stjórna matarverði hér....held ég.

Hólmdís Hjartardóttir, 7.4.2008 kl. 09:41

20 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Ég sting upp á að við byrjum á 10-11 þann 20. apríl og höldum út í viku.

Hólmdís Hjartardóttir, 7.4.2008 kl. 12:54

21 Smámynd: Birgitta Jónsdóttir

síðan hvenær voru skilti hávær:)

Birgitta Jónsdóttir, 9.4.2008 kl. 17:42

22 identicon

þetta er flott hugmynd,,,,,ég verð með.

kv siggi 

Sigurður Leifsson (IP-tala skráð) 9.4.2008 kl. 19:57

23 Smámynd: Kobbi Trukkakall.....

cool farið 10 saman og hættið að versla.....   hahaha....

sorrý hef heirt þessa umræðu reglulega og úbbs það hefur ekkert gerst

en að sjálfsögðu verð ég með ef ég heiri að þetta standi lengur en viku því ég mótmæli daglega hækkuðu olíu og bensínverði svo og hvíldrreglum og þessháttar...

kveðja Kobbi

Kobbi Trukkakall....., 9.4.2008 kl. 20:33

24 identicon

Ég er á Akureyri og þar er dýrara að versla heldur enn fyrir sunnan

Gunnlaug Heiðdal (IP-tala skráð) 9.4.2008 kl. 21:11

25 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Fyrirgefðu Birgitta...þeir sem vilja mega að sjálfsögðu vera með skilti. Og það þarf að tilkynna þetta í blöð það er rétt hjá þér.  Ég ætla ekki að eyða miklum tíma í þetta.....hvatningin mín var sú að reyna að fá sem flesta til að sniðganga dýrar verslanir. Ég ætla ekki að standa við búðirnar og meina fólki inngöngu. Ég vildi óska að einhver meiri foringi en ég tæki að sér skipulagningu á þessu.

Hólmdís Hjartardóttir, 10.4.2008 kl. 00:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband