24.3.2009 | 14:38
Ég gleðst yfir hverju hænufeti...
.......en allt er þetta í "slow motion".
Það er með miklum ólíkindum hvað menn hafa dregið lappirnar í þessu máli...
En við verðum að treysta því sem Joly sagði.....það er enn hægt að rannsaka þessi mál og draga fólk fyrir dóm.
Endilega verum með háværar kröfur fram að kosningum....nú er rétti timinn til að kría út loforð...
![]() |
Saksóknari fær 16 fastráðna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
23.3.2009 | 17:59
Og er þá allt í lagi?
......Er sðleysi í lagi ef ekki kemst upp um það?
ja maður spyr sig.
![]() |
Skilar framlagi Neyðarlínunnar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
21.3.2009 | 09:23
Hnífurinn er beittur.
.........Ég hef unnið í 27 ár sem hjúkrunarfræðingur og man ekki eftir öðru en að stöðugt hafi verið hagrætt og mannekla hafi verið viðvarandi....og farið versnandi. Það hefur alltaf verið gífurlegt álag á Landspítala og oft erfiðar vinnuaðstæður. Laun heilbrigðisstarfsmanna hafa þó ekki hækkað í takt við eftirspurn.
Þrengsli hafa verið mikil og sjúklingar hafa þurft að liggja á göngum spítalans sem er auðvitað engan veginn boðlegt.
Í nótt talaði ég við grátandi aðstandanda gamals manns sem nýlega fór inn á hjúkrunarheimili. Hann er skýr en deilir herbergi með tveimur heilabiluðum mönnum....sem hann hefur aldrei þekkt....
Í gær voru enn fréttir af því að MS sjúklingar séu sviknir um lyfjagjafir.
Ég veit að ýmislegt er hægt að spara á þessum stofnunum......nokkuð sem ég ætla að leyfa mér að kalla slæðuverkefni hér.....
Landakot er að fara í gegnum niðurskurð.....þar verður plássum fækkað...og það er ástæða þess að ég er af alvöru að hugsa um að gerst flóttamaður frá Íslandi...
Ég vildi sjá miklu meiri niðurskurð í Utanríkisþjónustunni áður en sjálfsögð réttindi sjúklinga eru skert frekar.....
![]() |
Tillögur um sparnað kynntar í næstu viku |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
20.3.2009 | 14:24
Margir grænmetisbændur á Kjalarnesinu.
....Kannski við ættum bara að leyfa þetta og eyða peningunum í annað en að eltast við þetta?
Ég veit það ekki....
![]() |
Önnur stór verksmiðja upprætt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
20.3.2009 | 00:47
How do you like Iceland...?
.................það spyr varla nokkur svona lengur. Við erum hnípin þjóð í skelfilegum ógöngum.
Ég held að ekkert okkar geri sér grein fyrir hvernig ástandið verður hér....við getum einfaldlega ekki meðtekið þetta....enn fjölgar á atvinnuleysisskrá.....
Daglegar fréttir af ómanneskjulegum niðurskurði samanber Grensás...Mikill niðurskurður á þjónustu við aldraða samanber....Landakot.
Þótt mig hafi aldrei langað að flytja úr landi.....hef ég sæst á að gera það....
Það er langt gengið að menn séu handteknir í öðrum löndum fyrir að bera sig saman við Ísland.......
Obama neitar samlíkingu við Ísland líka....
Loksins urðum við heimsfræg......
![]() |
Handtekinn fyrir samlíkingu við Ísland |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 00:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
19.3.2009 | 11:36
Hvernig er mögulegt að loka deild á Grensási?
.....Enginn dvelur þar að gamni sínu. Þetta verður bara tilfærsla á kostnaði.....við verðum að sinna þessu fólki og það á samkvæmt lögum rétt á þessari þjónustu........því sé ég þetta sem lögbrot......
Sjúklingum mun ekkert fækka við allan niðurskurðinn......
Öldruðum fækkar ekkert þótt lokað sé á þá......
Viðvarandi mannekla hefur verið á sjúkrahúsum. Og nú er verið að fækka starfsfólki.....
Ég vil ekki fylgjast með.....þetta er svo skelfilegt
![]() |
Erfitt að hindra skerðingu heilbrigðisþjónustu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
19.3.2009 | 01:38
Bull
![]() |
Andlega hrörnunin byrjar við 27 ára aldur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
18.3.2009 | 01:43
Sjálfsbjargarviðleitni er ekki leyfð
........hvernig væri að rýmka reglurnar í kreppunni?....Áfengisverð sem var í himinhæðum fyrir hrun er orðið stjarnfræðilegt.......Við erum reyndar orðin vön að tala um milljarða....svo kannki er þetta bara piece of cake?
En ég er ekki einu sinni að grínast. Það er þjóðhagslega hagkvæmt að leyfa brugg frekar en að eyða dýrum gjaldeyri í mjöðinn.....
Fólk heldur áfram að skemmta sér, drekkja sorgum sínum og fagna sigrum......hugsið ykkur bara kosninganóttina...:)
![]() |
Lögreglan lokaði bruggverksmiðju |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
17.3.2009 | 09:32
Náttúran söm við sig.
.........og afhverju fæðast alltaf fleiri drengir en stúlkur?
En gaman að það skuli fæðast svona mörg börn.
Verst að þau skulda svo mikið.
Ég veit svarið.
Veist þú það?
Dettur þér eitthvað í hug?
Þeir eru nebblega veikara kynið...
![]() |
4.835 börn fæddust á Íslandi árið 2008 |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bækur | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
17.3.2009 | 01:24
Afhverju er alltaf litið á fullorðið fólk sem byrðar á samfélaginu?
.....Það gleymist ALLTAF í umræðunni um hjúkrunarheimili að fólk borgar fyrir dvölina. En þetta er tekjutengt. Haldið þið að einhver heimili velji skjólstæðinga eftir tekjum? Ég hef vissu fyrir því að það hefur verið gert.
Afhverju er alltaf talað um að hjúkrunarheimili séu dýr? Launakostnaður? Starfsfólkið fær lægstu laun sem greidd eru í landinu. Fyrir þunga vinnu. Og yfirleitt held ég ekki að það sé nokkur lúxus í boði.
Lúxusfæði? Nei...og sums staðar afar fábrotið og tilbreytingarlaust...
Mikil afþreying....Nei
Mikil þjónusta? Nei alls staðar lágmarksmönnun....
Við eigum að skammast okkar Íslendingar og búa miklu betur að öldruðum sem hafa borgað sína skatta til samfélgsins alla ævi.
![]() |
Eiginkonurnar settar út á götu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |