Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Austurvöllur 17. janúar 2009

   Enn var mótmælt á Austurvelli í dag og mætingin góð þrátt fyrir kalsaveður. Ég tók strætó niður í bæ. Það fyrsta sem blasti við mér var örlítil skrúðganga á leið niður Bankastræti sem hrópaði :" við styðjum ríkisstjórnina, Davíð sem forseta".  Lítið heyrðist þó í hópnum á stóra fundinum.  Lögreglan kom í veg fyrir að Nýjar raddir Ástþórs fengju að trufla þennan friðsama fund.

Ræðumenn dagsins voru Gylfi Magnússon dósent og Svanfríður Anna Lárusdóttir atvinnulaus.

Mótmælt var á ýmsum stöðum á landinu s.s. á Egilsstöðum og í Dimmuborgum.

Næsti mótmælafundur er boðaður klukkan 13:00 á þriðjudaginn fyrir framan Alþingishúsið og er fólk hvatt til að hafa með sér potta og pönnur og söngbók.

Ég skil ekki afhverju þessir fundir eru ekki miklu fjölmennari en þeir eru en reikna með fjölgun eftir því sem ástandið versnar.


mbl.is Fjöldi manns á Austurvelli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mætum öll á Austurvöll klukkan 15:00

  Bara að klæða sig.  Því miður hefur einhver athyglissjúkur hópur auglýst fund á Austurvelli kl 15.15.

Ætlar sem sagt að  reyna að stela fundium.  Fróðlegt verður að sjá hvernig lögreglan tekur á því.

Mætum sem flest....allir sem geta.


Tökum "secret" á kreppuna.

..............Ég ætla að gera eins og stjórnvöld. Ég ætla að reyna að hugsa kreppuna burtu. Þar sem ég sé ekkert koma frá stjórnvöldum sem hjálpar almenningi grunar mig að þau séu að nota óheðbundnar aðferðir svo sem "secret".  Nú ætla ég að nota alla helgina í þetta.

Hvernig væri að stytta vinnuvikuna á meðan þessum hremmingum stendur til að fækka atvinnulausum? Mér finnst að ríkisvaldið eigi að fara á undan með það fordæmi frekar en að segja upp fólki. Atvinnuleysisbætur gætu síðan vegið upp á móti tekjutapi.

En til vara minni ég á fund á Austurvelli klukkan 15:00 á morgun.


Er Ísland spilltasta land í heimi?

Á hverjum einasta degi heyrum við um ný spillingarmál.  Það síðasta í Kastljósi kvöldsins. Flugkonan var ekki sérlega snjöll að blogga um málið.  Enda var ekki aðalmálið við ráðninguna að vera snjall heldur rétt ættaður.  Sem sagt eins og við aðrar ráðningar hjá ríkinu.  Það er mál að linni.  Fólkið í landinu mun taka völdin. Út um allt eru fjölmennir vinnuhópar að skoða hvernig við getum breytt samfélaginu. Meira að segja ætlar Framsóknarflokkurinn að koma með tillögu um stjórnlagaþing.   Hvað gerir ekki flokkur í dauðateygjunum?  Það er eina vonin okkar að það takist að breyta hugarfari hér.
mbl.is Flugmaður í mál við Gæsluna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Við þurfum að endurheimta æruna.

 og það gerum við ekki nema með því að stokka hér allt upp á nýtt.  Það gerum við ekki nema að menn axli sína ábyrgð og víki úr sínum stöðum. Menn sem grunaðir eru um fjársvik á að taka og loka inni.

Þorgerður Katrín sagði að allt yrði að koma upp á borðið. Hvar er þetta borð?  Upplýsingar um gang mála eru nánast engar frá stjórnvöldum.  það er hreinilega eins og okkur komi ekki hlutirnir við.

Hvað þarf til að opna augu GHH? Hvernig er hægt að vera sleginn slíkri blindu?   Á að fórna skrílnum fyrir flokkinn? 

Við getum ekki borgað Icesave. Látum þá sem bera ábyrgð á þeim reikningum bera hana.  Ef að það að bera ábyrgð á þessum reikningum er aðgöngumiði inn í ESB þá viljum við ekki ESB.

Framhaldið er kolbikasvart.  Það verður gaza-legt hér ef ekkert er að gert. Innflutningur er sjálfsagt að leggjast af nema með lífsnauðsynlega vöru s.s. lyf og olíu.

 


mbl.is Neita að tryggja Ísland
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tapast hafa 25 milljarðar

  Eru í kössum merktum Quatar.  Finnandi vinsamlega hringi í 12612.

4 hús til sölu.

  Sala á 4 sendiráðsbústöðum á að skila einum milljarði í ríkissjóð.  þessi setning segir allt um kolvitlausa forgangsröðun stjórnvalda á undanförnum áratugum. Á sama tíma og launum stórra stétta hefur verið haldið í lágmarki og  heilbrigðiskerfið svelt var verið að kaupa rándýrt húsnæði um alla veröld til að sýnast út á við. Það er auðvitað í Utanríkisþjónustunni sem við getum sparað mest því það bitnar minnst á lífsgæðum fólks í landinu.   Seljum allt heila klabbið áður en við skerum burt lífsgæði og réttindi hins almenna borgara.

Við þurfum hugarfarsbyltingu í þessu landi svo mikið er víst.


mbl.is Sendiráðsbústaðir seldir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þetta eru nauðsynlegar upplýsingar til þjóðarinnar!

París fékk sér föt í stíl við bílinn eða var það öfugt? Það hefur verið með ólíkindum að fylgjast með fjölmiðlum í dag.  Það er greinileg þöggun í gangi.  Mjög lítið er fjallað um borgarafundinn í gærkvöldi sem var þó stórmerkilegur. Fjölmiðlar ættu að birta þær ræður sem þar voru fluttar. Ruv hefur staðið sig best. Jú Guðlaugur kemur af fjöllum. Það á auðvitað að spyrja hann spjörunum úr. Það eru þær spjarir sem við viljum heyra um en ekki blái kjóllinn Parísar.
mbl.is Fékk sér bíl í stíl við fötin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Auður stóll í Háskólabíói /ræðumanni hótað af ráðherra.

.................vona að það þýði að sætið sé laust!  Það hrópaði á mann að sjálfstæðisflokkurinn einn flokka skyldi hunsa þennan góða fund.  Sá flokkur telur sig sennilega ekki eiga neitt vanrætt við skrílinn.

Mikil stemning var á fundinum. Robert Wade fór á kostum og var mjög hylltur. Hann vildi senda seðlabankastjóra til Vuanutu.  Hann gerði gys að hagfræði Péturs Blöndal. Honum þótti líka merkilegt að hér hefði enginn axlað ábyrgð.  Hann gagnrýndi hversu seint stjórnvöld hér brugðust við málum. En honum fannst það besta sem væri að gerast á Íslandi væri að fólkið hefði risið upp og vildi hafa áhrif á framhaldið, Annar ræðumaður var Raffaella Tenconi. Bæði voru þau svartsýn á framhaldið í efnahagsmálum og töldu næstu 2 ár verða erfið.  Herbert Sveinbjörnsson var með góða ræðu og svo var einhver frá Viðskiptaráði Íslands sem ég kann ekki að nefna .

Hetja kvöldsins var  óumdeilanlega Sigurbjörg Sigurgeirsdóttir.  Hún byrjaði að upplýsa það að ráðherra í ríkisstjórn Íslands hefði hringt í sig í dag. Og sagt henni að tala varlega á fundinum í kvöld. Þetta var hótun!    Síðan rakti hún samskipti sín við Guðlaug Þór og lýsti hans vinnubrögðum. Hann hafði m.a. misst stjórn á skapi sínum við hana. Það sem hún sagði var hreint ekki til að auka álit mitt á ráðherranum. Enda kom krafa um að hann yrði settur af eigi síðar en á hádegi á morgun.  Það þarf kjark til að halda svona ræðu en mikið varð ég stolt af konunni.

Fulltrúar Viðskiptaráðs voru spurðir hvort þeir hefðu áyktað eitthvað um Heilbrigðiskerfið.  Jú þeir höfðu reyndar  ályktað um að hin nýja sjúkratryggingastofnun væri glapræði hún væri allt of dýr!!! 

Þetta var frábærlega góður fundur.  Ég held að fólk verði ekki stöðvað hér eftir.


mbl.is Fullur salur í Háskólabíó
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvenær verður svo hvítþvegið að innan?

  ég held að það liggi meira á því.

Annars minni ég á borgarafund í Háskólabíói í kvöld klukkan 20:00.


mbl.is Hvítskúrað stjórnarráð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband