Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
20.1.2009 | 21:51
Sendið myndir til erlendra fjölmiðla
vonandi verða sendar myndir til erlendra fjölmiðla. Það er ekki gerð bylting á hverjum degi á Íslandi. Það er smá von í hjarta mínu að þetta dugi. Hvað þarf að ganga langt?
Áfram Ísland
Enn fjölgar á Austurvelli | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
20.1.2009 | 19:36
Superglue
,,,,,,,,Fólk er búið að mótmæla friðsamlega mánuðum saman og það hlaut að koma að því að upp úr syði. Ástandið mun hér eftir aðeins versna ef þessari límsetu vanhæfra stjórnvalda lýkur ekki.
Í mínum huga er það krystaltært að það er á ábyrgð ríkisstjórnarinnar ef fólk á eftir að slasast eða eignir skemmast.
Hlustið á fólkið!
Kveikt í rusli við þinghúsið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
20.1.2009 | 13:37
Snjall sýslumaður.
....................Ég held að Stónsarinn sé að mótmæla ástandinu á sinn hátt. Og vekur sannarlega athygli. Ég held að hann sé að vekja athygli á að enginn alvöru fjárglæframaður hafi verið handtekinn. Auk þess vekur hann athygli á versnandi stöðu almennings og bíður eftir fyrirmælum um hvernig ber að taka á því. Því þrátt fyrir blíðmælgi ríkisstjórarinnar hafa ekki verið settar leiðbeinandi reglur um hvernig eigi að taka á auknum vanskilum almennings í kreppu. Ég held að honum hafi aldrei dottið það í hug í fullri alvöru að handtaka tæplega 400 manns.
Ég held að það ætti að færa hann til í embætti og gefa honum veiðileyfi á alvöru skúrka.
Endurskoðar fjárnámsaðgerðir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
20.1.2009 | 01:56
Siðeitrun
...........það er orð sem mér dettur æ oftar í hug. Hvergi til nema í kollinum á mér. Mér dettur þetta í hug við hverja fréttina af annari. Ákvað að koma orðinu frá mér og vita hvort það hverfur ekki úr hausnum á mér. Ástandið hér undanfarin á hefur verið eitrað. Spilling, siðferðisbrestur, siðleysi, dómgreindarleysi eru orðin sem lýsa Íslenskum veruleika undanfarinna ár. Nú þurfum við siðaskiptin hin síðari og afeitra bankana og stjórnkerfið.
Svo get ég sagt ykkur að það verður útiskemmtun á Austurvelli klukkan 13:00 á morgun og er fólk hvatt til að mæta með sín hljóðfæri potta og pönnur og láta heyra í sér.
19.1.2009 | 10:19
Hvað er búið að handtaka marga?
..............Það er örugglega búið að frysta eigur þessara manna? Er það ekki? Nú engin lagaheimild. Verður þá ekki að setja neyðarlög sem heimila það á meðan rannsókn stendur?
Ætla stjórnvöld og eftirlitsstofnanir að samþykkja að þetta sé "eðlilegt!"? Eða ætlar fólk að bregðast við? Sýna snefil af manndómi?
Hvernig vill fólk að það sé brugðist við þessu?
Það er sannarlega liðin tíð að það sé notalegt að fá sér kaffi og lesa fréttir á morgnanna á Íslandi. Það tekur örskamma stund að komast á suðupunkt.
Hundruð milljarða millifærðir á reikninga erlendra félaga | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (28)
18.1.2009 | 21:37
3 formenn í Framsóknarflokknum í dag.
.....það eru dálítið ör skipti í svona örflokki. Höskuldur er orðinn fyrrverandi formaður flokksins. Mikið hlýtur honum að líða undarlega eftir þennan dag. Þetta er með því klaufalegra. Þeir eru greinilega hvorki talnaglöggir né vissir um hvað er hægri eða vinstri. Skilst að Haukur hafi ruglast á dálkum. Allir flokkarnir verði að endurnýja forystuna og listana ef þeir ætla að verða trúverðugir. Tiltrú fólks á flokkunum er lítil. Traustið ekkert.
Í sjónvarpinu í kvöld voru sýndar fréttamyndir úr Þorskastríðinu. Þá voru menn gallharðir á að slíta stjórnmálasambandi við Breta ef ekki semdist. Afhverju sýna menn þessa linkind núna? Afhverju þessi andsk.. rolugangur? Við erum með handónýta stjórn. Sem samdi af sér vegna Ivesave. Og er ekkert að gera sem kemur heimilinum til góða heldur þvert á móti. Það er því fagnaðarefni að sænskir þingmenn eru að leita eftir upplýsingum frá almenningi á Íslandi áður en gengið verður frá láni til Íslands. Kíkið á blogg Jakobínu Ingunnar Ólafsdóttur.
Formaður í fimm mínútur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
18.1.2009 | 16:41
Svíar vilja heyra um ástandið frá almenningi ekki valdhöfum.
18.1.2009 | 15:10
Fólk vill nýtt blóð.
Og þannig verður það í öðrum flokkum líka. Alls staðar þarf endurnýjun að eiga sér stað. Persónulega leist mér best á þessa tvo sem eftir eru. Held að þar fari góðir menn. Páll er of tengdur "gamla" liðinu.
En sérstaða flokksins er ekki augljós. En sagan ljót. Afhverju ættum við að kjósa þennan flokk?
Höskuldur og Sigmundur áfram | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
18.1.2009 | 11:58
Fólkið er að fara.
,,,,,,þetta er daprasta fréttin í dag. Landflóttinn fer að skella á af fullum þunga. Þeir sem fara eru ungt fólk sem á auðvelt með að fá vinnu á Norðurlöndunum. Vel menntað fólk. Sumir koma aldrei til baka.
Ég ætla að hugsa minn gang aðeins áfram en það er ekkert "bara" að fara úr landi með unglinga á skólaaldri. Og geta kannski hvorki leigt eða selt húsnæðið.
Það er tvennt sem gæti hægt á brottfluttningi. Við eigum með öllum ráðum að halda fólki í landinu. Við getum tímabundið stytt vinnuvikuna td um 5-10 tíma og látið atvinnuleysisbætur greiða það sem á vantar. Og við gætum boðið fólki að fara fyrr á eftirlaun. Ég veit að þessari tillögu um eftirlaunin hefur þegar verið hafnað. En þetta gæti bjargað einhverjum.
Aukinn útflutningur á búslóðum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
17.1.2009 | 18:08
Já þetta er gremjulegt Geir
..................Óstjórn undanfarinna áratuga hefur komið Íslendingum á botninn. Lífsgæðin eru hrunin. Æran er farin. Það er litið á okkur sem glæpalýð. Heilbrigðiskerfið að verða rústir. Menntakerfið næst. Það er gert grín að okkur í öðrum löndum fyrir að hafa ekki komið ykkur frá sem stýrðu skútunni í strand. Allt traust er farið úr samfélaginu. Siðblindan alger.
"Ríkiskerfið" stóð sig ekki . Hverjir réðu þar för? Eigum við að persónugera það?
Ykkur hefur tekist hrapallega. Ykkur er ekki treyst til að byggja á rústunum. Þið fáið ekki annað tækifæri. Vinsamlega stigið til hliðar svo við eygjum von sem þjóð.
Er til of mikils mælst?
Þetta er svo miklu meira en gremjulegt.
Geir: Árið verður mjög erfitt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |