Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
10.1.2009 | 19:20
Frost á Fróni.
,,,,,,,,,,,,,Hvað ætli það taki langan tíma að koma öllum fyrirtækjum og heimilum í þrot með þessu háa vaxtastigi?
Það er hreinlega eins og það sé stefnan að koma öllum á kaldan klakann.
Við þurfum nýtt fólk til að stjórna landinu.
Fyrirtæki hanga í snöru | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
8.1.2009 | 17:04
Opinn borgarafundur í Iðnó klukkan 20:00 í kvöld.
.......Að þessu sinni verður fjallað um mótmæli .
Framsögumenn verða:
Hörður Torfason, Raddir fólksins.
Eva Hauksdóttir ,aðgerðarsinni.
NN anarkisti
Stefán Eiríksson lögreglustjóri.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
8.1.2009 | 15:44
Skítapest á Suðurnesjum.
Læknarnir lagstir í pest | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
8.1.2009 | 11:10
Hvenær verndar maður barn og hvenær verndar maður ekki barn?
.....................Ég get ekki orða bundist. Lítil stúlka vakti athygli fyrir skelegga ræðu á friðsömum fundi á Austurvelli. Það var látið undan ákafri löngun hennar til að tjá sig. Og hún stóð sig vel.
Það var eins og við manninn mælt. Bloggheimar loguðu. Margir gagnrýndu þetta harðlega og lágkúran gekk svo langt að þessu var líkt við það að nota börn í hernaði. Foreldrar stúlkunnar fengu á sig harða gagnrýni og var hótað með barnaverndaryfirvöldum. Margir höfðu áhyggjar af að stelpan yrði fyrir skaða af þessu.
Hvernig dettur fullorðnu fólki í hug að vera með flennifyrirsagnir þar sem þessi atburður er gagnrýndur? Gat fólk ekki séð það fyrir að þessi greinda stelpa læsi bloggið? Að það gætið valdið lítilli stúlku þjáningum að lesa þetta? Þá var ekki verið að vernda barnið.
Litla stúlkan tekur þessi skrif mjög nærri sér. Aðgát skal höfð í nærveru sálar.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
7.1.2009 | 22:00
Er ekki hægt að finna eitthvað handa Guðlaugi að gera? Eitthvað sem hann ræður við.
............Hann er búinn að sanna að hann hefur engan skilning á heilbrigðiskerfinu. Kannski hægt að finna eitthvað við hans hæfi að dútla við? Ætli hann hafi lesið lög um réttindi sjúklinga? Hann hefur nefnilega verið í krossför gegn sjúklingum, börnum og öldruðum síðustu daga.
Síðustu tíðindi eru aðför að landsbyggðinni. Sparnaðurinn verður minni en skaðinn sem þetta veldur.
Þessari ríkisstjórn verður að koma frá með góðu eða illu.
Svæðið stórt og samlegðaráhrifin mismikil | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
7.1.2009 | 00:17
Er Hurðarskellir farinn?
Hiti á fundi framsóknarmanna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
6.1.2009 | 20:29
Alíslensk hryðjuverk.
...................Í fréttum Stöðvar 2 var sagt frá alíslenkum hryðjuverkum. Ég táraðist því mér þótti þetta grimmilegt. Íbúar Sels á Akureyri voru teknir af heimili sínu og fluttir nauðungarflutningum í Kristnes. Nú hefur gamla fólkið ekki lengur sín einkaherbergi heldur verða að deila með öðrum. Það missir starfsfólkið sem það þekkir og hefur sinnt því til þessa. Þetta er skelfileg meðferð á fólki. Ómannúðlegt og ófaglegt. Ófyrirgefanlegt.
Veit samt að því verður vel sinnt á Kristnesi.
Helvítis fokking fokk.
6.1.2009 | 16:11
Þetta lögfræðiálit þarf að birta.
........................Við skríllinn eigum rétt á að fá þetta álit birt óstytt. Takk fyrir. Hérna er eitthvað sem þolir ekki dagsbirtu.....það er ég sannfærð um.
Hafi ríkisstjórnin ekkert að fela fyrir okkur sem borgum brúsann ætti ekki að vera neitt til fyrirstöðu að birta þetta.
Ég held að friðurinn sé úti á Íslandi.
Vonlaust dómsmál gegn Bretum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
5.1.2009 | 07:38
Fjárframlög til flokkanna aukin í nýjum fjárlögum.
........................Ég hef ekki lesið fjárlögin. En í gær las ég glefsur úr þeim á blogginu hennar Láru Hönnu. Niðurskurðarhnífnum er beitt harkalega víða. Innlagnargjald á sjúklinga 6000 krónur gera mig alveg brjálaða
En þeim þótti ástæða til að auka fjárframlög til flokkanna úr 310 milljónum í 371.5 milljónir.
þetta er athyglisvert. Hins vegar er svo búið um hnútana að ný framboð geta ekki fengið stuðning. Það er nánast ekki hægt að koma með nýtt framboð. Núsitjandi flokkar hafa með lögum tryggt sig gegn mótframboðum svo huggulegt sem það nú er!
Ég er á því að við þurfum nýtt afl hér sem hefur það að meginmarkmiði að uppræta spillingu og stefna að jöfnuði í þjóðfélaginu. Í stjórnartíð Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks jókst ójöfnuður jafnt og þétt og álögur á þá sem minnst máttu sín voru auknar. Skattbyrði jókst á þá lægstlaunuðu. Álögur á sjúklinga voru auknar. Spillingin grasserar sem aldrei fyrr. Flokkarnir hafa raðað sínum mönnum í allar æðstu stöður. Án tillits til hæfis. Dómskerfið er illilega mengað af flokksgæðingum. Þetta hefur haldið áfram í skjóli Samfylkingar. Sem mér finnst mjög miður.
Við getum ekki haldið áfram sem þjóð nema að gjörbylta öllu stjórnkerfinu.
Hér þarf hugarfarsbyltingu.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (27)
5.1.2009 | 00:11
2 dagar eftir.
...............Hvað gera "stjórnvöld."? Ég set þau inn í gæsalappir því þau vinna ekki lengur í umboði þjóðarinnar. Tilfinningin er sterk fyrir því að hér sé verið að fela eitthvað...............eða er bara rolugangurinn og sofandahátturinn svona mikill?
Þetta má ekki klúðrast.
Fresturinn að renna út | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |