Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Það er sláturtíð á Gaza.

................Það er verið að slátra börnum og óbreyttum borgurum. Að sjálfsögðu fordæmir utanríkisráðherra þetta.  Það hljótum við öll að gera.  Nema menntamálaráðherra Íslands  þorgerður Katrín. Hún treysti sér ekki til að fordæma slátrun á börnum.   Segið mér að mig hafi dreymt það. Segið mér að við höfum ekki slíkan einstakling í stjórn landsins sem þorir ekki að fordæma þetta.

 

Það eru villimenn í báðum liðum.  En þjóðir heims geta ekki horft á þetta án aðgerða. Ég neita að trúa því.


mbl.is Fordæmir innrás á Gasa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Í úða á Austurvelli.

,,,,,,,,,,,,,,Enn brá ég mér á Austuvöll.  Á mótmælafund.   Virkilega góður fundur, engir Klemenssynir að ógna fólki í dag.  Er búin að vera mjög hugsi yfir framferði þeirra á Gamlársdag.  Bar ekki lögreglu að fjarlægja þá?   Ég vissi ekkert hverjir þeir voru þegar ég sá fyrstu myndirnar af þeim.  En annar er hagfræðingur í Seðlabankanum en hinn svæfingarlæknir. Læknirinn vinnur við að bjarga mannslífum.

En hann ber ekki meiri virðingu fyrir fólki en svo að hann gekk um og ógnaði fólki á Gamlársdag.  Mér er um og ó.

Fínar ræður voru fluttar í dag. Dagný Dimmblá 8 ára stal senunni.  Flutti eigin ræðu af skörungsskap. Ég hitti pabba hennar áður en barnið fór í pontu.  Hann sagðist hafa velt mikið fyrir sér hvort hann ætti að leyfa þetta.  Ég sé hér á blogginu að margir gagnrýna þetta harkalega.  Mér finnst þetta í góðu lagi. Þetta skaðar hana ekki á nokkurn hátt og pabbi hennar kippti henni strax út úr sviðsljósinu  að ræðu lokinni. Mér fannst þetta bara skemmtileg uppákoma á friðsælum og skemmtilegum fundi.

Ég hitti nokkra bloggara í dag.......gaman að því.

Fjöldinn?   Við giskuðum á ca 4000.  Talan 1500 er fráleit. Austurvöllur var fullur af fólki. Á öllum aldri.


mbl.is Mótmælt á Austurvelli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mótmælafundur á Austurvelli klukkan þrjú í dag

Bara hér til að minna á fundinn.  Klæðið ykkur vel! Það er blautt!

Friðsöm mótmæli skila árangri.

Sjáumst.


Mótmæli gegn mótmælendum.

    Hörmung er að lesa um öll þau skemmdarverk sem framin hafa verið í kringum áramótin. Enginn hefur hag af skemmdarverkum eða líkamsmeiðingum.

Orð eiga að vera beittustu vopnin.

Verum friðsælir mótmælendur áfram. Það hefur áhrif.


mbl.is Ráðist gegn Nornabúðinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Maður ársins 2008

...............Hörður Torfason er vel að titlinum kominn.  Hann hefur haft veg og vanda að mótmælafundunum á Austurvelli og ávallt lagt áherslu á að þau séu friðsamleg.  Hafi hann þökk fyrir.

Einnig ber að þakka þeim sem staðið hafa að borgarafundunum Gunnari Sigurðssyni, Davíð og fleiri.

Þetta eru hetjur ársins.

Nú malar GHH í sjónvarpinu og mér finnst það bara pínlegt.  En hann talaði um baráttuandann í Íslendingum og engin hætta er á að sá andi verði ekki virkjaður á nýju ári.   Vonandi fer Geir í laaaangt frí 2009.


mbl.is Hörður Torfason maður ársins á Rás 2
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Blysförin frá Stjórnarráðinu að Hótel Borg.

...............Við mættum galvaskar ég og Sigrún Jóndóttir bloggvinkona. Mætingin betri en við áttum von á á Gamlársdag.  Áberandi hversu margt fullorðið fólk tók þátt í þessu í dag. Neyðarblysum var skotið upp og kallaði fólk eftir hjálp.   Má segja að Austurvöllur hafi verið reykfylltur í dag. Ætlunarverkið var að trufla útsendingu á Kryddsíldinni og það tókst en ég harma að unnin voru skemmdarverk.  Við yfirgáfum sviðið til að fá okkur heitt súkkulaði í grenndinni.  Þá sáum við sjúkrabílana koma að. Við fórum heim áður en þessu lauk og urðum aldrei varar við nein læti. Við vorum stoltar að því að taka þátt í dag.

Ég vona að þið eigið skemmtilegt Gamlárskvöld.


mbl.is Kryddsíld lokið vegna skemmdarverka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Blysför og hávaði.

....................Ég undirrituð hin hægláta húsmóðir í Austurbænum ætla að Stjórnarráðinu í dag. Klukkan 13:30. Þaðan verður gengin blysför að Apotekinu og stjórnvöldum mótmælt.  Mætum sem flest!!!!!!!!

Eigið góðan Gamlársdag og enn betra kvöld......svo ég tali nú ekki um nóttina!

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 


Annmarkar.

...................Það er einmitt það já.

Ég kalla það spillingu.  Eins og svo margar ráðningar aðrar. Ólíðandi með öllu.

Þessu ætlum við að breyta á nýja Íslandi.

Þetta mun ekki líðast í framtíðinni. Þjóðin er glaðvöknuð.


mbl.is Annmarkar á skipun dómara
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þá lengist röðin hjá mæðrastyrksnefnd.

.........................þeir eiga allir að taka hatt sinn og staf.

Svo á að ráða einn seðlabankastjóra sem er doktor í hagfræði og ótengdur pólitísku starfi. Ég trúi því að það muni gerast.  Afhverju þarf þrjá seðlabankastjóra á Íslandi á meðan einn dugir víðast hvar? Ég trúi heldur ekki að okkur verði boðið upp á það í framtíðinni að SÍ sé notaður sem vistunarúrræði fyrir útbrunna stjórnmálamenn.

Megi árið 2009 vera ár hinna miklu hreinsana.


mbl.is Laun seðlabankastjóra lækka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Veðurguðirnir með mótmælendum

......................Var að hugsa um það í dag þegar ég stóð á Austurvelli í 10. sinn hve veðurguðirnir hefðu í raun verið okkur hliðhollir.  Stundum hefur verið kalt en aldrei neitt óveður.  Veit ekki hvort ég myndi leggja á mig að standa þarna í hríðarbyl.  Í dag var tiltölulega hlýtt.  Fór svo og fékk mér kakó í Borgartúninu þar sem margt var spjallað....bara skemmtilegt. Þarna mætti fólk úr öllum flokkum.

Næstu mótmæli verða á Gamlársdag............meira um það síðar.

Góða helgi


mbl.is Nokkur hundruð á Austurvelli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband