Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
27.12.2008 | 13:39
Austurvöllur klukkan þrjú í dag!
.....................Rísið upp úr sófunum og skundið á Austurvöll til að mótmæla ástandinu.
Allir hafa gott að því að koma aðeins út....smáhvíld frá konfektinu.
Sjáumst.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
22.12.2008 | 22:08
Það tekur því ekki að skipta út ráðherrum
............það er svo stutt eftir.
............Eftir áramót mun krafan um afsögn stjórnarinnar verða háværari.
...........Æ fleiri fá strípaðar atvinnuleysisbætur eftir áramót sem eru víst 105 þúsund á mánuði.
...........Reiði almennings magnast eftir hver mánaðamót héðan í frá.
...........Söfnum kröftum yfir jól og áramót.
Geir: Engar ráðherrabreytingar fyrirhugaðar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
22.12.2008 | 12:48
Sleeping Beauty
...............Snúðu þér bara á hina Geir....það er hvort sem er of seint fyrir þig að vakna núna.
Hvar voru allir?
Eða kom aldrei þetta tilboð?
Ég vil fá einhverja glaðvakandi til að leiða okkur í gegn um þessa kreppu.
Vissi ekki af tilboði FSA vegna Icesave | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
22.12.2008 | 10:29
319.756 manns búa á Íslandi.
................Hrædd um að það verði mikil fækkun á næsta ári. Hversu margir ákváðu að þrauka fram yfir jól en taka svo flugið í janúar og febrúar?
Þarf ekki að banna getnaðarvarnir?
Annars ætla ég að halda í jólaskapið sem ég fann í gær. Til þess þarf maður að stinga hausnum ofan í sandinn eins og strútarnir sem eru við völd gera.
Kisa fer í fötin sín
fá vill hún um jólin
kaffi, brauð og brennivín
og bót á grá kjólinn.
Og nú fer ég að baka piparkökurnar sem dæturnar áttu að vera búnar að baka fyrir lifandis löngu.........
Íbúum fjölgaði um 2,2% á einu ári | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
20.12.2008 | 16:54
Mótmælin í dag.
.............Enn mættum við Sigrún á Austurvöll þar sem við þögðum í 11 mínútur. Hjá okkur voru Jóna Kolbrún og Lára Hanna sem er að verða okkar besti fjölmiðill.
Eftir að þögninni lauk var baulað á Alþingi og eitthvert skókast var í húsið. En það var svolítið sérstakt í dag að fólk hreyfði sig ekki þótt fundi væri lokið. Fólki finnst greinilega gott að finna samstöðuna sem er í hópnum.
Næsti fundur er svo 27. desember. Í greininni er talað um að það sé eftir jól. Hjá mér eru jól fram á þrettándann.
Hér eftir verða mótmælin ekki þögul.
Þögul mótmæli á Austurvelli | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (16)
20.12.2008 | 01:18
11 mínútna þögn
................á morgun er enn einn mótmælafundurinn á Austurvelli. Einnig verður fundur á milli jóla og Nýárs.
Ég held ég sé búin að mæta þar í átta skipti af því að ég trúi að það skipti máli. Ég held að þessi mótmæli hafi þegar breytt vinnubrögðum. Hef einnig setið 3 Borgarafundi. Þeir hafa verið mjög fræðandi.
En nú viljum við halda jól með fólkinu okkar....mætum tvíefld eftir áramót. Við getum ekki hætt. Það er allt of mikið í húfi............framtíðin!
19.12.2008 | 23:12
SPROTAFYRIRTÆKI
Kannski það eina sem borgar sig í dag. Kanski ætti að gera þennan íslenska iðnað löglegan? Nú er búið að ákveða svo mikla hækkun á áfengi og tóbaki þannig að þetta er framtíðin. Brugg og heimaræktun. Til hamingju stjórnvöld.
Lagt hald á yfir 150 kannabisplöntur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
19.12.2008 | 19:37
Segja af sér?
Hvað er að þeim þarna í Belgíu? Þeir eru að hugsa um að segja af sér vegna deilna Vegna banka sem lenti í vandræðum.
Æ já þetta flokkast víst með siðuðum vestrænum ríkjum þetta land þeirra.
Þetta virðist óhugsandi hér á hjara veraldar. Enda á ystu mörkum hins siðaða heims. Eða kannski aðeins fyrir utan............
Leggur til að ríkisstjórn Belgíu segi af sér | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
19.12.2008 | 10:59
Farið bara heim strax
..............og þið þurfið ekkert að mæta aftur. Það reddast.
Svo förum við bara í símaskrána og köllum til 30 nýja þingmenn til að sitja fram að kosningum í vor. Setjum utanþingsstjórn líka til vors.
Þá er hægt taka vel til.
Vilja heim um miðnætti | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
18.12.2008 | 23:36
Markvisst unnið að því að koma fólki úr landi?
...........Mér sýnist það á flestu sem ríkisstjórnin tekur sér fyrir hendur.
Enda gæti það sparað mikið í t.d. Heilbrigðiskerfinu og víðar. Svo maður tali nú ekki um atvinnuleysisbæturnar. Þær aðgerðir sem nú þegar hafa verið ákveðnar munu hrekja þúsundir á brott.
Ég vil fá nýtt fólk til að stjórna landinu. Núverandi stjórnvöld eru vanhæf og rúin trausti.
Mótmæla skattahækkunum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |