Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
29.10.2008 | 13:17
18 % stýrivextir
......hækkunin er EKKI að kröfu IMF. Heldur heimatilbúin hryðjuverk. Sem ISG styður og margir hagfræðingar.
Það getur ekki verið rétt aðferð að hækka vexti þannig að þúsundir séu sviptir lifibrauðinu og heimilum sínum. Ekkert fær mig til að skilja það. Ekkert.
Við þurfum nýja stjórn strax.
29.10.2008 | 10:36
Ef ég einhvern tímann eignast pening
......og kemst til útlanda mun ég leyna því hvaðan ég kem. Ég hef alltaf verið stolt af því að vera Íslendingur. Það stolt hefur verið tekið frá mér.
Mín framtíðarsýn var sú að nú gæti ég farið að skoða heiminn.....börnin orðin nógu gömul til að skilja þau eftir. Ég ætlaði að eyða öllum mínum aurum í þetta. En framtíðin er komin á hvolf. Og maður getur víst bara sagt "takk" ef maður getur borgað sínar skuldir. (sem eru í míni tilfelli bara vegna lítillar íbúðar) Og átt fyrir mat líka. Hvílikur lúxus.
Ég mun alvarlega skoða þann möguleika að komast burtu héðan...og margir í kringum mig eru að því. Við erum ekki tilbúin að borga fyrir sukkið sem viðgengist hefur hér. Það er algerlega ólíðandi að þeir sem hafa stigið varlega til jarðar og ekki tekið þátt í lífsgæðakapphlaupinu séu nú látnir blæða.
En við erum svo sem ekki eina þjóðin sem hefur þurft að flýja land vegna afglapa stjórnvalda.
![]() |
Starfsmenn Sterling reiðir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
29.10.2008 | 02:27
Úrslit næstu kosninga
.......hvernig verða þau ? Flestir virðast á því að þjóðin verði að fá að kjósa fljótlega. Ríkisstjórnin þarf að klára að ganga frá "fyrstu hjálp" í þessu gjörningaveðri en ætti síðan að stíga til hliðar. Mér finnst líklegt að VG fái góða kosningu og FF bæti við sig. Framsókn nær sér ekki á strik. Sjálfstæðisflokkurinn verður örflokkur, jafnvel í tvennu lagi og fylgi Samfylkingar mun dala eitthvað frá síðustu kosningum. En það sem ég er hrædd um er að það verði urmull af nýjum framboðum og að erfitt verði að mynda nokkra stjórn......stjórnarkreppa. Og að það þurfi kannski 4-5 flokka stjórn. Sem er að því leyti gott að það komast mörg sjónarmið að. Það væri vissulega gaman að sjá eitt nýtt sterkt framboð....með fólki sem ekki hefur komið nálægt pólitík. Þar sem fagfólk raðaði sér í efstu sætin. Fólk sem hefur menntun sem nýtist í því starfi að stjórna landinu. Ég vil að það verði kosningaloforð að almenningur fái tækifæri til að koma meira að ákvarðanatöku um stór mál og að þjóðaratkvæðagreiðslur verði sjálfsagðar. Nú dugir ekki lengur að segja að við höfum ekki vit á hlutunum nema rétt fyrir kosningar.
Upplagt er fyrir næstu kosningar er að ákveða að fækka þingmönnum og leggja niður störf aðstoðarmanna. Og nauðsynlegt er að fella niður lífeyris-ósóma lögin....og gera það afturvirkt.
Hvað haldið þið?
28.10.2008 | 22:31
Styttist í þetta hér?
![]() |
Átök í Kaupmannahöfn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
28.10.2008 | 13:41
Þetta er eins og þjóðarmorð
Hvað getum við gert? Ég hreinlega lít svo á að ég hafi verið rekin úr landi. Ég get ekki lifað hér við þessi skilyrði. Græðir einhver á því að koma okkur á vonarvöl? Ég held ekki. Ég er hrygg og reið.
Nú krefst ég þess að einhver axli ábyrgð á því að hafa komið okkur í þessa stöðu.
Verðtryggingu lána verður að afnema strax í dag.
![]() |
Vextir gætu hækkað meira |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
28.10.2008 | 12:23
Atlantis er sokkið
..........Nú þurfum við neyðaraðstoð umheimsins til að koma okkur héðan.
Ef þessi vaxtahækkun er vegna "aðstoðar" IMF þá hafa bæði Geir og Ingibjörg logið því að þjóðinni að skilyrði sjóðsins séu ekki óaðgengileg.
Ég æli ef ég heyri einhvern tímann framar talað um " trausta efnahagsstjórn"
Hvenær ætlar fólk að axla ábyrgð og víkja? Ef ekki þegar þjóðin er komin á vonarvöl.
![]() |
ASÍ: Of stórt skref stigið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
28.10.2008 | 11:38
Þetta er mjög einfalt dæmi
Landið er orðið óbyggilegt. Við sem höfum baslað hérna á þessu landi sem er á mörkum hins byggilega heims vegna veðurskilyrða höfum verið gerð brottræk. Þúsundir munu missa vinnuna vegna þessara aðgerða......og þúsundir heimila verða gjaldþrota. Er til nægilegt fé í Atvinnuleysissjóði? Það mætti segja mér að öryrkjum fjölgaði mikið á næstunni. Þetta er bara búið spil.
Nú er bara að pakka og koma sér í burtu.
![]() |
Vilhjálmur: Vaxtahækkunin áfall |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
28.10.2008 | 10:17
Gjöreyðingarvopn
![]() |
Stýrivextir hækkaðir um 6 prósentur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
27.10.2008 | 23:58
Flótti frá raunveruleikanum
.....Dómsmálaráðherra segir allt Evróputal sé flótti frá rauveruleikanum. Það má bara vel vera. Veruleikinn eftir stjórn sjálfstæðisflokksins í 20 ár er svo skelfilegur að fólk gerir allt til að flýja hann.
En hvernig er hægt að vera á móti því að skoða kosti þess og galla að ganga í sambandið? Og leyfa fólki að vera með í umræðunni. Það er mikill hroki að þora ekki að leyfa fólki að mynda sér sjálft skoðun á þessu. Ég persónulega er hrifnari af hugmyndinni um einhvern norrænan gjaldeyri. En ég er viss um að við værum betur sett í dag hefðum við gengið í ESB.
27.10.2008 | 20:22
ÉG FREISTAST TIL AÐ TRÚA ÞVÍ
......Ég er sannfærð um að stjórnvöld / seðlabanki gerðu þarna stærstu mistök Íslandssögunnar. Og því fráleitt að láta sama fólk "leiða " okkur út úr þrengingunum. Er ekki búið að bjóða okkur nóg?
Um leið og þessi lánamál eru frágengin þurfum við nýtt fólk í SÍ, Fjármálaeftirlit og ríkisstjórn. það þarf að reyna aðbyggja upp traust á þessum stofnunum.....en það er sannarlega fyrir bí.
![]() |
Misráðin ákvörðun sem endaði með skelfingu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |