Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Martröð á Royal Marsden

Það er skelfileg tilhugsun ef upp kæmi eldur á Landspítala. Þrengslin eru slík að það yrði mjög erfitt að rýma. Rúm við rúm á göngunum. Og stór hluti fólks kemst ekki ferðar sinnar af sjálfsdáðum

Sofandi á verðinum

Ekki gat ég séð að lækkun matarskatts skilaði sér til okkar neytanda. Á Droplaugarstöðum hækkaði matarverð til starfsmanna þegar ;lækkunin tók gildi:. Virðisaukaskattur var lækkaður af bókum en bækur eru hreint ekkert ódýrari. Hér þarf að efla neytendavernd og meðvitund neytenda. Enginn nefnir lengur verðkönnunarkjöt. Allt fallið í gleymskunnar dá. Svona erum við Íslendingar látum alltaf vaða yfir okkur á skítugum skónum.........

Bhutto og Castro

Bhutto gekk beint í opinn dauðann. Það þurfti engan spámann til að sjá það fyrir. En þær fréttir hafa borist að Castro eyði 4 klst á dag í líkamsrækt. 2x2klst. Ekki myndi ég orkaBlush. Castro er að byggja sig upp fyrir framtíðina. Ég er að hugsa um að hreyfa mig 10mín á dagx2

 

 

 

 


Skipun í dómaraembætti

Ungur maður hefur verið skipaður í embætti sem 3 aðrir voru taldir hæfari til. Sérvalin nefnd á launum mat hæfi umsækjenda. Nú hef ég engar forsendur til að meta hæfi eða vanhæfi þessara manna. Og  mér finnst hrokafullt af dýralækninum að telja sig dómbærari en nefndin. Þetta virðist fullkomlega dómgreindarlaus ákvörðun. En það myndi sparast mikið við að leggja af þessar nefndir fyrst ekkert er gert með álit þeirra NEMA ÞAÐ FARI EFTIR FLOKKSLÍNUM OG ÆTTARTENGSLUM. Nú  held ég líka að ungi maðurinn sé svo ungur að árum að hann geti vart talist mikill reynslubolti. Spillingarlyktin er megnari en skötulyktin.

Jólagjöf til starfsmanna Lsp.

Setti inn færslu fyrr í nótt um jólagjöf til starfsmanna Lsp. Gjöfin sú er áframhaldandi mannekla og þó verri vegna þess að engir verða ráðnir nýjir fyrir þá sem hætta. En bloggið gufaði svo bara upp. þetta hefur gerst áður. Friðsæl næturvakt. Nokkrir pólverjar voru að bóna gólfin í kringum mig fram eftir nóttu. Góðar stundir.

Niðurskurður á Landsspítala

  •  
    • Já nú á að spara á Lsp. Eftir mikla manneklu og álag fær starfsfólk jólagjöfina í ár. Ekki verður ráðið inn fleira starfsfólk, vonast er til að ekki komi til uppsagna!!!!   Þrældómnum linnir ekki.                              En skatan mín er komin í hús og hnoðmörin líka.                                                                                    

Verslunarleiðangur

Skrapp inn í nýja Hagkaupsverslun í Holtagörðum í síðustu viku. Ég reyndi að fá aðstoð þriggja starfsmanna en vegna tungumálaörðugleika gat ég enga þjónustu fengið. Þetta var vonlaust. Fór út úr versluninni með 2 poka, 3 bækur og lítiræði af mat. Borgaði heilar 22 þús. Ég er enn í áfalli eftir þessa ferð og ætla ekki þarna aftur. Tek fram að ég versla gjarnan í öðrum Hagkaupsbúðum. Mér finnst að matvara sé þarna ansi dýr. Eins held ég að mér höndum í Nóatúni og 10-11. Getur verið að meira sé lagt á vörur í desember en aðra mánuði, í trausti þess að í öllum hraðanum geri fólk sér enga grein fyrir því??

Rán á Pósthúsi

Fór í Pósthúsið í dag.Þar kom inn kona með bækur í poka. Lagði þær frá sér á meðan hún skoðaði umbúðir. Þegar hun svo ætlaði að grípa pokann var hann horfinn. Sama kom fyrir vinkonu mína í Hagkaup á dögunum, var búin að borga fyrir vörur í poka en lagði hann frá sér augnablik. Hann hvarf. Þetta er óþolandi. Annars voru nýjustu tíðindi Fréttablaðsins í dag þau að það ætti að loka Alzheimerdeild á Landakoti vegna niðurskurðar. Og menn hreykja sér af 83milljarða tekjuafgangiAngry  Ég er að hugsa mig um að bjóða mig fram sem einræðisfrú í næstu kosningum. Ég ætla að nota þessa milljarða.

Útlend rigning og spítalar

Á leið minni heim úr vinnu lenti ég í þvílíku skýfalli. Þessi rigning passar alls ekki við íslenskan vetur, það var ekki einu sinni kalt. Skrýtið desemberveður. Átti eitt aðfangadagskvöld í Kaupmannahöfn fyrir margt löngu og þá rigndi ógurlega og var ekki jólalegt. Gaman að sjá jólaljósunum fjölga dag frá degi. Veitir ekki af í skammdeginu. Óskaplega er dimmt. Fyrri part dagsins vann ég á barnadeild. Þar er margt til og margir boðnir og búnir að gefa barnaspítalanum gjafir og börnunum glaðning.Sem er ánægjulegt. Kvöldvaktina tók ég á öldrunarstofnun. Það mættu nú einhver félagasamtök finna hjá sér hvöt til að gleðja og bæta líf gamla fólksins. Annars las ég loks grein í fréttablaðinu um aðstöðuna á hjartadeild Lsp. Þar held ég sé virkileg þörf á að hafa ró og næði. Sáuð þið myndina á forsíðu föstudagsblaðsins?  Ég hef sjálf legið á spítalagangi, stöðugur erill, engin hvíld. Öll aðstaða er löngu sprungin.Það átti aldrei að leggja niður Landakotsspítala sem var manneskjulegasti spítalinn. Alltaf eru misvitrir stjórnmálamenn að ráðskast með það sem þeir hafa ekki hundsvit á. Ég legg til að við notum eitthvað af tekjuafgangi ríkissjóðs í þágu okkar allra og setjum aukið fé í heilbrigðiskerfið.

Hálshöggnir

Þrátt fyrir mikinn vind í gær lét ég mig hafa það að fara niður í bæ. Mikið rusl var á fleygiferð um alla borg. Dapurlegustu afleyðingar veðurssins sá ég þó hangandi utan á Eymundsson, 2 afhöfðaðir jóasveinar feyktust þar til og frá. Þeir voru hálfóhugnarlegir. Annars vil ég benda á blogg Þórs Þórunnarsonar sem er að skrifa góðar greinar sem allt of fáir lesa. Eins og fram kom í Fréttablaðinu mun plássum á Grund fækka á næstunni vegna breytinga. Við það mun vandi Lsp aukast. Erfiðara verður að útskrifa aldraða sem ekki geta séð um sig sjálfir. Það þarf stórátak í vistunarúrræðum aldraðra. Og það þarf að stórbæta laun til að fólk endist í umönnunarstörfum. Starfsmannavelta er víða mikil, fólk fer þegar það finnur betur launuð störf. Ég tel að grunnlaun fullorðins fólks megi ekki vera undir 200þús. Hvernig á fólk með 140þús að borga 150þús á mán. fyrir húsnæði? Það verður að gera fólk sjálfbjarga. Með hærri launum ætti biðlistar eftir félagslegum úrræðum að styttast. Það er skammarlegt að fólk sem vinnur fulla vinnu við umönnun þurfi að leita til hjálparstofnana til að hafa í sig og á. Verkalýðsforystan er að gera kröfur um 150þús lágmarkslaun. Það er fáránlegt að ætla fólki að lifa af því. Lágmarkskröfur ættu að vera 200þús. Og ekki eru það nú nein ofurlaun. Jæja ég veð úr einu í annað og set punkt. En mikið hlakka ég til að borða skötuna.....


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband