Færsluflokkur: Tónlist
21.12.2008 | 19:56
Ég fann jólin í Iðnó.
..............Fór í dag á jólatónleika í Iðnó. Þar voru Björg Þórhallsdóttir sópran og Árni Heiðar Karlsson píanóleikari.
Þetta var hreint út sagt yndislegt enda bæði sannir listamenn. Ég hef enga heyrt syngja Ave María (Kaldalóns) betur. Ég fékk gæsahúð og tár í augu! Björg hefur svo fallega rödd og er auk þess stórglæsileg á sviðinu. Ég held áfram að hlusta á Björgu í kvöld hér heima. Ætla að hlusta á jóladiskinn hennar: Himnarnir opnast...jólaperlur.
Það er líka gaman að koma í Iðnó. Húsið er svo fallegt ekki hvað síst í jólabúningi.
Tónlist | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
6.10.2008 | 02:25
I am a joker
........það fyrsta sem kom upp í huga minn þgar ég las fréttina var
Ekki þörf á aðgerðapakka | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Tónlist | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
9.8.2008 | 13:52
Clapton tónleikar í Egilshöll
Músíkin var náttúrulega bara hrein snilld.
En hitastigið í höllinni var þannig að einhverjir hreinlega flúðu. Ég hélt á tímabili að ég væri komin til Auswitsh (kann ekki að skrifa það). Fyrir tónleikana ákvað ég að ná mér í einn bjór. Fór í langa röð og stóð í henni í 25 mín. og hafði þá mjakast um 0.3 metra eða svo. Gafst upp ætlaði ekki að missa af neinu. Ég fór líka í langa röð til að komast á WC og í aðra langa til að komast af WC. Jæja þegar ég hafði hlustað á nokkur lög var mér orðið svo heitt að ég hreinlega varð að fara úr salnum. Sá ég að myndast hafði ný röð og farið var að selja vatn. Náði mér í vatnsflösku á 300 krónur. En þetta hreinlega bjargaði lífi mínu. Frændi minn og kona hans voru þarna......konan var að gefast upp vegna hita og stóð litlar 45 mín í röð til að ná sér í vatnsflösku.........Það þyrftu að vera vatnskranar þarna. Næst fer ég með tóma flösku með mér og set vatn í hana á snyrtingunni
Þegar langt var liðið á tónleikana var opnað út og súrefnið streymdi inn, þvílíkur unaður.
Tvisvar á þessu ári hef ég verið fundin sek um að smygla vatni. Á Heathrow var ég gripin, taskan mín opnuð....þar var vatnsflaska sem ég hreinlega var búin að gleyma að væri í töskunni. Ég fékk reyndar færi á að drekka vatnið en eldspítustokkur var hins vega tekinn af tollvörðum. Það má nefnilega bara ferðast með einn stokk en í töskunni vorur tveir.
Vísvitandi setti ég hins vegar vatnsflösku í töskuna mína áður en ég fór að hlusta á Bob Dylan. Þá var leitað í töskunni og vatnið fjarlægt. Ekkert var skoða í töskuna mína í gær svo ég hefði getað smyglað vatni........
Annars......þegar ég fer til sólarlanda með dæturnar frysti ég alltaf nokkrar flöskur með vatni og set í ferðatöskurnar. Það má. Hef farið með allt upp í 4 lítra af vatni með mér. Það er algerlega dásamlegt að drekka ískalt íslenskt vatn þegar komið er á leiðarenda. Það er ennþá ís í því jafnvel eftir 10-12 tíma ferðalag. Best að frysta nokkrar núna !!
Tónlist | Breytt s.d. kl. 22:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
8.8.2008 | 12:38
MIKIÐ HLAKKA ÉG TIL
Clapton er mættur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Tónlist | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.7.2008 | 14:27
út í sólina með ykkur!!!!!!!!!
Tónlist | Breytt s.d. kl. 14:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)