Færsluflokkur: Tónlist

PSYCHO KILLER


Doors

Búin að gefast upp á að setja Clapton inn.


......og jörðin nötraði

.......Við bróðurdóttir mín röltum inn í Laugardal um 8-leytið í kvöld og hlustuðum á SigurRós og Björk. Jörðin nötraði undir okkur....hlýtur að vera holt þarna undir. Við skemmtum okkur hið besta en betra hefði verið að taka vettlingana sína með og jafnvel sængina.  Fórum heim áður en tónleikarnir voru búnir því frænkan var að falla í blóðsykri. Ég heyrði tónlistina alla leiðina heim og horfði á rest á mbl.is.....og sá þá miklu betur!!!  Gaman að sjá þarna fólk á öllum aldri. Litlu börnin dönsuðu....hundar geltu og eldri borgarar dilluðu sér.

Nú vona ég að þeir sem komu til að hylla Íslenska náttúru hirði upp bjórdósirnar sínar. Það er engan veginn við hæfi að skilja eftir ÁLDÓSIR

 

 

 


Enn er kominn laugardagur

heyrði brot úr þessu lagi í vinnunni í dag langar að heyra það allt. Tölti svo inn í Laugardal í kvöld til að heyra meiri tónlist.

My way Nina Hagen


(H)eldri menn á laugardagskvöldi.

Hér eru engin ellimörk.

Should I stay or should I go


Ég hækkaði um 10 sentimetra í kvöld!!!!!!!

Já , eftir langa bið tognaði loksins úr mér!!! Ég næ núna upp í efri skápana í eldhúsinu mínu, ég get svo svarið það.  Keypti miða á tónleika Bob Dylan til að heyra hann og SJÁ. Minn miði kostaði 6900krónur. Ég heyrði ágætlega og skemmti mér konunglega....þótt ég saknaði margra laga.  Dylan og hljómsveitin voru í góðu formi. Ég gleymdi mér stundum og fannst ég heyra í Megasi...... En til að sjá þurfti ég aldeilis að teygja mig. Stóð á tám í allt kvöld. Þessi staður hentar ekki fyrir svona tónleika, sviðið er of lágt. Loftleysið var algert.  Það er ekki boðlegt að borga 7000 krónur fyrir að sjá ekkert. Keypti mér 2 litla bjóra samtals 1300 krónur. OKUR. Það er meira en kippa af hálfslítra bjór kostar !!!! Gestir voru á öllum aldri....sá litla skottu og mjög fullorðna konu í hjólastól. Ótrúlega mikið af unglingum og ungu fólki.
mbl.is Ánægðir gestir á tónleikum Dylans
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Góð byrjun á góðum degi

 Ef ykkur vantar að kitla hláturtaugarnar dálítið bendi ég á nýtt myndband Leoncie á visir.is. Hrein snilld.   Fór reyndar einu sinni á óborgalega tónleika með henni sem ég geymi í gullkistu minningannaLoLGrin.    

Í kvöld er það svo Dylan sjálfur. Sem sagt dagur sem byrjar og endar vel.

 

 

 


Miðað við höfðatölu

....................Sigruðum við evróvision. Ekkert meira um það að segja.

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband