Færsluflokkur: Tónlist

Megas til Moskvu ekki spurning

Mikil júróspenna var í loftinu á mínum vinnustað í dag. Til að róa taugarnar voru prentaðar tugir mynda af Friðriki og Regínu, hvatningarorð og íslenski fáninn. Þessu var klesst upp um alla veggi. Og fólk sannfært um að okkar lag væri best.   Blómabændur auglýsa evróvision blómin.  Einhverjum tonnum af snakki hefur landinn gúffað  í sig í kvöld, bjórinn flæðir, grillilmur í loftinu. Það er þjóðhátíð. Og serbarnir syngja núna;  gas, gas. Æi mikið er gott að þetta er búið.............

júróblogg

Á þriðjudagskvöldið þegar fyrri undankeppnin fór fram var ég að vinna og horfði alls ekki á neitt en mikið var ég þreytt á að heyra þessa júrótónlist allt í kringum mig, Sá finnana aðeins með nýja útgáfu af Lordi laginu.  Í kvöld var ég aftur að vinna.......sumir voru allspenntir fyrir keppninni en ekki hún ég. Sá þó að íslensku keppendurnir gerðu sitt besta.....en lagið fellur ekki að mínum smekk..svo vægt sé til orða tekið. Sá líka sænsku botoxdrottninguna.  Ég hreinlega fékk höfuðverk af þessari tónlist sem spiluð var í kvöld svo leiðinleg fannst mér hún. Ég vil fá aukaálag á launin mín ef ég þarf að þola svonaFrown Á laugardaginn vinn ég til kl 20:00, fer heim í strætó svo líklega slepp ég vel það kvöldið. En ég mun standa mína pligt og kaupa eitthvert snakk fyrir dæturnar. Og fá mér bjór.  Og horfa á það eina af þessu sem ég hef eitthvað gaman að en það er stigagjöfin. Reikna þó með að næstu dagar verði dálítið skemmtilegir......því sigurvissa landans mun magnast eins og oft áður.....og þá skemmti ég mér vel.   Það er í raun ótrúlegt hvað fá góð lög hafa komið úr þessari keppni  frá upphafi..... það eru 38 ár síðan ég heillaðist síðast eða þegar Dana söng :All kind of everything...

Ég held að ég muni skemmta mér betur með Dylan á mánudaginn.

 

Islande douce pois


Offramboð á tónleikum/ að velja og hafna.

 Ég hefði gjarnan viljað vera á tónleikum John Fogertys í kvöld.  Hann á mörg skemmtileg lög sem flestir þekkja. Paul Simon á leiðinni...sennilega sleppi ég honum en það væri samt gaman að fara. Næsta mánudag ætla ég að hlusta á Bob Dylan...keypti miða á fullu verði en nú er boðið 2 fyrir einn. Salan greinilega dræm þótt þarna sé mjög merkilegur listamaður á ferð.  Og ég á miða á Clapton í haust en miðar á hans tónleika seldust strax upp. Sá Jethro Tull í haust. Ég er frekar dugleg að fara á tónleika og skemmti mér oftast vel en þetta er dýrt hobbý. Mér skilst að vegna okkar ónýtu krónu eigi tónleikahaldarar frekar erfitt um þessar mundir. Fyrir nokkrum árum var það viðburður ef þekktir tónlistarmenn komu hér en núna  eru margir áhugaverðir tónleikar á hverju ári. Ég hef farið á marga spennandi tónleika í gegnum tíðina og hef lifað á því lengi.  Bara einu sinni borgað mig til útlanda sérstaklega til að fara á tónleika....og það var á Rolling Stones.  Réttlætti kostnaðinn fyrir mér einhvern veginn þannig....so...fer ekki fullt af fólki BARA til að horfa á fótbolta.

Góður laugardagur.

 og gott að hlusta á þetta:


Rolling Stones láta ljós sitt skína.

það verður ekki amalegt að horfa á þetta. Hver þarf á gleðipillum að halda sem hlustar á Stones? Verðugt rannsóknarefni. Við fyrsta tón í Stoneslagi lifnar eitthvað inni í mér. Reyndar hafa Kinks sömu áhrif. Ég er viss um að það er hægt að lækna marga kvilla með svona efni.


mbl.is Rolling Stones láta ljós sitt skína
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jagger

 Ja mikið væri veröldin snauðari ef Vítisenglum hefði tekist að koma Jagger fyrir kattarnef 1969. Svo mikið hefur hann glatt mig í gegnum tíðina. Þvílík upplifun að sjá hann á sviðinu á Amsterdam Arena um árið. Ekki hægt að ímynda sér að þar færi maður á sjötugsaldri. Látlaust hopp og hí í rúmar 2 klukkustundir. Ótrúlegur.

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband