Rolling Stones láta ljós sitt skína.

það verður ekki amalegt að horfa á þetta. Hver þarf á gleðipillum að halda sem hlustar á Stones? Verðugt rannsóknarefni. Við fyrsta tón í Stoneslagi lifnar eitthvað inni í mér. Reyndar hafa Kinks sömu áhrif. Ég er viss um að það er hægt að lækna marga kvilla með svona efni.


mbl.is Rolling Stones láta ljós sitt skína
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Ég hef alltaf frá unglingsaldri dýrkað The Rolling Stones, stóri bróðir vinkonu minnar átti alla Stones plöturnar og stálumst við til að hlusta þegar hann var úti.  Mother´s little helper er uppáhalds lagið mitt með þeim,og hefur verið í yfir 30 ár

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 19.3.2008 kl. 02:48

2 Smámynd: Lilja G. Bolladóttir

Vá, ég elska líka Stones og líka Kinks, hef meira að segja sungið Lola í söngvakeppni ...... Pabbi ól okkur upp í meiriháttar músíkorgiu, þar sem við systkinin lærðum að meta allt frá óperum, Mozart og Beethoven, til þessarrar klassíksu sixtís tónlistar.... og allt þar á milli, og tel ég mig mikið ríkari fyrir vikið  Uppáhalds Stones lagið mitt er: You cant always get what you want... (but if you try, sometimes, you get what you need).....

Lilja G. Bolladóttir, 19.3.2008 kl. 02:57

3 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Þessi lög eru löngu orðin sígild. Klassík.  As tears go by er nú fallegt í meira lagi. Heyrði það á tónleikum, en þeir spila það víst sjaldan. Kannske spiluðu þeir það bara fyrir mig?

Hólmdís Hjartardóttir, 19.3.2008 kl. 09:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband