Gengishrap krónunnar.

Hvað þýðir það fyrir okkur almenna launþega?? Jú verð á innfluttri vöru mun hækka stórlega....Hlaupið út í búð í fyrramálið og kaupið inn áður en allt fer upp himnastigann.....Lánin okkar ,guð minn góður . Erlend lán....hjálpi mér hamingjan.....Ferðalög erlendis....gleymið því..þið eruð hvort sem er sigld nú þegar.  Nýundirritaðir kjarasamningar........ef þið eruð með fleiri en 3 lifandi heilasellur skrifuðuð þið ekki undir en meirihluti gerði það.....það er allt löngu uppurið. Það borgar sig ekki að spara á Íslandi, notið allt lausafé fyrir páska. Á meðan ríkisstjórnin er að dásama íslenska efnahagsundrið erlendis ....finnum leiðir til að losna við ríkisstjórnina og göngum í ESB hið bráðasta.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Ég var mjög hissa að sjá viðtalið við Geir Harde, hann er ekkert stressaður.  Enda á maðurinn góðan vinnuveitanda, Okkur almúgann sem má lepja dauðann úr skel  Hann á allavega fyrir mat, húsnæði og bensíni.  Þá er allt í lagi, mér finnst þetta ákveðin tegund veruleikafirringar!!

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 19.3.2008 kl. 02:13

2 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Ég sá ekki viðtalið. Þeir vita bara ekkert hvað á að gera.

Hólmdís Hjartardóttir, 19.3.2008 kl. 02:16

3 Smámynd: Lilja G. Bolladóttir

Faðir minn er ráðuneytisstjóri í forsætisráðuneytinu, ekki samt pólitískt ráðinn frekar en aðrir embættismenn.... þ.e.a.s. hann er alltaf ráðuneytisstjóri, sama hver er forsætisráðherra. Við rökræðum oft ýmis efnahagsmál, sem honum finnst oftar en ekki, ég engan skilning hafa á. Ég gagnrýni hann, hans störf og ríkisstjórnina oft, en er bara "rökuð" niður með röksemdum hans, sem líka eru oft góðar röksemdir.

Það eru alltaf tvær hliðar á öllum málum, og ég held, að þeir sem vinni við "þetta", séu svo gegnsýrðir af sínum hugsunarhætti og röksemdum, að þeir séu fyrir löngu hættir að sjá það sem við hin sjáum og það sem blasir við okkur á hverjum degi. Þeir sjá þetta allt bara í einhverjum "heildarmyndum" og "hagsemdartölum", þarna stjórna sjónarmið hagfræðinga sem vinna út frá því, að það þurfi að gera það sem er best fyrir heildina, og það þurfi að fórna einhverju fyrir það, sem sagt ríkið þarf að gera það sem er hagkvæmast fyrir heildina og líta fram hjá þeim sem líða fyrir það, þetta er kallað fórnarkostnaður á hagfræðimáli

Lilja G. Bolladóttir, 19.3.2008 kl. 02:48

4 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

É held að þessar gengissveiflur eigi eftir að fara mjög illa með margar fjölskyldur.

Hólmdís Hjartardóttir, 19.3.2008 kl. 09:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband