Færsluflokkur: Vinir og fjölskylda

Átak

Vonandi taka sem flestir þátt í þessu átaki. Því miður verð ég að vinna hefði verið alveg tilbúin að eyða seinnipartinum á morgun í þetta þarfa verkefni. Látum heyra í okkur ef við verðum vör við óeðlilega viðkiptahætti . Látum ekki gabba okkur.

             Það er mikill misbrestur á að þetta sé í lagi. Þarna getum við beitt okkur.


mbl.is Neytendasamtökin með átak í verslunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ía fimmtug

Til hamingju með daginn. Nú þegar bekkjarsystkinin verða fimmtug hvert af öðru átta ég mig á hvað ég var langt á undan í skóla.............. 

50 ára

Gömul vinkona er fimmtug í dag. Sigríður Hulda Richardsdóttir. Sigga ef þú lest þetta óska ég þér til hamingju með daginn. Ég hef hvorki séð þig, né heyrt í þér í mörg herrans ár. Hef séð ættingja þína og spurt um þig. Síðast vissi ég af þér í Kaupmannahöfn. Mig dreymdi þig fyrstu nóttina mína í Hanoi í febrúar sem varð til þes að ég rifjaði upp ýmislegt frá gömlu árunum. Hvor er betri Cat Stevens eða Rod Stewart??? Og við lærðum Jesus Christ Superstar utanað.   Kveðjur


Heima

Eftir 37 klst ferðalag er ég komin heim. Gott að sjá dæturnar. Nú þarf heldur betur að endurnýja kynnin við frú þvottavél, hér er haugur af óhreinu taui og eg bar með mér heim fulla ferðatösku af skítugum þvotti.....og enn á eftir að taka niður grenið hér við innganginn. En ég er himinsæl með ferðalagið mitt. Í víetnömsku er bæði stórt og lítið ð. Borið fram sem d. Gjaldmiðillinn er Ðong. En hvergi fann ég lyklaborð með ð. Dæturnar sveipuðu sig vietnömsku silkisloppunum sem greinilega hittu i mark enda mjög fallegir. Þetta voru eins og jólin fyrir þær þegar ég tók upp úr töskunum og þær alsælar. Búnar að taka til allt nema ungmeyjarsvítuna!!! Ég hef flogið með 4 flugfélögum í þessari ferð. Alls staðar var boðið upp á blauttuskur og fría drykki nema hjá Icelandair. Minnstu matarskammtarnir voru hjá Icelandair. En ég græddi 8 klst hingað frá HongKong og nú er bara að aðlagast hversdagslífinu á ný,stórþvottur á morgun, vinna á mánudaginn.

17. feb. 2008

Urdur 18 ara. Hurra. Til hamingju med daginn


Óleikur

Ég hreinlega stenst það ekki að tilkynna þjóðinni að litli bróðir minn Gaukur á Tounge afmæli í dag. Hann verður mér afar þakklátur fyrir þessa færslu!!!!! Bróðurdóttir mín Ösp á einnig afmæli. Þannig var nú að þegar þessi bróðir minn fæddist lá ég á sjúkrahúsi. Vegna sprungins botnlanga.  Það fyrsta sem ég man eftir aðgerð er að ljósmóðirin kom með þennan dreng og sagði :þetta átt þú:  Ég hélt nú ekki, þó mér hefði verið illt í maganum var ég viss um að ég hefði ekki eignast Whistling barn. Ég var 6 ára.

Hvar er húfan mín?

Við fyrstu sýn virðist vera búálfur á mínu heimili. Ég veit hvar ég legg frá mér hlutina. En samt hverfur allt. Mig vantar naglakippur, naglaþjöl, hárbursta, maskara, sólarpúður, augnskugga,leirtau, glös,hleðslutæki,símann minn, ótal cd-diska,mörg skæri, límband og fleira og fleira. Á morgun geri ég innrás í dyngju gelgjunnar og ég þori að veðja að ég finn þetta allt á gólfinu þar og ýmislegt annað sem ég er ekki farin að sakna. Lagast þetta einhvern tímann???


eyðilegging á Eskifirði

Nú hef ég fengið þær fréttir að heimili bróður míns, konu hans og þriggja ungra dætra varð eldi að bráð í nótt. Sem betur fer sakaði engan. En það er sárt að missa allt sitt. Nú þurfa þau á hjálp að halda. Enginn var heima þegar eldurinn kom upp. Hann á vakt í álverinu, þær hjá ömmu og afa í Fnjóskadalnum. Mikið finn ég til með þeim.

unglingajólaveiki

Á mínu heimili eru 2 unglingsstúlkur. Önnur er perfectionisti hin algerlega öfugt við það. Sú yngri er með herbergi sem er það svæsnasta sem ég hef séð. Geymir flest sitt á gólfinu, fatnað og leirtau með matarleifum. Hún ætlar að gera fínt fyrir jólin;seinna:. Á morgun ætlar hún að vinna, svo varla verður það þá. Steinhissa þegar ég sagðist ekki hafa tíma til að gera herbergið hreint á morgun. Ég er hætt að reyna við herbergið hennar. Hef stundum farið þarna inn og nánast sótthreinsað og hrætt hana á því að ymislegt líf geti nú kviknað við þessar aðstæður. Hin hefur verið í hvíld í allt kvöld með símann við eyrað og spjallað við kærastann....Báðar fylgjast mjög grannt með innkaupum mínum því þar má ekkert klikka. Hvorugri dettur í hug að þær mögulega geti hjálpað til ´við húsverkin. Enda vilja þær vera vel hvíldar um jólin. Ég myndi ekki ;meika þetta: ef ég vissi ekki af skötunni á morgun. Skötufíknin er slík að að um leið og ég verð afvelta af skötuáti á Þorláksmessu tel ég dagana til þeirrar næstu. Ég geri skötustöppu með hnoðmör og geri nógu mikið til að geta fengið mér bita yfir jólin meðan aðrir éta nóasíríus. Dagur heilags Þorláks er dagurinn minn,


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband