Færsluflokkur: Vísindi og fræði
26.2.2008 | 18:56
Össur
þó ekki Skarphéðinsson er sannarlega að gera góða hluti. Ökklabrot eru leiðindabrot. Þetta virðist alger bylting og væntanlega verður hægt að meðhöndla fleiri brot á þennan máta a.m.k. framhandleggsbrot. Ég er alls ekki búin að gleyma aðventunni sem ég lá sem ;gypsy queen, og mátti ekki hreyfa mig.....ótal ferðir á slysadeild til að fá nýtt gifs. Greinilega mikill sparnaður.
Nýjung leysir gifsið af hólmi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
23.1.2008 | 02:55
Rúmrusk í Grindavík
Nokkrir jarðskjálftar hafa verið í Grindavík í nótt sá stærsti 3,9.
21.1.2008 | 01:49
Eldey
Nú er Eldey að klofna og verður væntanlega hægt að fylgjast með því á netinu. Er hugsanlegt að komi flóðbylgja? Ef til vill rétt að steypa upp í hana eins og Kolbeinsey?? Árangurinn er víst ekki svo mikill þar. En kannske er hægt að nota þessa súlubyggð eitthvað. Framsóknarmennirnir sem eftir eru gætu stofnað þarna sjálfstætt ríki. Við hin gætum fylgst með vopnaburði þeirra gegnum vefmyndavélina án þess að vera í hættu sjálf.
30.12.2007 | 03:05
Kári færist í aukana
Já enn ein lægðin. Við lifum á mörkum hins byggilega heims. Björgunarsveitir í viðbragðsstöðu. Jarðskjálftavirkni víða um land. Ég er að verða úrkúla vonar um gos í Typpingunum fyrir áramót.