Færsluflokkur: Spaugilegt
1.4.2008 | 01:12
1. apríl 2008
Ég ætla ekki að reyna að plata fólk hér á blogginu í tilefni dagsins. En í minni vinnu hef ég alltaf verið hraðlygin á þessum degi. Búin að búa til marga sjúklinga með margvísleg vandamál og hefur mér tekist bara vel upp. Svo vel að starfsmenn hafa jafnvel leitað að mínum sjúklingum undir sæng hjá öðrum raunverulegum sjúklingum!!! Og ég get verið alvörugefin með eindæmum þegar ég ætla mér það. Stundum hef ég reitt fólk til reiði.....reiðin hefur þá beinst að stofnunum og yfirmönnum. Fyrir að taka á móti svo drykkfelldum og erfiðum kúnnum og ég ;legg gjarnan inn:. Gjarnan hafa þeir komið á stofnunina í lögreglufylgd. Og alltaf fylgja þeim mikil og erfið vandamál. Nú er ég komin á nýjan vinnustað. Hef legið í skítapest síðan á laugardag en vonast til að vera nægilega brött á morgun til að fara að ljúga að nýjum vinnufélögum og plata þá upp úr skónum. En fyrsta verk í fyrramálið verður að fara í Bónus í Holtagörðum að gera góð kaup því verslunin er að hætta.
Spaugilegt | Breytt s.d. kl. 02:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
10.3.2008 | 12:01
Sakavottorð.
Nú hef ég verið beðin um að skila sakavottorði í fyrsta sinn í lífinu.(nei það er ekki vegna forsetaframboðs). Nú ég fór í morgun og sótti það. 2 orð. Ekkert brot. Ekki myndi nú slysadeildin skrifa undir þetta. Ég hef vissulega framið brot, það hefur bara ekki komist upp um mig. Semsagt hinn fullkomni glæpur. Ég ásamt vinkonu minni stal Royal búðingspakka sem kostaði 26 krónur. Versunin fór skömmu síðar á hausinn og eftir sitjum við með samviskubitið. Jæja á heimleið í fallegu veðri fékk ég smáþyngsli fyrir brjóstið sem gerist gjarnan í svona kulda. Þá áttaði ég á mig hvað ég væri vel búin til himnafararinnar ef ég dytti nú niður dauð. Með bevís upp á heiðarleika í töskunni. Þyrfti ekkert að útskýra fyrir Lykla-Pétri. Ég ætla að að hafa svona vottorð við hendina framvegis.
8.3.2008 | 01:26
8.mars 2008
Til hamingju með daginn allar konur. Í vikunni las ég stjörnuspá fyrir vogina í Séð og heyrt.. Spá fyrir árið í ár. Heljarinnar lesning sem ég er búin að gleyma að öllu leyti öðru en því að að þar var sagt að einhleyp kona í vogarmerkinu væri líkleg til að lenda í sambandi við karl sem hefði aðallega áhuga á peningunum hennar. Þetta þótti mér spaugilegt og sá strax að viðkomandi myndi nú ekki hafa mikið fjármálavit!! En svo fór ég að hugsa og komst að því að hann gæti td. unnið hjá greiningardeild banka.....vaða þeir ekki alltaf villur vega??
7.3.2008 | 01:11
Einn fyrir nóttina
Nýlega lést hjúkrunarfræðingur og fór beina leið til helvítis. Hún var búin að vera í neðra á hálfan mánuð áður en hún áttaði sig á að hún var ekki í vinnunni.
6.3.2008 | 16:49
Eineggja þríburar
Flokkast það ekki sem hópslys????
![]() |
Eineggja þríburar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
26.2.2008 | 17:49
Staurinn lá óvígur eftir
Og hefur þá væntanlega enga björg sér getað veitt.
![]() |
Staurinn lá óvígur eftir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
24.1.2008 | 02:23
Ástþór boðar til blaðamannafundar á morgun
Ég ætla að leggja mig núna og búa mig undir farsa morgundagsins. Það er svo mikið um að vera að maður þorir varla að sofna, gæti vaknað í gjörbreyttu þjóðfélagi.
8.1.2008 | 04:18
indland
Á Indlandi er verið að gelda apa. Verður það einnig gert hér???
8.1.2008 | 02:30
Nagandi óvissa
voru Diana og Dodi hætt saman???? Sjá visir.is
5.1.2008 | 23:20
House
Er mikill aðdáandi House. Ekki orðið svona ástfangin síðan gamli Taggart var og hét. Mér finnst það hins vegar alltaf jafnfyndið þegar læknarnir gera húsleit á heimilum fólks. Hvernig fyndist ykkur ef heimilið ykkar fylltist af snuðrandi læknum á meðan þið lægjuð á spítala??