Færsluflokkur: Spaugilegt
16.7.2008 | 12:17
Hvernig rata þeir?
![]() |
Hvalreki í Bakkafirði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
15.7.2008 | 23:25
Ég er ábyggilega vogmær
fædd í október. Þó er ég ekki þunnvaxin og næ engan vegin þriggja metra lengd. Hef meira að segja komið við á Skagaströnd. En vissulega er ég sérstæð (einstæð...sjálfstæð). Svo mikið er víst að ég fæddist með tálknleifar sem voru fjarlægðar á unglingsárum. Þessar tálknleifar voru framan á hálsi. Þar var lítið gat þaðan sem rann vessi allt til að þetta var fjarlægt þegar ég var 16 ára gömul. Svona er ég nú komin skammt á þróunarbrautinni. Föðurbróðir minn og ömmusystir mín höfðu sama fæðingargalla. En ekki veit ég um fleiri.
En afmælisbarn dagsins er Atli Hreinsson bróðursonur minn....mikill rokkari. Til lukku með daginn
![]() |
Vogmær finnst á Skagaströnd |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
14.7.2008 | 13:34
Meeee meee

![]() |
Ærnar með gemsa og senda SMS |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
12.7.2008 | 20:05
Íslenskir bændur geta margt lært af þeim bresku!!
Spaugilegt | Breytt s.d. kl. 23:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
3.7.2008 | 02:51
Stolinn brandari
Fyrirgefðu Sigrún þennan ritstuld. Mér finnst hann bara svo góður þessi. Prentaði hann út og límdi á dagbókina í vinnunni.
Kani lagðist á sjúkrahús og eftir nokkrar rannsóknir kom læknirinn að spjalla við hann.
" I am your Doctor. Sorry to inform you that you have a brain problem. Your brain is in two parts....left and right. The left part has nothing right in it and the right has nothing left in it.
Spaugilegt | Breytt s.d. kl. 12:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
25.6.2008 | 19:47
Sjáið þið það sem ég sé?
![]() |
Grunur leikur á miltisbrandi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
21.6.2008 | 01:43
1000 Bjarkir
Er það nú ekki fullmikið af þvi góða? En þetta er örugglega heimsmet í klónun og mun vekja mikla athygli og þá gleyma menn hvítabjarnadápunum.
Ég spái því að hvítum hrossum muni snarfækka á landinu í sumar.
![]() |
1.000 bjarkir fyrir Björk |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
5.6.2008 | 13:32
Erica la Tour Eiffel
DV greinir frá því að gefin hafa verið saman við hátíðlega athöfn Erica fyrrverandi hermaður frá San Fransisco og Eiffelturninn í París. Þess er jafnframt getið að Erica hafi átt í ástarsambandi við grindverk. Minnir á karlinn sem átti í kynferðislegu sambandi við hjólhest. Hins vegar varð frúin sem giftist Berlínarmúrnum ekkja við fráfall hans.
Nú er ég farin að líta í kringum mig. Hvernig hljómar Frú Smáralind eða Frú Kringla??
Hvernig skiptast eigur við mögulegan skilnað?
23.5.2008 | 11:06
Lögreglumál
![]() |
Umsátur villisvína |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Spaugilegt | Breytt s.d. kl. 11:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
7.5.2008 | 01:44
Vitlaust talið.
...Eg hef lengi verið sannfærð um að Íslendingar eru miklu fleiri en gefið er upp opinberlega. Hafið þið tekið eftir þegar stóratburðir gerast erlendis er ALLTAF Íslendingur á staðnum til að lýsa atburðinum. Nú var kona í Burma þegar fellibylurinn reið yfir. Ég man sérstaklega eftir jarðskjálftum í Tyrklandi fyrir nokkrum árum. Þá var að sjálfsögðu talað við Íslenska konu sem var á staðnum. Svo fór hún að bera skjálftana saman við skjálftann í Kobe í Japan....hún hafði nefnilega verið þar líka!!
Ef maður skreppur út fyrir landsteinana hittir maður Íslendinga á ótrúlegustu stöðum. Þeir eru bókstaflega allstaðar. Kona stoppaði mig í San Fransisco og bað mig um eld......á íslensku!!!
Nú ef skoðaðar eru verslanir á höfuðborgarsvæðinu sér hvert mannsbarn að þær hljóta að þjóna fleirum en 300þús hræðum. Hér eru seldir fleiri jeppar en á Norðurlöndunum til samans....segir það ekkert um fjöldann sem hér býr? Ég legg til að hér verði gert almennilegt manntal.