Færsluflokkur: Spaugilegt
23.9.2008 | 09:21
Kæra Þjóðarsál.
![]() |
Ötulasti bloggari Malasíu handtekinn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Spaugilegt | Breytt s.d. kl. 09:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.9.2008 | 10:05
Gott að þessir voru ekki hér
........þá hefðu verið fjöldahandtökur við Perluna síðast liðinn föstudag þegar stór hópur fólks ráfaði um á nærbrókunum einum fata í illviðrinu sem þar geysaði.
Allt í nafni góðrar samvinnu
![]() |
Handtekin sökum nektar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
10.9.2008 | 16:06
Taggart á hvurju horni
30.8.2008 | 14:39
Djúpt snortin
Það gleður mitt litla hjarta óumræðanlega að hin djúpvitra bloggfærsla mín frá í gærkvöldi hafi komist undir liðinn "heitar umræður" . Að baki þeirri færslu var mikil vinna og mikið í lagt.
27.8.2008 | 16:31
Í mál við Sigga storm
......Í gærkvöldi sagðist hann búast við smáskúrum í Reykjavík í dag en hér hefur rignt hrosshausum. Ég treysti mér ekki einu sinni út með ruslið en um 2 metra að fara án þess að hafa þak yfir höfuðið.
Ber maðurinn virkilega enga ábyrgð á orðum sínum?
25.8.2008 | 16:18
Hlerað í Peking
Dorrit: "þeir eru flottastir"
Óli: JÁ elskan...þeir eru sómi Íslands sverð þess og skjöldur.
Dorrit: "strákarnir okkar"
Óli: já það er sko satt elskan.....hvað geturðu ekki setið kyrr manneskja?
Dorrit: Ég ætla að fara að knúsa þá dálítið..
Óli: æi sittu kyrr elskan mín
Dorrit svífur á braut til að fagna Íslenskum sigri. " Ísland er stórasta land i heimi" sönglaði hún. Seinna heima á hótelherbergi: Dorrit: Óli minn við verðum að gefa þeim eitthvað....þeir eru hetjur.
Óli: Við höldum Þjóðhátíð. Fáum lúðrasveit....skjótum upp fánum..hrópum margfalt húrra.
Dorrit: Dáldið sveitó finnst þér ekki?
Óli: hva?....svona gerum við á Íslandi.
Dorrit: Getum við ættleitt þá?
Óli: Ertu ekki að grínast elskan?
Dorrit: Eigum við að gefa þeim hring?
Óli: Elskan mín þetta eru alvöru strákar....þeir vilja ekki skartgripi.
Dorrit: Við eigum nú fullt af dóti heima á Bessastöðum....eigum við að hafa partý og leyfa þeim að velja.....getum fengið Sigurrós til að spila og svona....
Óli: Ertu nú alveg að missa þig fiðrildið mitt?
Dorrit: en þessir jólapeningar sem fólk fær fyrir að mæta í vinnuna sína?
Óli: Jólapeningar...hvað ég borga engum neitt....Íslendingar borga mér.
Dorrit: Kjáninn minn ég meina orðurnar...eigum við ekki nóg af þeim?
Óli:Satt segirðu Dorrit mín... ég gæti svo sem hengt á þá pening.....jú ég geri það bara.....geturðu þá ekki farið að sofa....ég er orðinn dauðþreyttur.
Dorrit.: Góða nótt Óli minn.
Óli: Góða nótt.
10 mínútum síðar:
Dorrit: Óli minn ertu sofnaður?
Ekkert svar.
Dorrit: Óli minn.....gætum við farið í hestvagni niður Laugaveginn á undan liðinu?
Ekkert svar.
Dorrit: jæja Óli minn....mér dettur eitthvað í hug...
Óli: Elskan mín...farðu að sofa....ekki hugsa meira....
![]() |
Fálkaorðan bætist í orðusafnið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
13.8.2008 | 18:49
Það er nú einmitt það og það er nú líkast til
Þá er afsökunin komin fyrir því að hafa gifst Herra Röngum. Gott að það var ekki sjálfskaparvíti. Þegar ég hugsa til baka man ég einmitt eftir hvað maðurinn var leiðinlegur þegar ég var á pillunni.............sem var lengst af .
Annars hef ég meiri áhuga á bankareikningum en líkamslykt....þótt Armani ilmurinn sé nú góður
Hvað skyldum við nú margar hafa lent í þessu?
Þið sem eruð í makaleit......verðið að framkvæma nákvæman nasaþvott....tvisvar á dag. Og auðvitað hætta á pillunni. ( Getur verið að páfinn hafi látið gera þessa rannsókn?)
Ætli lyfjafyrirtækið geti verið bótaskilt? Ég vil himinháar bætur takk fyrir pent. Tala við lögfræðing strax fyrramálið...
Ásdís þú ætlar að kenna mér að losna við aukakallana.....
![]() |
Hr. Rangur valinn vegna pillunnar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Spaugilegt | Breytt s.d. kl. 19:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
12.8.2008 | 11:12
Var handboltinn ekta?

![]() |
Allt í plati í Peking |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
6.8.2008 | 21:15
Kannabis.
Fyrir nokkrum árum fór ég inn í verslunina "Soldis" sem seldi silkiblóm. Þar inni var sjónvarpsfólk frá stöð 2. Verið var að taka viðtal við afgreiðsludömurnar vegna "stóra kannabissmálsins". Og ég fékk að heyra alla sólarsöguna.
þannig var að í Reykjavík var einhver mikil Lögregluráðstefna. Tveir ungir og áhugasamir lögregluþjónar gengu fram hjá búðinni og töldu sig sjá þar myndarlega kannabisplöntu. Mig minnir að þeir hafi fengið liðsauka áður en innrás var gerð í verslunina.
"Kannabisplantan" reyndist vera japanskur hlynur úr silki. Ég hefði viljað sjá framan í þá þegar þeir áttuðu sig. En fólkið í búðinni var harla ánægt með athyglina. Sennilega besta auglýsingin þeirra.
Þær seldu reyndar heilmikið af "sumarblómum" sem fólk setti niður í garðana sína og þurfti aldrei að vökva.
![]() |
Með kannabisplöntur í glugganum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |