26.12.2007 | 02:47
Jólasnjór
Það var undurfallegt að horfa út í garð þegar við borðuðum hangikjötið í dag.Ekta jólasnjór. Vann kvöldvakt á Hrafnistu, þar voru flestir syfjaðir og þreyttir en vel fór um fólkið. Nú er dóttir mín og vinkona hennar búnar að hita rauðvínssósuna og rífa í sig hamborgarhrygginn. Mér er mjög minnisstæður aðfangadagur á Húsavík fyrir mörgum árum. Himininn bókstaflega logaði. Glitský eins langt og augað eygði. Heimsótti ömmu mína sem var komin í annan heim en við flest. Hún stóð föst við gluggann dáleidd af fegurðinni. Seinna frétti ég að himininn hefði verið svona frá Eyjafirði og austur um alla firði. Síðan hef ég að hámarki séð tvö glitský í einu á himni. Náttúran er svo fjölbreytt og kemur sífellt á óvart.
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Höfundur
Hólmdís Hjartardóttir
kona með skoðanir á öllu og er ekkert óviðkomandi. holmdis.hjartardottir@hotmail.co.uk
Færsluflokkar
Bloggvinir
- Anna Ragna Alexandersdóttir
- Blúshátíð í Reykjavík
- Brynja skordal
- Eiríkur Harðarson
- Faktor
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Guðrún Jóna Gunnarsdóttir
- Gísli Tryggvason
- Hallmundur Kristinsson
- Haraldur Davíðsson
- Hekla Elísabet Aðalsteinsdóttir
- Helgi Már Barðason
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Himmalingur
- Hlini Melsteð Jóngeirsson
- Jón Þór Bjarnason
- Jónas Jónasson
- Katan
- Landrover
- Lilja G. Bolladóttir
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Lárus Gabríel Guðmundsson
- Magnús Paul Korntop
- Margrét Guðjónsdóttir
- Ragnar Freyr Ingvarsson
- Sigríður Hulda Richardsdóttir
- Sigrún Jónsdóttir
- Sigrún Óskars
- Sigurgeir Orri Sigurgeirsson
- Sporðdrekinn
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Torfusamtökin
- Tína
- Vefritid
- Gudrún Hauksdótttir
- Óskar Arnórsson
- Aðalheiður Ámundadóttir
- Agný
- Benedikta E
- Bergur Thorberg
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Einar G. Harðarson
- Elías Stefáns.
- Eygló
- Gerður Pálma
- Guðjón Baldursson
- Guðmundur Magnússon
- Halla Rut
- Hallgrímur Guðmundsson
- Heidi Strand
- Hilmar Gunnlaugsson
- hilmar jónsson
- Hlédís
- Idda Odds
- Jakob Falur Kristinsson
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- Jóhann G. Frímann
- Jón Halldór Guðmundsson
- Jónína Benediktsdóttir
- Jón Ragnar Björnsson
- Jón Snæbjörnsson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Júlíus Björnsson
- kreppukallinn
- Magnús Geir Guðmundsson
- Marta B Helgadóttir
- Máni Ragnar Svansson
- Neddi
- Offari
- Ragnheiður
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Rannveig H
- Rúnar Þór Þórarinsson
- Sigurbjörg
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Soffía Valdimarsdóttir
- TARA
- Tinna Jónsdóttir
- Valdimar H Jóhannesson
- Vilhjálmur Árnason
- Víðir Benediktsson
- ÞJÓÐARSÁLIN
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 2
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 22
- Frá upphafi: 270711
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 17
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það er alltaf undurfallegt þegar hefur snjóað í logni, ég tók nokkrar myndir af snjónum í dag ég vona að þær komi vel út og náttúrulega jólamyndirnar
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 26.12.2007 kl. 02:57
Ég á tvær dætur sem vinna á Grund önnur er sjúkraliði sem hefur unnið þar í 8 ár og eina sem hefur unnið þar í tvö ár. Mér finnst alltaf svo fallegt þegar snjór er yfir öllu, birtan er æðisleg
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 26.12.2007 kl. 03:14
Já, það kemur falleg birta með snjónum. Dætur þínar þurfa eflaust að vinna einhverja hátíðisdaga. Í kvöld fer ég hins vegar að vinna á Droplaugarstöðum.Og um helgina á barnadeild. Ég sé alla flóruna.
Hólmdís Hjartardóttir (IP-tala skráð) 26.12.2007 kl. 12:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.