Jólasnjór

Það var undurfallegt að horfa út í garð þegar við borðuðum hangikjötið í dag.Ekta jólasnjór. Vann kvöldvakt á Hrafnistu, þar voru flestir syfjaðir og þreyttir en vel fór um fólkið. Nú er dóttir mín og vinkona hennar búnar að hita rauðvínssósuna og rífa í sig hamborgarhrygginn. Mér er mjög minnisstæður aðfangadagur á Húsavík fyrir mörgum árum. Himininn bókstaflega logaði. Glitský eins langt og augað eygði. Heimsótti ömmu mína sem var komin í annan heim en við flest. Hún stóð föst við gluggann dáleidd af fegurðinni. Seinna frétti ég að himininn hefði verið svona frá Eyjafirði og austur um alla firði. Síðan hef ég að hámarki séð tvö glitský í einu á himni. Náttúran er svo fjölbreytt og kemur sífellt á óvart.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Það er alltaf undurfallegt þegar hefur snjóað í logni, ég tók nokkrar myndir af snjónum í dag ég vona að þær komi vel út  og náttúrulega jólamyndirnar

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 26.12.2007 kl. 02:57

2 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Ég á tvær dætur sem vinna á Grund önnur er sjúkraliði sem hefur unnið þar í 8 ár og eina sem hefur unnið þar í tvö ár.  Mér finnst alltaf svo fallegt þegar snjór er yfir öllu, birtan er æðisleg

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 26.12.2007 kl. 03:14

3 identicon

Já, það kemur falleg birta með snjónum. Dætur þínar þurfa eflaust að vinna einhverja hátíðisdaga. Í kvöld fer ég hins vegar að vinna á Droplaugarstöðum.Og um helgina á barnadeild. Ég sé alla flóruna.

Hólmdís Hjartardóttir (IP-tala skráð) 26.12.2007 kl. 12:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband