Jólin búin???

Sumum finnst jólin búin núna en hjá mér eru jól fram á þrettándann. Vann í kvöld á Droplaugarstöðum, ró yfir gamla fólkinu en órói í starfsfólkinu. Fyrir jólin hafði gleymst að kaupa seviettur, jólakerti,gos. Gamla fólkið var víst sárt í gær að fá ekki malt/appelsínblöndu með hangikjötinu. Það gleymdist að gera ráð fyrir eftirrétti á jóladag en því var bjargað. Æi.                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                               Næstu 3 daga á ég jólafrí!!!! Á morgun þarf ég ýmislegt að útrétta. Svo sem borga rafvirkjareikning. Og finna góða fashanauppskrift, þeir verða eldaðir annað kvöld,.Þeir eru uppáhald dóttur minnar svo fer hún út á land til fundar við kærastann. Þetta verður okkar gamlárskvöld. (ég mun vinna á gamlárskvöld) Dagarnir þar áeftir verða bóka og krossgátudagar.  Það verða sko frábærir dagar. Svokallaðir sofét-dagar.                                                                                             

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Jóna Gunnarsdóttir

Ótrúlegt en satt; það virðist gleymast að gera ráð fyrir þessum hlutum fyrir hver jól. Þegar ég vann á staðnum, stóð ég uppi á aðfangadag með vaktina, ekkert jólaskraut, einungis nakið jólatré. Auðvitað var málum bjargað en vá! Það sama gilti um skraut, takmarkaðist við eina hæðina. Stress og aftir stress að redda málum fyrir lokun búða um hádegið. Þarna klikka stjórnendur. 

Mér sýnist stjórnendnur lifa sig um of í blúnduhlutverkið, því miður. Stefnumótun nauðsynleg en eftir henni þarf að vinna. Það þarf virkilega að hrista upp í liðinu og skipta út einhverjum

Gat nú verið að mín vinni á gamlárskvöld. Sjálf er ég búin með minn skammt af vaktarvinnu þó hún sé það eina sem ,,blíver" launalega séð. Einfaldlega búin að fá nóg af henni. Harkan í þér,mín kæra

Guðrún Jóna Gunnarsdóttir, 27.12.2007 kl. 07:07

2 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Aðalfrúin var víst kölluð út á jóladag til að bjarga einhverjum málum. Það vakti eftirtekt að hún bauð ekki gleðileg jól og var víst með hundshaus. Mér er alveg sama að vinna á gamlárskvöld.Eldri stelpan mín verður með kærastanum á Reyðarfirði, hin verður(vonandi)hjá pabba sínum. Um það var samið á sínum tíma að þær væru hjá föður sínum á gamlárskvöld. Sú yngri fer sko ekki þangað ef mamma er í fríi!

Hólmdís Hjartardóttir, 27.12.2007 kl. 11:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband