Vopnuð rán

Annað vopnað rán í verslun 11-11 á Grensásvegi. Ekki þykir mér ótrúlegt að sami aðili hafi verið að verki,gekk svo vel síðast.  Í bæði skiftin voru unglingar við störf. 15 ára dóttir mín afgreiðir í matvöruverslun og þar hefur nýlega verið framið rán.  Það sem ég er að hugsa um er að í flestum verslunum eru unglingar við afgreiðslustörf. Hvernig er öryggi þeirra tryggt??? Ég sé að í nálægri 10-11 verslun vinna starfsmenn frá Securitas á nóttunni.  Ég vona að vel verði hugað að öryggi barnanna í þessum verslunum. Hins vega finnst mér helstu rök gegn áfengi í matvöruverslanir lágur aldur starfsmanna.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Jóna Gunnarsdóttir

Glæpirnir að harðna og brotum að fjölga. Reykjavík orðin stórborg með öllu tilheyrandi í bókstaflegri merkingu. Lögreglan fer að bera vopn innan tíðar. Hvernig má annað vera miðað við reynslu síðustu daga? EInhvern veginn verða þeir að verja eigið líf og limi. Skelfileg þróun

Guðrún Jóna Gunnarsdóttir, 12.1.2008 kl. 14:24

2 Smámynd: Margrét Guðjónsdóttir

Já þetta er skuggaleg þróun, fyrir nokkrum dögum var 84 ára gömul móðir vinkonu minnar rænd út á götu um miðjan dag. ræninginn vatt sér að henni með hníf og krafðist peninga hún var með þúsund kr. á sér og lét aumkunnarverðan heigulinn hafa þær.  Nú þorir hún varla út og elsku konan er enn í losti, ég meina hvað er að gerast hérna eiginlega?   

Margrét Guðjónsdóttir, 12.1.2008 kl. 20:46

3 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

helv....glæpamenn, hvernig getur fólk gert þetta???

Hólmdís Hjartardóttir, 12.1.2008 kl. 22:51

4 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

þetta er skelfileg þróun. Ekki er langt síðan að svona atburðir voru forsíðufréttir í tvo daga. Núna fær þetta litla klausu inn í miðju blaði. Það sýnir svart á hvítu hvert við stefnum. Mér líst ekki á blikuna.

Og ég skil þig að hafa áhyggjur af dóttur þinni

Jóna Á. Gísladóttir, 13.1.2008 kl. 02:01

5 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Ég þakka bara fyrir að stelpurnar mínar eru ekki að vinna í verslunum á kvöldin, bara á Grund

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 13.1.2008 kl. 02:22

6 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Stelpur allar! lesið bara yfir innlent fréttayfirlit Mbl. Stöðugur ófögnuður.  Það þarf að efla sýnilega löggæslu því miður. Ég held að fíkniefnin flæði sem aldrei fyrr. Fyrir ca. einu ári sagði starfsmaður SÁÁ að 1 af hverjum 3 á skemmtistöðum borgarinnar væru undir áhrifum fíkniefna.´Í ár eru 26 ár síðan ég lauk hjúkrunarnámi, á námsárum mínum var talað um að 500 virkir kókainneytendur væru í borginni, hver skyldi talan vera í dag?  Já Jónur það er ástæða til að hafa áhyggjur af börnunum sínum. Ein af mínum bestu gömlu vinkonum er kölluð Jóna.

Hólmdís Hjartardóttir, 13.1.2008 kl. 02:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband