Fallegt salat.

Er á leið í fimmtugsafmælið hennar Sibbu í kvöld. Lofaði að koma með eitthvað á borðið. Og valdi salat sem er mjög sérstakt en gott og algert augnayndi.  4 harðsoðin egg eru stöppuð í botninn á skál. Dálitlu af bræddu smjöri hellt yfir+ salt og pipar. Þétti þetta með skeið.  Vorlaukur mjög smátt skorinn hræður saman við 2 ds. af sýrðum rjóma og hellt yfir, nota ca. 10 vorlauka. Að endingu rétt áður en borið fram er 2 dósum af svörtum kaviar dreift jafnt yfir þannig að yfirborðið verður svart og skínandi. Ég set þetta í svarta skál og þá lítur þetta exotískt út Borðað með kexi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Jóna Gunnarsdóttir

Hljómar æðislegt, eitt orð yfir það. Takk fyrir að deila uppskriftinni Góða skemmtun og farðu varlega á heimleiðinni

Guðrún Jóna Gunnarsdóttir, 25.1.2008 kl. 19:21

2 Smámynd: Sigrún Óskars

Mjög spes salat, takk fyrir þetta. Kveðja frá mér,

Sigrún Óskars, 25.1.2008 kl. 21:34

3 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Namm þetta hlýtur að vera gott salat, verð að prófa það fljótlega

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 25.1.2008 kl. 23:05

4 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Komin heim fer að vinna í fyrramálið, salatið sló í gegn prófið bara

Hólmdís Hjartardóttir, 26.1.2008 kl. 00:14

5 Smámynd: Margrét Guðjónsdóttir

Nammi namm Þessi uppskrift hljómar vel, takk fyrir að deila þessu ég ætla fljótlega að prófa

Margrét Guðjónsdóttir, 26.1.2008 kl. 01:04

6 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

þetta hljómar mjög spes og forvitnilegt. Og alveg sérstaklega einfalt. Verð að prófa

Jóna Á. Gísladóttir, 26.1.2008 kl. 01:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband