Silfur Egils

Eftir að hafa sofið Silfrið tvisvar af mér horfði ég á það í morgun. það er klárt mál að ég mun fylgjast með skrifum Andrésar Magnússonar læknis framvegis. Hann talar mannamál. Og hefur rétt fyrir sér að ég hygg. Aöl. fannst mér þetta frekar slappur þáttur. Svaf reyndar Eurovision að mestu af mér. Sigurlagið er nú heldur slakt sem betur fer. Þurfum ekkert að óttast að þurfa að halda keppnina hér. En veit að Íslendingar verða mjög sigurvissir þegar nálgast aðalkeppnina og þá er allt eins og vera ber ekki satt???      En Eric Clapton má enginn láta fram hjá sér fara.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hæ Hólmdís, ertu til í að senda mér netfangið þitt á gudrun@stadlar.is

Það er byrjað að skipuleggja 30 ára afmælið ogþú mátt ekki missa af því.

Kveðja

Gunna Rögg 

Gunna Rögg (IP-tala skráð) 25.2.2008 kl. 17:22

2 Smámynd: Sigrún Óskars

Auðvitað vinnum við eins og alltaf!!

Sigrún Óskars, 25.2.2008 kl. 17:54

3 Smámynd: Lilja G. Bolladóttir

Mér fannst lagið reyndar ágætt og var "soldið" ánægð að hinir sigurvissu brúnkumassar hafi ekki unnið. Ég hafði hvorugt lagið heyrt fyrr  en fannst þau bæði ágæt við fyrstu hlustun.

Við verðum auðvitað að vera söm við okkur þegar líður að Eurovision, það er hluti af hallærislegheitunum

Lilja G. Bolladóttir, 25.2.2008 kl. 21:45

4 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Ég hef ekki nennt að horfa á Eurovision í mörg ár,  nema fyrir 2 árum þegar ég fékk sms frá vinkonu minni í Finnlandi.  Hún var að þakka mér og okkur íslendingum fyrir að gefa Lordi 12 stig, þá horfði ég á restina af þættinum og heyrði vinningslagið.  Svo fór ég í heita pottinn, þar sem ég var stödd í sumarbústað fjölskyldunnar minnar í Grímsnesinu

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 26.2.2008 kl. 01:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband