Rusl.

Ég geng mikið um borgina. Nú þegar farið er að birta og snjórinn að hverfa blasir ruslið við allsstaðar.  Ef allir færu út og fylltu einn poka myndi ásýnd borgarinnar stórbatna.   Og ég sæi betur laukana sem eru að koma upp. Sá í dag gula, fjólubláa og hvíta krókusa undir húsvegg.  Sem sagt allir út í 10 mín....

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Arnórsson

ég tek allt rusl sem ég sé á bílstæðinu og túninu og hendi á viðeigandi stað..en viðurkenni að það tekur ekki 10 mín....ætti kannski að gera meira af þessu..gott mál sem ég hugsa of lítið um..

Óskar Arnórsson, 13.3.2008 kl. 17:39

2 Smámynd: Guðrún Magnea Helgadóttir

Hólmdís. Gleymdu því að íslendingar, hrækjandi og hendandi allskonar rusli frá sér, fari að tína upp ruslið eftir sig!

Guðrún Magnea Helgadóttir, 13.3.2008 kl. 19:29

3 Smámynd: Guðjón H Finnbogason

Ég hef margoft séð að menn opna bílhurðina og henda rusli á götuna eða n-bílastæði,losa öskubakka,matarafganga og margt annað.Eitt sinn var bíl lagt í stæði við hús í götu sem ég bjó og hurð bílsins opnuð og út kom skorða af samloku,gosflaska og umbúðir,stuttu eftir að bíllinn fór kom máfurinn og hirti upp brauðið,Máfur er rotta með vængi sem er sama og salmonella.

Guðjón H Finnbogason, 13.3.2008 kl. 20:02

4 Smámynd: Lilja G. Bolladóttir

Sammála!! Vorið er komið og grundirnar gróa

Lilja G. Bolladóttir, 13.3.2008 kl. 21:52

5 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Já umgengni er mjög ábótavant en við megum ekki gefast upp og verða samdauna. Í minni íbúð leynist sóðalegasta herbergi í borginn

Hólmdís Hjartardóttir, 13.3.2008 kl. 23:17

6 Smámynd: Beturvitringur

Það væru ekki margir fermetrar sem hver og einn þyrfti að "ættleiða" til að halda nágrenninu spik&span

Beturvitringur, 14.3.2008 kl. 03:29

7 Smámynd: Óskar Arnórsson

þeir eru sniðugir í Singapore með ruslavandamál. Ef fólk verður uppvíst að því að henda sígarettustubb á götuna, tyggjói, pappír úr bílum, er það handtekið mjög virðulega og án allra láta af mjög kurteisum en ákveðnum lögreglumönnum.

Stundum einkennisklæddum og stundum óeinkennisklæddum og það er farið beint með sóðanna beint niður  í ganga neðanjarðar lestarkerfissins og þar er eru látnir skúra og þrífa, mála og og snyrta í 12 klukkutíma á stundinni! þeir fá mat á vegum Ríksissins og pásur á milli, svo þetta er ekki neinn þrældómur!

Þess vegna eru neðanjarðarlestarkerfi í Singapore og öll borgin sú þrifalegasta í heimi!

Og afbrotatíðni er sú lægsta í öllum heiminum líka. mættum kannski taka þá til fyrirmyndar. það er fyndið að sjá fullt af túristum skrúbba og skúra þarna bölvandi og ragnandi yfir "óréttlætinu". Síðan fá þeir leiðbeiningar um um hvernig EKKI á að vera sóði og vinsamlegast bent á að fylgja lögum landsins! Allt í mestu vinsemd.

Kurteisustu lögregluþjónar sem ég hef á æfinni kynnst! Ef þú ratar ekki og spyrð til vegar, máttu alveg eins búast við því að þeir bjóðist til að skutla þér á lögreglubílnum á staðinn sem þú ert að leita að! Einstök borg... .. Ég hef aldrei þurft að skrúbba þarna....
 

Óskar Arnórsson, 14.3.2008 kl. 04:19

8 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Það ku margir í vinnu við það í Singapore að snyrta blómakerin og halda henni hreinni. Mér er sagt að blómakerin í Singapore séu  yfirfarin á hverri nóttu. Kannske ætti að láta fólk sem dæmt er fyrir minni gæpi í það samfélagsverkefni að halda borginni hreinni? Annars verðum við að byrja á sjálfum okkur og okkarnæsta umhverfi.    Og margir eru auðvitað duglegir í þessu

Hólmdís Hjartardóttir, 14.3.2008 kl. 10:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband