Raclette

Í kvöld höfðum við hér á heimilinu raclette sem er svisneskt fyrirbæri. Notað er raclette-borðgrill með litlum pönnum. Aðalatriðið í þessu eru soðnar kartöflur og sjálfur raclette ostuinn sem við bræðum á kartöflunum .Í kvöld var ég með marinerað svínakjöt og hamborgara. Skar niður papriku, lauk púrru banana og fyllti tómata með rjómaosti. Og allir voru glaðir. Meiningin er að hver steiki fyrir sig. Við höfum prófað allt mögulegt hér, allar sortir af kjöti og grænmeti. Þetta er skemmtileg tilbreyting, börnum þykir þetta skemmtilegt, það verður ákveðin stemning. Samverustundin verður lengri við borðið en stundum annars.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Þetta hef ég aldrei prófað. Hljómar spennandi

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 14.3.2008 kl. 01:40

2 Smámynd: Guðrún Jóna Gunnarsdóttir

Sammála Jónu, hljómar spennó. Ohh  hvað mig er farið að langa í maaaaaaaat

Guðrún Jóna Gunnarsdóttir, 14.3.2008 kl. 21:49

3 Smámynd: Sigrún Óskars

Mjög sniðugt hef ekki heyrt um þetta áður.

Sigrún Óskars, 14.3.2008 kl. 22:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband