Slænggrautur

Einu sinni las ég um hann í bók eftir Jakobínu Sigurðardóttur. Uppskriftin sennilega vestfirsk. Uppskriftin er afar einföld og gæti nýst einhverjum nú þegar matarverð rýkur upp úr öllu valdi. Notað er soð af slátri og slatta af fjallagrösum bætt í. Mallað dálitla stund. Njótið Tounge

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

o.m.g. Sælar. Mætti ég biðja þig um eitthvað girnilegra fyrir helgina mín kæra.

Treysti á girnilega uppskrift-er alveg galtóm hvað það varðar.

Ekki segja að þú verðir fimmtug á árinu????

Kveðja frá Húsavík.

maggatolla (IP-tala skráð) 27.3.2008 kl. 20:31

2 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Magga mín búin að bíða eftir að sjá þig aftur hér. Ég nebblega fór eftir tvöfalda vakt heim í bað og svo á Kringlukrá örþreytt til að sjá þig og ykkur þingeyska blómann og þið voruð allar farnar Nú bendi ég þér á tvo bloggvini mína sem senda frá sér girnilegar uppskriftir í gríð og erg; Kokkurinn og ragnarfreyr. Helginni reddað. En mín kæra ef þú bendir á séróskir varðandi mat er aldrei að vita!! Viltu önd, asískan mat, fisk,hund eða hvernig uppskrift viltu???  Ég hef gaman af því að elda en yngri dóttir mín er svo matvönd að stundum minnkar gleðin..

Hólmdís Hjartardóttir, 28.3.2008 kl. 01:41

3 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Og Margrét ég get ekki orðið fimmtug á árinu. Til þess hef ég engan þroska. En öll bekkjarsystkini mín verða það nema Þórhalla Kveðja

Hólmdís Hjartardóttir, 28.3.2008 kl. 01:49

4 Smámynd: Sporðdrekinn

Hólmdís.... þessi uppskrift er ekki sú girnilegasta . Fjallagrösin myndi ég nú frekar bara sjóða í hreinu vatni og þá njóta vel

Sporðdrekinn, 28.3.2008 kl. 02:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband