Ótrúlegar hveramyndir.

það var nú dálítið óhuggulegt að sjá sjóðandi jörðina við Hveragerði á stöð 2 áðan. Allt bullar og sýður og nauðsynlegt að loka svæðinu. Ekki notalegt að stíga "niðr´úr" þarna.  Forvitið fólk gæti sannarlega farið sér að voða þarna.  Eins og forvitna fólkið sem fór að skoða bangsann fyrir norðan hefði getað gert.  En það var greinilegt að það eru fleiri en ég sem búast við stórum skjálfta vestar en sá stóri var um daginn.  Kannski maður fari að pakka brothættu niður......

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Davíðsson

Þetta er mjög spennandi, Katla er líka að bæra á sér með smá skjálftum og það er kominn tími á Stóra suðurlandsskjálftann......dararara dararara (lesist sem srefið úr Twilight Zone ).

Þetta er líka áminning um að við mannfólkið erum í versta falli eins og slæmt tilfelli af lús, meira vandamál erum við ekki fyrir MÓÐUR JÖRÐ........við erum svo uppfull af okkur sjálfum að við hrökkvum í kút þegar jörðin heldur áfram að gera það sem hún hefur alltaf gert, við erum fullviss um að allt sé eins og það " átti " að vera, úff þvílíkur hroki.

Jörðin hefur margoft hrist af sér meiri hörmungar en okkur mannfólkið.

Haraldur Davíðsson, 4.6.2008 kl. 18:58

2 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Löngu kominn tími á Kötlu. Sem er líklega hættulegasta eldfjall landsins.

Hólmdís Hjartardóttir, 4.6.2008 kl. 19:00

3 Smámynd: Haraldur Davíðsson

Ójá gamla nornin er vís til alls, í Skaftáreldunum er talið að 1 og 1/2 milljón manna hafi dáið í norðanverðri Evrópu, vegna öskufallsins, allt þetta svæði að Grímsvötnum meðtöldum er við þanþol.

Kötlugosin hafa líka alloft kaffært stór svæði í ösku, og vatni í hlaupunum..

Þetta eru spennandi tímar..

Haraldur Davíðsson, 4.6.2008 kl. 19:23

4 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Gamall maður sem ég spjalla stundum við segist finna hluti á sér og spár hans hafa víst oft ræst. Hann segir að Reykjanes fari í rúst....eins og hann orðar það. Svo er talað um að það þurfi að færa Litlu kaffistofuna vegna vegagerðar.  Kannski rétt að bíða eftir að hún færi sig bara sjálf í næsta stóra skjálfta..................

Hólmdís Hjartardóttir, 4.6.2008 kl. 19:51

5 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Úff, það er aldeilis véfréttar stíllinn hér,  hjá þér Hólmdís á þessu bloggi. -

Þið Haraldur talið eins og véfréttir sem mæla allt upp í hvor annarri, svo manni óar við. -  

 Víst er það rétt að tími Kötlu til að gjósa er löngu komin og því aðeins tímaspursmál hvenær hún byrjar að spúa, gæti verið eftir eitt ár, tvö eða tíu ár. - Það er vonlaust að vera að velta sér upp úr því. - 

 Hinsvegar er nauðsynlegt að vera tilbúin í að gera viðeigandi ráðstafanir, ef og þegar Katla byrjar. - Og það sama á við um Suðurlandsskjálftann.  

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 4.6.2008 kl. 21:20

6 Smámynd: Sporðdrekinn

 Manni verður nú bara ekki sama eftir þennan lestur!

Sporðdrekinn, 4.6.2008 kl. 21:31

7 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Takk fyrir innlit...hlustaðir þú ekki á fréttir stöðvar 2 Lilja Guðrún?  Já þetta er véfréttastíll....viðurkenni það.

Hólmdís Hjartardóttir, 4.6.2008 kl. 21:35

8 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Og það sitja í mér 2 draumar.

Hólmdís Hjartardóttir, 4.6.2008 kl. 21:58

9 Smámynd: Sigrún Óskars

Maður á kannski að festa allt niður?  En þú verður að segja okkur frá þessum draumum.

Sigrún Óskars, 4.6.2008 kl. 22:32

10 Smámynd: Haraldur Davíðsson

Mér finnst þetta allt mjög spennandi..þótt ég viti vel að það er hægt að negla neitt niður með það hvenær Katla vaknar. En saga Kötlu er löng og sæmilega skráð, svo það er gaman að spekúlera, svo máttu ekki Lilja, taka mig of alvarlega, því þori ég alveg að spá

Hitt er annað mál að það eru tvö stór eldsvæði að rumska eitthvað, svo þetta er allt mjög spennandi.....

Haraldur Davíðsson, 4.6.2008 kl. 22:39

11 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ég er svo kvíðin að það er ótrúlegt. Líklegast er þetta svona vegna þess að ég upplifði þetta svona beint og sá veggina mína dansa og gólfið líka, ég óska ekki versta óvini mínum að lenda í þessu.  Þetta kemur eða ekki á okkar ævi, kannski verður maður að vera slakur, ég er að reyna.

Ásdís Sigurðardóttir, 4.6.2008 kl. 23:50

12 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Ásdís mín...ég vildi næstum að þú hefðir ekki lesið bullið í okkur Haraldi. Vildi óska að þú gætir flogið til Danmerkur strax og gleymt þér. Mig langar ekkert að upplifa það sem þú upplifðir..eðlilegt að verða hræddur og kvíðinn eftir slík ofurátök. En maður verður að bægja þessu frá og ég held og trúi að þið séuð sloppin þarna á Selfossi. Vona að áfallahjálpin gagnist þér. Ég reikna með að margir verði langan tíma að vinna sig út úr áfallinu. En þetta hefst

Hólmdís Hjartardóttir, 5.6.2008 kl. 00:01

13 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Hólmdís mín, mér finnst að þú ættir að segja okkur frá þessum 2 draumum.

Ég bý á 7. hæð í gamalli blokk

Sigrún Jónsdóttir, 5.6.2008 kl. 00:02

14 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Sigrún  annar draumurinn er mjög gamall....en hann situr alltaf í mér. Svo gamall að Vigdís var forseti. Ég var með henni niður við höfn. Hún sagði" það má litlu muna með Reykjavíkurhöfn"  Og skynjaði það sem einu útgönguleiðina úr borginni og að allir þyrftu að komast burtu.   Hinn draumurinn er nýlegur.....ég tók skyndilega eftir að löng gossprunga hafði opnast í Reykjavík  og var að horfa á gosið sem var hvað mest meðfram Reykjavíkurflugvelli. Býst nú samt ekki við gosi í borginni!!!!!         Haraldur við verðum að vona að fólk taki EKKI mark á okkur spennufíklunum.

Hólmdís Hjartardóttir, 5.6.2008 kl. 00:09

15 Smámynd: Haraldur Davíðsson

 Það væri voðalegt ef allt færi fjandans til og okkur kennt um alltsaman, við yrðum brennd á báli fyrir galdra....við verðum að gera viðbragðsáætlun..

Haraldur Davíðsson, 5.6.2008 kl. 00:14

16 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Hólmdís Hjartardóttir, 5.6.2008 kl. 00:19

17 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Iss....Var fyrrverandi leikhússtjóri ekki bara að skoða aðstæður fyrir "söngleikjahúsið" við höfnina? og hinn er birtingarmynd eilífra elda, sem loga, vegna flugvallarstaðsetningar.  Segi bara svona.

Góða nótt og ég mun skoða framvindu mála hjá þér í fyrramálið

Sigrún Jónsdóttir, 5.6.2008 kl. 00:30

18 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Ég myndi trúa því Sigrún ef þeim hefði ekki fylgt hræðilegur óhugur

Hólmdís Hjartardóttir, 5.6.2008 kl. 00:38

19 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Mig dreymdi draum fyrir kannski 10 árum að vegna eldgoss yrðu allar leiðir út úr Reykjavík ófærar, og nýlega dreymdi mig að 3 stórir jarðskjálftar myndu skekja suðvesturhornið, það var eftir skjálftana árið 2000.  Ég er alveg rosalega stressuð, síðan sá fyrsti kom, ég verð ekki í rónni fyrr en tveir í viðbót hafa komið. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 5.6.2008 kl. 01:20

20 Smámynd: Sporðdrekinn

Jæja jæja er þetta ekki komið gott góða spáfólk? Ég er lengst í rassgati en er samt komin með kvíða hnút í magann!

Sporðdrekinn, 5.6.2008 kl. 01:27

21 Smámynd: Haraldur Davíðsson

Ég hef spádóma mína fyrir mig hér eftir.. Það var ekki ætlunin að skapa panik,

Haraldur Davíðsson, 5.6.2008 kl. 01:36

22 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Mig hefur líka dreymt, að ófært var úr Reykjavík, landleiðina það dreymdi mig fyrir nokkrum árum,  svo dreymdi mig nýlega að 3 stórir skjálftar myndu skekja suðvesturhornið. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 5.6.2008 kl. 02:17

23 Smámynd: Lilja G. Bolladóttir

Enn og aftur, stelpur mínar, .... og strákar.... eigum við ekki bara að anda djúpt og bíða eftir því sem KANNSKI verður??

Eg trúi ekki á véfréttir, völfuspár, miðla og aðra í þeim geira, kannski of vísindalega menntuð til þess, en ég segi samt: RELAX AND KEEP ON DOING IT!!

Lilja G. Bolladóttir, 5.6.2008 kl. 02:25

24 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Horfðu á ljósu punktana en hver og einn Hvergerðingur á nú hver sem nágranna

Haraldur Bjarnason, 5.6.2008 kl. 06:31

25 Smámynd: Tína

Eigum við að líta rétt sem snöggvast á björtu hliðarnar gott fólk? Því það eru ALLTAF bjartar hliðar á öllum málum.

1) Okkur gefst tími til (vonandi óþarfa) undirbúnings með því að taka niður þunga hluti og festa skápa og svoleiðis. Getum litið á þetta sem vorhreingerningu í leiðinni

2) Við sem urðum fyrir skaða í síðustu viku eigum ekki mikið verk fyrir höndum þar sem búið er að sjá til þess að allt sé farið niður sem þangað eigi að fara. Talandi um vinnusparnað gott fólk!

Gangið nú í gegnum daginn með sól og gleði í hjarta................. það er bara svo miklu miklu skemmtilegra.

Tína, 5.6.2008 kl. 08:36

26 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Takk fyrir innlit. Auðvitað eru ljósir punktar. Hveragerði fyllist  af ferðamönnum þar sem HVER  og einn getur sýnt sinn Hver.  Þú tekur rétt á þessu Tína. Í dag ætla ég bara að blogga blóm og rjóma

Hólmdís Hjartardóttir, 5.6.2008 kl. 10:37

27 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

blogga um

Hólmdís Hjartardóttir, 5.6.2008 kl. 10:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband