Baugsmál fyrir svefninn.

Ég hef aldrei nennt að setja mig inn í þetta mál. Alltaf grunað öfundarmenn að koma því af stað(DO). Aldrei heldur efast um að hægt væri að finna eitthvað gruggugt í svona stóru fyrirtæki ef vel væri leitað. Dómur er fallinn. Sakargiftir virðast litlar. En ég vil vita hvað við þjóðin höfum borgað fyrir þetta mál og hver er ábyrgur fyrir þeirri sóun. Ég veit að það hleypur á hundruðum milljóna. Ég er í engum vafa að einhver hefur farið offari í þessu máli og ætti að taka hatt sinn og staf. Ég vona að fjölmiðlar fari ofan í saumana á því hver ber hér ábyrgð.   En ég er líka á því að Baugsmenn hafi of mikil völd og í raun haldi þeir nú uppi háu matarverði hér ásamt auðvitað fleirum.  Neyddist til að versla í Hagkaup í dag......vörur í 2 poka. 3 lúxusvörur; hárbursti, tímarit og parmeggiano ostur. Vörur í 2 poka kostuðu ríflega 14þús krónur.......sem er skandall. Ég neyðist vonandi ekki aftur þarna inn. Ég sé ekki að hægt sé að búa á Íslandi lengur.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Hagkaup er okur verslun, ég versla nær eingöngu í Bónus, Krónunni og Europris.  Sem betur fer er ég á bíl og get auðveldlega verslað þar sem hagkvæmast er að versla.

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 6.6.2008 kl. 02:13

2 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Ég versla nánast eingöngu í Bónus.

Hólmdís Hjartardóttir, 6.6.2008 kl. 02:14

3 identicon

Nei - það er nefnilega vart lifandi hér lengur. Það er málið. Matarkarfan fyrir einn í Bónus hefur hækkað rosalega á síðustu 3 mánuðum. Ég þarf ekki verðkannanir til að segja mér það. Ég sé það á strimlunum.

Guðmundur Brynjólfsson (IP-tala skráð) 6.6.2008 kl. 03:06

4 Smámynd: Haraldur Davíðsson

Með kostnaði þínum sem skattgreiðanda við Baugsmálin, er algjörlega búið að toppa þjófnað Baugs....miðað við hvað sem er..

Haraldur Davíðsson, 6.6.2008 kl. 04:05

5 Smámynd: Tína

Góðan daginn sæta. Satt er það að maturinn hérna er orðin svakalega dýr en ég neita að trúa öðru en þetta eigi allt saman eftir að lagast (þó svo að matur verði alltaf dýr hér). En hvort sem þú trúir því eða ekki, þá tókst mér líka að finna bjarta hlið á þessu máli . Hér áður henti maður matarafgöngunum miskunnar og hugsunarlaust í ruslið en núna er maður svei mér orðin ansi glúrin við að nýta þetta allt saman betur (kannski búin að horfa aaaaðeins of mikið á Nigellu?). Sko...... fátt er með svo öllu illt að ei boði nokkuð gott .

En hvað sem öllum kostnaði á öllu líður, þá er brosið og gleðin alltaf frítt. Spreðum því slatta í það.

Knús á þig Hólmdís mín

Tína, 6.6.2008 kl. 06:34

6 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

þú ert frábær Tína.     

Guðmundur mér finnst þetta líka.   Haraldur satt hjá þér.

Hólmdís Hjartardóttir, 6.6.2008 kl. 10:17

7 Smámynd: Sigrún Óskars

Bónusmenn fá alveg sitt - það sést á veldinu í kringum þá. Enda nota þeir stærðina og völdin til að ráðgast með heildsölur og birgin. Ég versla samt alltaf í Bónus - það er ódýrast, þótt þetta veldi og ríkidæmi þeirra fari í taugarnar á mér.

Sigrún Óskars, 6.6.2008 kl. 12:59

8 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Já Sigrún við erum fastar í netinu. Þeir hanga ekkert á horriminni

Hólmdís Hjartardóttir, 6.6.2008 kl. 13:24

9 Smámynd: Lilja G. Bolladóttir

Damn, 14.000 kr. fyrir tvo poka, þetta er algjör glæpur. Ég verslaði rúmlega hálfan poka í Nettó um daginn, eitt og annað smálegt sem mig vantaði fyrir matargerð kvöldsins og einhverjar hreinlætisvörur og á strimlinum mínum stóð 6.331 kr.!!!

Lilja G. Bolladóttir, 7.6.2008 kl. 15:05

10 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Já Lilja þetta er hreinn þjófnaður

Hólmdís Hjartardóttir, 7.6.2008 kl. 16:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband