Alsæla

Þessi norðurferð mín hefur ekkert verið nema hrein snilld. Á laugardaginn fór ég í mikið garðpartý í tilefni gullbrúðkaups, veðrið dásamlegt, lifandi tónlist og allir glaðir. Um kvöldið var farið í Vélsmiðjuna að hitta 30 ára júbílanta......þar voru ALLIR með brosið út að eyrum. Morguninn eftir var svo lagt í hina miklu óvissuferð...fyrsta stopp var við hesthúsin fyrir ofan Akureyri. Þar sem menn báru hvern annan á hestbaki eða teymdu á asnaeyrunum. Eftir þetta óskapa erfiði var komið að fyrsta bjór dagsins enda farið að líða að hádegi. Síðan var ekið yfir Öxnadalsheiðina og Maggi fræddi okkur um Bólu-Hjálmar. Við Bólu var svo stoppað og samlokur snæddar....og drukkinn bjór.   Í rútunni æfðum við stíft lagið hans Hafþórs ;Emma;(MA). Hilmar og Hafþór spiluðu á gítar og stórkórinn söng.  Óvissan leiddi okkur í River Rafting í Vestari Jökulsá.  Boðið var upp á að velja rólega útsýnissiglingu eða hasarferð. Ég valdi útsýnistúrinn...við vorum strax kölluð kjúklingar sem gerðum það og voru 2 bátar fylltir með kjúklingum.  Reyndar fórum við kjúklingar sömu leið niður og aðrir, niður sömu flúðir. Við kjúklingarnir  í mínum báti héldum forystu niður ána og fengum yfir okkur mest vatnið. Kom sér vel að vera í þurrbúningumSmile Ljósmyndari frá National Geographic myndaði okkur stanslaust allann túrinn. Hann vinnur að heimildarmynd hér.

Við vorum 2 klukkustundir á ferð niður ána. Á miðri leið var farið í land og þar var boðið upp á rjómapönnukökur og heitt kakó með rommi. Vatnið í kakóið lá við fætur okkar í heitum læk.

Seinna var stoppað og boðið upp á að stökkva af háum kletti út í ána. Tölur um hæð klettsins eru nokkuð á reiki frá þremur metrum að þrjátíu og þremurDevil

Næst var komið við í sundlauginni í Varmahlíð....liðið spúlað og snyrt, étinn hákarl og drukkinn snafs.

Næsti viðkomustaður var Löngumýri. Þar var snætt að ég held bjarndýrakjöt. Reyndar taldi ég mig sjá bjarndýr í nágrenninu en ekkert var gert með það. Álftagerðisbræður skemmtu okkur vel. (Óskar lét eins og fífl eins  og oftastLoL) Geirmundur lék svo fyrir dansi. Og það leiddist ENGUM.

   Á heimleiðinni var sungið hástofum og dansað , já dansað. Svona snillingar eins og við getum allt.

16. júní var síðan stórhátíð í Höllinni. Við 30 ára stúdentar sungum Emmu af stakri snilld og seint gleymast þeim sem á hlýddu. Gamli Meistari Tryggvi Gíslason kom og kyssti okkur öll og lét alla árganga aðra sem þarna voru vita  að við værum uppáhaldshópurinn hans. Það tók hann reyndar áratugi að komast að þessari niðurstöðu.

Ég læt engan sjá lærið á mér sem marðist við það að klifra yfir járnhlið við Lystigarðinn.

Mikið óskaplega eru þetta búnir að vera skemmtilegir dagar. Í gærkvöldi um miðnætti var ég svo komin í foreldrahús...hér er sól og 8 stiga hiti. Passlegur hiti fyrir hvítabirni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Jóna Gunnarsdóttir

Helgin hefur verið mögnuð, vægast sagt. Rosalega hefur verið gaman hjá þér, ekki laust við smá græna  slíkju á manni núna.

Myndir takk

Guðrún Jóna Gunnarsdóttir, 18.6.2008 kl. 20:29

2 Smámynd: Hallmundur Kristinsson

Einhvernveginn finnst mér endilega að myndin af þér eigi að vera svona

Hallmundur Kristinsson, 18.6.2008 kl. 21:56

3 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Þetta hefur verið spennandi og vel skipulögð ferð, gott að sjá að allt var svona skemmtilegt

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 19.6.2008 kl. 00:27

4 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Flott mynd Hallmundur

Hólmdís Hjartardóttir, 19.6.2008 kl. 01:55

5 Smámynd: Sporðdrekinn

Vá hljómar ógeðslega vel allt samann, skil nú samt ekki hvað var verið að bíða til hádegis með bjórinn

Ég er sammála þér Hallmundur, miklu betra svona

Sporðdrekinn, 19.6.2008 kl. 04:13

6 Smámynd: Haraldur Davíðsson

Var það lystigarðurinn á Akureyri? Þá eigum við það sameiginlegt að hafa slasað okkur við að príla yfir hliðið þar, það var reyndar bakkusi að kenna í mínu tilfelli og fallið varð til þess að stúlkunni sem var með í þessari sneypuför, varð nóg um svo ekkert varð úr þeirri " skemmtiferð " hehehe, það var framlágur drengur sem staulaðist heim þann morgun.

Haraldur Davíðsson, 19.6.2008 kl. 12:22

7 Smámynd: Tína

Frábært að heyra að þetta hafi allt saman tekist vel og skemmtunin og gleðin samkvæmt því.

Velkomin heim aftur samt og til lukku með daginn.

Tína, 19.6.2008 kl. 13:59

8 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Já Haraldur, réttur garður Sporðdreki þetta með bjórinn er hárétt athugasemd.

Hólmdís Hjartardóttir, 19.6.2008 kl. 14:00

9 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Það er frábært að þetta tókst allt svona vel Hólmdís mín

Ég hefði nú varla þorað í "kjúklingabátinn", þannig að sennilega hefði ég fengið viðurnefnið "eftirlegukind".

Sigrún Jónsdóttir, 19.6.2008 kl. 14:41

10 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Sigrún það var ein eftirlegukind

Hólmdís Hjartardóttir, 19.6.2008 kl. 22:10

11 Smámynd: Lilja G. Bolladóttir

Vá, þetta hefur verið þvílíkt fjör hjá ykkur!! Mér finnst þið nú hafa enst lengi, miðað við allt fjörið og hamaganginn.... og það á ykkar aldri.....

Lilja G. Bolladóttir, 20.6.2008 kl. 23:27

12 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Á okkar aldri LILJA....aldrei verið hressari, bíddu bara

Hólmdís Hjartardóttir, 20.6.2008 kl. 23:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband