Á morgun segir sá lati.

Þrátt fyrir miklar væntingar um eigin dugnað varð mér lítið úr verki í kvöld. Og á morgun hef ég lítinn tíma. Fer á kvöldvakt og morgunvakt daginn eftir og svo strax til Akureyrar. Tilefnið er 30 ára stúdentsafmæli. Æfði mig þó í að ganga á bandaskóm með hælum. Þvoði ferðatöskur. Skrifaði kort.

Dagskráin er eftirfarandi: Á föstudag verður ekið í loftköstum til Akureyrar og þá væntanlega slappað af um kvöldið. Á laugardaginn stefni ég á að komast í gullbrúðkaup á Húsavík. Sunnudagurinn fer í óvissuferð. Síðasta óvissuferð okkar var stórskemmtileg þá komum við við í Laxárvirkjum, fórum í Seljahjallagil þar sem óvænt fundust  allmargir lítrar af bjór.  Enduðum svo daginn á kvöldmáltíð í Vogafjósi í Mývatnssveit. Við fengum frábært veður.  Á mánudagskvöld verður svo stórhátíð í Höllinni..Á þriðjudaginn er það svo Vogur...nei fyrirgefið Húsavík.

En hvert skyldi óvissan leiða okkur?  Grímsey? hvalaskoðun á Húsavík? Dubrovnik?

Skriðin undir sæng

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Góða ferð og góða skemmtun, kannski lendið þið í Flatey á Skjálfanda, eða í Hrísey

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 12.6.2008 kl. 02:32

2 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Aldrei að vita.....hef komið í báðar eyjarnar

Hólmdís Hjartardóttir, 12.6.2008 kl. 02:34

3 Smámynd: Haraldur Davíðsson

Draumalandið..?  Góða nótt.

Haraldur Davíðsson, 12.6.2008 kl. 02:57

4 Smámynd: Tína

Þess óska ég að þú skemmtir þér vel kona. Hlakka síðan mikið til að fá að heyra ferðasöguna.

Knús í daginn Hólmdís

Tína, 12.6.2008 kl. 07:32

5 Smámynd: Gudrún Hauksdótttir

hver veit hvar tid lendid mín kæra?Góda skemmtun

Knús inn í daginn.

Gudrún Hauksdótttir, 12.6.2008 kl. 09:57

6 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Takk fyrir góðar kveðjur. Norðurland er yndislegt

Hólmdís Hjartardóttir, 12.6.2008 kl. 13:33

7 Smámynd: Sporðdrekinn

Góðar stundir

Sporðdrekinn, 12.6.2008 kl. 19:25

8 Smámynd: Guðrún Jóna Gunnarsdóttir

Það verður pottþétt líf og fjör í tuskunum. Gott að hlaða batteríin. Njóttu vel, hvergi fallegra en í Þingeyjasýslunum

Guðrún Jóna Gunnarsdóttir, 12.6.2008 kl. 20:20

9 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Skemmtu þér rosalega vel Hólmdís mín.  Óvissuferðin verður kannski farin í gamla matsalinn, þar sem boðið verður upp á eitt og annað af matseðli ykkar tíma við skólann

Sigrún Jónsdóttir, 12.6.2008 kl. 23:45

10 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Takk öll. Sigrún

Hólmdís Hjartardóttir, 12.6.2008 kl. 23:50

11 identicon

Hlakka til að hitta þig á sunnudagsmorgun  
Og skilaðu kveðjum í gullbrúðkaupið góða, reikna með að það sé á nr. 20

Þórhalla (IP-tala skráð) 13.6.2008 kl. 16:12

12 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Góða ferð og góða skemmtun. -

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 14.6.2008 kl. 01:37

13 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Þarna er ástæðan fyrir fréttunum frá Akureyri núna. Þú á staðnum. Fyrirsagnirnar segja sitt: "Fangageymslur fullar" - "Mikil ölvun á Akureyri"....o.s. frv...ekki er ég á staðnum núna!!!......Skemmtu þér vel og það verður örugglega gaman í óvissuferðinni, ég hef lúmskan grun um að Sigrún hafi rétt fyrir sér með hana.

Haraldur Bjarnason, 14.6.2008 kl. 12:23

14 Smámynd: Lilja G. Bolladóttir

Góða skemmtun fyrir norðan!!! Ég er allnokkru sunnar, sem sagt á Spáni akkúrat núna.... en veit sem er, að staðurinn skiptir ekki máli, heldur félagsskapurinn. Enjoy.....

Lilja G. Bolladóttir, 15.6.2008 kl. 01:50

15 Smámynd: Himmalingur

Góða skemmtun mín kæra! Heyrðu annars, hvert verður farið í óvissuferðina????

Himmalingur, 15.6.2008 kl. 02:41

16 identicon

Síðbúið svar: frúin að koma frá Álaborg ( ekki komist í tölvu í marga daga.) Fyrstu fréttir á  Akureyrar flugvelli voru hressilegar-allt brjálað um helgina,var þetta tilviljun ein??  Alltaf verið ánægð með þig........    EN ekki kinnar!! Kryddið og flodeskum hljómar vel. Kannski hægt að breyta um fisktegund? Kemur þú ekki á mærudaga? Væri alveg til að taka eitt glas af hvítu víni með þér.Ég veit að okkar vinna er bara skemmtileg  Hólmdís en  17 tíma vaktir???  Kveðja frá Fögru Vík.

maggatolla (IP-tala skráð) 18.6.2008 kl. 00:01

17 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

takk fyrir innlit, Magga þú ert matvönd.....ég er stödd á Húsavík NÚNA

Hólmdís Hjartardóttir, 18.6.2008 kl. 11:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband