Ég fór í Ríkið í dag..

 þ.e.a.s. sjoppuna við Snorrabraut.  Með mér var kollegi sem ég hitti á förnum vegi. Báðar gengum við út með fulla poka af videóspólum.  Þarna eru þær seldar á 100 kr stykkið. Og mikið af þessu eru ónotaðar spólur. Þarna fann ég m.a. "Elling" norska mynd um geðfatlaða. Mynd sem ég hló að dögum saman þegar ég sá hana á sínum tíma. Okkur datt reyndar í hug að fara með þær í Kolaportið og selja þær á 2-300krWink

Ég vonast til að eitthvað af þessum myndum muni hafa ofan af fyrir dætrunum. Viðbrögð þeirrar yngri voru samt á þá leið að það væri ekki skynsamlegt að kaupa spólur.  Ég hef samt meiri áhyggjur að því að þær taki pláss!!!

Ég ætla að geyma þær til vetrarins eða kannski bara rigningardaga. Horfi varla á nokkuð í sjónvarpi yfir sumartímann nema fréttir.....og Jane Eyre.

Og að endingu.....mér sýnist "nýja" eldfjallið undan Reykjanesskaga vera farið að hrissta sig.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Mér fannst Elling alveg frábær mynd, húmorinn í henni er æðsilegur.  Samt lýsir myndin takmörkunum fatlaðra mjög vel.   

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 25.6.2008 kl. 00:50

2 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Þetta er dásamleg mynd

Hólmdís Hjartardóttir, 25.6.2008 kl. 00:51

3 Smámynd: Haraldur Davíðsson

..nýja ?..spennandi, verðum við minnt á hvar við búum ?

Haraldur Davíðsson, 25.6.2008 kl. 00:59

4 Smámynd: Beturvitringur

Þú ert nú með eitt undarlegasta áhugamál sem maður heyrir af.  Alltaf á útkikkinu með von um að fá sæmilegt eldgos. Fínt að hafa þig á listanum, ég missi þá ekki af því þegar byrjar.   Þá getur maður kannski flúið undir moldarbarð.

Beturvitringur, 25.6.2008 kl. 01:12

5 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Hólmdís Hjartardóttir, 25.6.2008 kl. 01:23

6 Smámynd: Tína

Ég er enn á því að jarðskjálftadæmið sé ekki búið. Fólk horfir á mig vorkunnaraugum þegar ég segi þetta, en so be it. Er samt alveg salíróleg yfir þessu. Enda búin að upplifa einn stóran fyrir stuttu og veit á hverju ég á þá von.

Kram og knús inn í daginn þinn mín elskuleg.

Tína, 25.6.2008 kl. 08:18

7 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Öndum bara rólega Tína mín.....það þarf ekki að þíða neina skelfingu þó eitthvað hrisstst.

Hólmdís Hjartardóttir, 25.6.2008 kl. 10:40

8 Smámynd: Beturvitringur

Meintirðu nokkuð "Öndumst bara rólega..."?

E.S. Fór líka í Ríkið (v.skrifa þinna) og sagði að nú væri bloggið farið að auglýsa fyrir þá. Fór út með pokafylli af krassandi krimmum (mun hugsa vel til þín í hraglandanum í vetur!)

Beturvitringur, 26.6.2008 kl. 01:03

9 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

 Eldri dóttir mín vill komast í Ríkið líka...er ánægð með það sem ég keypti....gott að eiga þetta í vetur

Hólmdís Hjartardóttir, 26.6.2008 kl. 01:12

10 Smámynd: Beturvitringur

Afgr.daman trúði mér fyrir því að þetta væri sko ekkert að verða búið, - 'það væri herbergi í kjallaranum, fullt af spólum'. En þau fylla ekki á "jafnóðum" Getur sagt dótslu að óhætt væri að hinkra

Beturvitringur, 26.6.2008 kl. 01:18

11 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

einmitt....og það eru að miklu leyti ónotaðar spólur

Hólmdís Hjartardóttir, 26.6.2008 kl. 01:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband