Ég held að maðurinn hafi rétt fyrir sér.

Hverjir bera ábyrgð á einkavæðingu bankanna?

Hverjir bera ábyrgð á hæstu vöxtum sem þekkjast?

Hverjir bera ábyrgð á hæsta matvælaverði sem þekkist?

Hverjir bera ábyrgð á láglaunastefnunni?

Hverjir bera ábyrgð á að láglaunafólk er að kikna og farið að tala um að flytja til útlanda?

Hverjir bera ábyrgð á ástandinu í Heilbrigðiskerfinu?

Hverjir bera ábyrgð á kvótakerfinu?  Sem hefur farið svo illa með sjávarbyggðir að þeim eru boðin álver í staðinn.

Það hljóta að vera Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn sem hafa óstjórnað landinu sí svona.

En nei það ber aldrei neinn ábyrgð hér á landi.

Það er tími kominn til að reka Sjálfstæðisflokkinn frá völdum.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Eru ekki allir þessir gömlu flokkar viðriðnir þessar ömurlegu ákvarðanir?  Ég held að það séu ekki bara sjálfstæðisflokkurinn og Framsókn, samt bera þeir frekar stóra ábyrgð í þessum nýjustu óhæfuverkum.  Það er eins og stefna stjórnvalda sé að drepa þá sem minna mega sín, eldriborgara, öryrkja, og alla láglaunamenn úr hungri og vesöld. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 2.7.2008 kl. 01:43

2 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Eigum við ekki bara að flytja "heim" til Noregs aftur og borga þessa skatta, sem forfeður okkar eru sagðir hafa flúið á sínum tíma??  Ég sé allavega engan flokk, sem ég gæti kosið í augnablikinu.  Kjósum einstaklinga og hættum með þetta flokka apparat.

Sigrún Jónsdóttir, 2.7.2008 kl. 01:53

3 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Takk fyrir innlit....ég myndi gjarnan vilja kjósa einstaklinga. Framsóknarflokkurinn og D-listi voru við völd í 16 á og bera því laaaangmesta ábyrgðina.

Hólmdís Hjartardóttir, 2.7.2008 kl. 01:56

4 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Hver ber ábyrgð á eftirlaunaósómanum? - ALLIR FLOKKAR

Góður pistill og ég vil benda á athugasemd nr. 11 hér þar sem ég rifja upp frumvarp eða þingsályktun frá 1983 sem gekk út á að kjósa einstaklinga, þvert á lista.

Einhver mætti draga fram það plagg, uppfæra það og endurflytja.

Lára Hanna Einarsdóttir, 2.7.2008 kl. 13:00

5 Smámynd: Jónas Jónasson

300.000 manna þjóðfélag sem heldur vegakerfi um hrjóstugt land sem er 3 sinnum stærra en td. Holland.

Með heilbrigðiskerfi, Með góð atvinnutækifæri, Land sem telst vera með bestu lífskjör í heiminum.

Æji veistu Hólmdís mín enginn veit hvað hann hefur átt fyrr en hann hefur misst!

 Það væri kanski best fyrir ykkur grenjuskjóðurnar að fá að komast aðeins aftur út í kuldann.

Jón Sigurðsson barðist ásamt fleirrum fyrir sjálfstæði Íslendinga og nú viljið þið bara gefa það aftur til Evropu vegna þess að það harðnar aðeins á dalnum út um allan heim og þið viljið kenna ríkistjórn Íslands sérstaklega um það.

Stæðsta ástæðan fyrir lítilli endurnýjun meðal þingmanna á íslandi er einmitt þessi að þetta er eitthvað það vanþákklátasta starf sem þú getur valið þér.

Ég skil ekkert í náttúrusinnum á íslandi af hverju þeir flytja ekki bara norður fyrir hnífapör? þar er náttúrann óspjölluð og þau geta vellt sér nakin upp úr dögginni þar. Góðar stundir! 

Jónas Jónasson, 2.7.2008 kl. 14:01

6 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Lára Hanna hvernig gat ég gleymt eftirlaunaósómanum......allir sekir

Jónas  við höfum glatað miklu í heilbrigðiskerfinu.   Og mér hefur sýnst færri komast að en vilja á þing. Mér hefur lengi þótt forgangsröðunin undarleg hér...hvað erum við að eyða stórfé í það að vilja komast í Öryggisráð SÞ?  Þessar 300þús hræður sem búa hér.

Hólmdís Hjartardóttir, 2.7.2008 kl. 17:39

7 Smámynd: Jónas Jónasson

það myndi nú spara heilmikið ef við myndum banna Transfitu!

Jónas Jónasson, 2.7.2008 kl. 18:54

8 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

 satt er það Jónas

Hólmdís Hjartardóttir, 2.7.2008 kl. 19:07

9 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Það er sjaldnast einum að kenna þegar allt er í hönk. Annars finnst mér ekki allt í hönk hér á landi, bara allt of margt.  Veit ekki hvaða stjórnarmynstur mundi rétta þetta við, hverju mælir þú með? Erfiðleikar steðja að fleirum en Íslendingum og við erum jú hluti af jarðarbúum. Heilbrigðiskerfið er örugglega slæmt á margan hátt, sérstaklega sjá þeir það sem við það vinna, en aldrei hef ég fengið neitun eð þurft að bíða þegar hætta hefur stafað að heilsu minni og ég fengið þær aðgerðir sem ég hef þurft að fara í.  Kær kveðja

Ásdís Sigurðardóttir, 2.7.2008 kl. 20:49

10 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Ég veit ekki betur en að Ingibjörg Sólrúnhafi komið inn á þing sem varaþingmaður í miðja eftirlaunalagaumræðuna, þar sem hún kvaddi sér hljóðs í pontu,  og andmælti harðlega, þeim gjörðum sem þarna áttu að fara fram. - 

 Sem varð til þess að fleiri snerust á sveif með henni, og þessvegna voru það ekki allir þingmen, - nema síður sé - sem studdu eftirlaunalögin, allavega greiddi Ingibjörg Sólrún og fleiri Samfylkingarmenn og Ögmundur og fleiri frá Vinstri Grænum á móti frumvarpinu.  -

En allir þingmenn Ríkisstjórnarflokkanna Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks samþykktu.

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 2.7.2008 kl. 22:17

11 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Lilja og Ásdís takk fyrir innlit. Eftirlaunaósóminn var samþykktur af þingmönnum allra flokka en trúlega hefur þú rétt fyrir þér Lilja. Íraksstríðið var samþykkt af tveimur mönnum.   Ég myndi vilja gefa Samfylkingu og VG séns næst. Við höfum fjarlægst Norðurlöndin undanfarin mörg ár en það eru þau lönd sem ég vil bera okkur saman við.  Ég er á móti aukinni kostnaðarþáttöku folks í Heilbrigðiskerfinu. Félagslega kerfið er í rúst. Málefni aldraðra eru í molum. Ég er líka búin að sjá hvernig biðlistar eru styttir til að það líti betur út. Fársjúkt fólk kemst einfaldlega ekki lengur á biðlista....er búin að sjá mörg ótrúleg dæmi. Mannaráðningar Sjálfstæðisflokks og hroki  í garð kjósenda eru svo sérkapítuli.

Ég myndi annars vilja kjósa einstaklinga ekki flokka.

Hólmdís Hjartardóttir, 2.7.2008 kl. 23:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband