6.7.2008 | 15:00
HITABYLGJA
.....Ég ætla að leggja inn kvörtun vegna hitabylgjunnar sem ku vera á landinu. Hún er svo fjári köld. Væntingavísitalan fór upp úr öllum hæðum fyrir helgina. Þegar ég lét plata mig til að vinna 12 klst í gær var veðurspáin upp á 21 gráðu og sól. Var reyndar fegin að það rættist ekki enda innilokuð allan daginn. En í dag hefði nú mátt sjá til sólar.......fer bara undir teppi að horfa á Jane Eyre lokaþáttinn sem ég missti af um daginn.
P.S Dreymdi hvorki meira né minna en 2 eldgos á Reykjanesi.
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Höfundur
kona með skoðanir á öllu og er ekkert óviðkomandi. holmdis.hjartardottir@hotmail.co.uk
Færsluflokkar
Bloggvinir
- Anna Ragna Alexandersdóttir
- Blúshátíð í Reykjavík
- Brynja skordal
- Eiríkur Harðarson
- Faktor
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Guðrún Jóna Gunnarsdóttir
- Gísli Tryggvason
- Hallmundur Kristinsson
- Haraldur Davíðsson
- Hekla Elísabet Aðalsteinsdóttir
- Helgi Már Barðason
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Himmalingur
- Hlini Melsteð Jóngeirsson
- Jón Þór Bjarnason
- Jónas Jónasson
- Katan
- Landrover
- Lilja G. Bolladóttir
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Lárus Gabríel Guðmundsson
- Magnús Paul Korntop
- Margrét Guðjónsdóttir
- Ragnar Freyr Ingvarsson
- Sigríður Hulda Richardsdóttir
- Sigrún Jónsdóttir
- Sigrún Óskars
- Sigurgeir Orri Sigurgeirsson
- Sporðdrekinn
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Torfusamtökin
- Tína
- Vefritid
- Gudrún Hauksdótttir
- Óskar Arnórsson
- Aðalheiður Ámundadóttir
- Agný
- Benedikta E
- Bergur Thorberg
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Einar G. Harðarson
- Elías Stefáns.
- Eygló
- Gerður Pálma
- Guðjón Baldursson
- Guðmundur Magnússon
- Halla Rut
- Hallgrímur Guðmundsson
- Heidi Strand
- Hilmar Gunnlaugsson
- hilmar jónsson
- Hlédís
- Idda Odds
- Jakob Falur Kristinsson
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- Jóhann G. Frímann
- Jón Halldór Guðmundsson
- Jónína Benediktsdóttir
- Jón Ragnar Björnsson
- Jón Snæbjörnsson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Júlíus Björnsson
- kreppukallinn
- Magnús Geir Guðmundsson
- Marta B Helgadóttir
- Máni Ragnar Svansson
- Neddi
- Offari
- Ragnheiður
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Rannveig H
- Rúnar Þór Þórarinsson
- Sigurbjörg
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Soffía Valdimarsdóttir
- TARA
- Tinna Jónsdóttir
- Valdimar H Jóhannesson
- Vilhjálmur Árnason
- Víðir Benediktsson
- ÞJÓÐARSÁLIN
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 2
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 22
- Frá upphafi: 270711
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 17
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég er nú eiginlega að vona að "hitabylgjan" hafi frestast um eina viku eða svo. Legg af stað vestur á firði í vikunni og þá spá þeir rigningu.
Varstu nokkuð að horfa á Dantes peek í gærkvöldi? Eldgos og læti
Sigrún Jónsdóttir, 6.7.2008 kl. 15:17
Hún er ekki hér þessi bylgja, sólarlaust og 13 stig í dag, flokkast varla undir blíðu en ég er fegin að það er ekki rok. Ég var í Noregi í nótt og upplifði þar all svakalega jarðskjálfta, hvað er þetta með okkur norðar-stelpur, erum við hamfarapíur?? Kær kveðja og ég er að hugsa um að fara að þínum ráðum og horfa á góða mynd.
Ásdís Sigurðardóttir, 6.7.2008 kl. 15:31
Ekki varð ég vör við hina margumtöluðu hitabylgju, lítið fór fyrir sólinni og þar með sólbaðinu. Kíkt í bók undir teppi hins vegar.
Vona að draumur þinn rætist ekki, eitthvað er þó um skjálftavirkni á Reykjanesskaganum sýnist mér á kortum
Guðrún Jóna Gunnarsdóttir, 6.7.2008 kl. 15:32
Ég legg fram kvörtun með þér. Segi samt það sama, ég var alveg sátt við sólarleysið í gær enda innilokuð í bílakjallara allan daginn.
Ragga (IP-tala skráð) 6.7.2008 kl. 16:23
Takk fyrir innlit, var ekki að horfa á Dantes Peak
Hólmdís Hjartardóttir, 6.7.2008 kl. 16:38
14 stig kallast víst hitabylgja á Íslandi, ef fólk er raunsætt. - Það var svarið sem ég fékk, þegar ég kvartaði.
En tvö eldgos - Úff ! Þetta verða aldeilis vinnudeilur og uppsagnir í kjölfarið á vinnustað (þínum). - og vinnustað honum nátengdum.
Hvar vinnur þú ?
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 6.7.2008 kl. 19:21
Lilja ég vinn á Heilsuverdarstöðinni og í tímavinnu á Droplaugarstöðum. Báðir staðir gjarnan í fréttum!!!
Hólmdís Hjartardóttir, 6.7.2008 kl. 19:51
Heilsuverndarstöðinni.........báðir staðir eru í mikilli óvissu
Hólmdís Hjartardóttir, 6.7.2008 kl. 19:57
O, ó, líklega mun allt fara upp í loft útaf einkvæðingu á þessum stöðum er það ekki ? - Eldgos er rof - slit á einhverju sem áður var heilt, og gjarnan tengt vinnustað. Og tvö gos eru ? - Vá vinnurðu á þessum tveim stöðum? - Ertu mjög berdreymin Hólmdís?
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 6.7.2008 kl. 23:07
er frekar berdreymin Lilja!!
Hólmdís Hjartardóttir, 7.7.2008 kl. 05:45
Úff ! Þessi draumur veit ekki á gott.
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 8.7.2008 kl. 01:37
Lilja Guðrún það eru búnar að vera sprengingar á báðum stöðum síðustu daga svo þú hefur rétt fyrir þér.....sem betur fer snertir það mig persónulega ekki beint en engu að síður leiðinlegt.
Hólmdís Hjartardóttir, 8.7.2008 kl. 19:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.