23.7.2008 | 03:12
Blogg um blogg
..............Enn eitt bloggið um blogg. Hvatinn að því að ég byrjaði að blogga var lélegur aðbúnaður aldraðra á Íslandi. Og ég bloggaði um það. Það var leiðindavilla í greininni og því eyddi ég henni því miður...........þá kunni ég bara ekki að leiðrétta. Greinar mínar þá vöktu samt athygli og flestir fjölmiðlar landsins höfðu samband við mig. Ég veit að þessi skrif höfðu áhrif...........skamma stund. Ég hef oft verið beðin um að skrifa um þessi mál síðan. Ég fer mér hægt..........hugsa um atvinnuöryggi.(Egóisti).
Bloggið mitt lá síðan niðri lengi. En svo hugsaði ég : vilji maður koma einhverju á framfæri er vissara að byggja upp einhvern lesendahóp. Svo ég ákvað að blogga...........bulla helst flesta daga til að vera viss um að þegar ég hefði eitthvað að segja myndu einhverjir lesa það. Það hefur reyndar tekist að byggja upp lesendahóp. Þótt þynnildin hafi verið mörg.
Svo fór ég að lesa blogg................og hef séð marga skemmtilega og áhugaverða skrifara.........og er farin að vinsa úr hvað ég nenni að lesa. Sumt hefur gengið fram af mér svo sem klámsíðutilvísun ungrar konu á Spáni. Lára Hanna er einn áhugaverðasti bloggarinn á Moggablogginu...virkilega vandaðar greinar. Á vísi.is les ég Guðmund Brynjólfsson..til að finna húmor.
Aukaafurðir bloggsins hafa verið miklu skemmtilegri en mig óraði fyrir..........svo sem að fina Siggu í Köben, Kristínu Ástu í Svíþjóð, og Þórdísi húsfreyju á Melstað og Möggu Tolla.
Gallarnir eru þeir: Mamma les bullið og fleiri ættingjar. Bróðir minn segir; þetta er ágætlega skrifað en of neikvætt.
Nú er ég ákveðin í að halda áfram. Á meðan ég hef eitthvað gaman að því.
Athugasemdir
Sæl Hólmdís.
Endilega haltu áfram, ég les þig þó ég kvitti ekki alltaf.
Því fleiri réttlætisraddir því betra.
Gangi þér vel.( sem ég er viss um ).
Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 23.7.2008 kl. 04:12
Þetta er sko ljómandi blogg hjá þér stelpa svo þú skalt endilega halda áfram.
Ásdís Sigurðardóttir, 23.7.2008 kl. 08:36
Takk Þórarinn og Ásdís
Hólmdís Hjartardóttir, 23.7.2008 kl. 11:51
Takk.....Búkollabaular
Hólmdís Hjartardóttir, 23.7.2008 kl. 12:49
Það er rétt Hólmdís að það er ekkert sérstaklega spennandi að ættingjarnir lesi bloggið, það er kannski ekki meiningin því þeir eru ekki beint að svara eða gera athugasemdir við umfjöllunarefnið. Ég get þó ekki stillt mig um að lesa bloggið þitt og finnst skemmtilegt að fá fréttir af þér og pælingum þínum sem eru oftar en ekki mjög áhugaverðar þar sem ég fylgist sjálf mikið með fréttum og þjóðmálaumræðu. Nú er bongóblíða á Húsavík, um 20 stig og glaða sólskin enda ekki seinna vænna þar sem mærudagar hefjast á morgun. Óvenju miklu er tjaldað til og undirbúningur aldrei verið meiri. Hverfunum er skipt upp í liti, bleikan, grænan og appelsínugulan og fólk hvatt til að skreyta í kringum sig í þessum litum. Húsavíkurbær er sem sagt að verða ansi skrautlegur bær þar sem bæði einstaklingar og fyrirtæki hafa tekið vel við sér.
Kveðja að norðan
Margrét Björnsdóttir (IP-tala skráð) 23.7.2008 kl. 12:57
Margrét vildi að ég væri komin norður.....
Hólmdís Hjartardóttir, 23.7.2008 kl. 13:05
Þú skalt halda áfram að blogga, og endilega um aðbúnað gamla fólksins. Það er skandali hvernig er búið að gömlum, geðveikum og fötluðum á Íslandi, og veitir ekki af að vekja athygli á því.
Það besta er auðvitað, að við höfum fundið hvora aðra. Það gerir heldur ekkert til að mamma þín les bloggið þitt. Hún Auður er frábær kona, það hefur mér alltaf fundist. Bið kærlega að heilsa henni.
Sigríður Hulda Richardsdóttir, 24.7.2008 kl. 09:32
Takk Sigga mín Já aðbúnaður aldraðra, geðveikra og fatlaðra sæmir ekki "velferðarríki"
Hólmdís Hjartardóttir, 24.7.2008 kl. 20:08
Hah, ég les bara í laumi svo þú takir ekki eftir því!
Annars verð ég að viðurkenna það að ég hef haft gaman af, t.a.m. var hér um daginn pistill um langafa minn sem ég las oft því þann mann veit ég minna um en ég vildi. Jarðskjálftafréttir eru líka uppfærðar hér og þar er áhugamál sem við eigum sameiginlegt, svo er gaman að fylgjast með baráttunni um kjaramál í hjúkrunar- og heilbrigðisgeiranum því þar eru íslendingar frekar aftarlega á merinni!
Danni (IP-tala skráð) 25.7.2008 kl. 12:42
Kveðja til þín Danni....átt þú ekki miða á Clapton?
Hólmdís Hjartardóttir, 25.7.2008 kl. 17:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.