Reykingabann

....Sko Þjóðverja. 

En af hverju má ekki reka staði fyrir þá sem vilja reykja hér?  Þeir sem ekki reykja þurfa ekkert að sækja þá staði.  Reykingabannið var m.a. sett á til að vernda starfsfólk veitingastaða. Þess vegna skil ég ekkert í því að ekki megi hafa afdrep fyrir reykingafólk án starfsfólks.  Hvern er þá verið að vernda?  Okkur sjálf sem reykjum?  Nikotín er löglegt á Íslandi en það er að verða ólöglegt að neyta þess.

Ég er steinhætt að fara á kaffihús og kaupa mér kaffibolla.......Ég er nánast hætt að fara út að borða...geri það alls ekki að eigin frumkvæði.  Á skemmtistaði  fer ég aðeins ef nógu hlýtt er til að reykja úti.  Gaman væri að sjá tölur frá þessum stöðum um aðsókn fyrir og eftir bann.

Er það ennþá svo að eini opinberi vinnustaðurinn sem hefur reykherbergi sé Alþingi? Hjá þeim sem settu þessi lög. 


mbl.is Þjóðverjum leyft að fá sér rettu á barnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Hef aldrei skilið af hverju ekki má hafa sérafdrep fyrir þá sem reykja fyrst þetta var fyrst og fremst sett á til að vernda þá sem ekki reykja.

Haraldur Bjarnason, 31.7.2008 kl. 10:15

2 identicon

Ástæðan er ósköp einföld.

Dæmigerð, al-íslensk gerræðisfrekja. Fíflið hún Ásta Ragnheiður hefur barist harðast gegn því. Henni finnst það einhvern veginn meika sens að það sé stórhættulegt að þrífa reykherbergi. Gott ef hún minntist ekki á óléttar konur í því samhengi, enda konan greinilega þroskaheft. 

Helgi Hrafn Gunnarsson (IP-tala skráð) 31.7.2008 kl. 10:16

3 Smámynd: Haraldur Davíðsson

Forræðishyggja er ekki það sem sterkt velferðar og heilbrigðiskerfi  á að byggja á, það er jafnvel til vansa þar sem forræðishyggja skyggir einnig á starf og rannsóknir, vitneskju og sjálfstæða hugsun hjá sama kerfi, og býr til starfsfólk sem má ekki hugsa.

Ég er á því að markaðurinn sjái sjálfur um svona, ef fólk vill reyklausa staði þá þýðir það einfaldlega að einhver svarar eftirspurninni, ef fólk vill hreint loft þá gerist það sjálfkrafa.

Persónulega finnst mér fínt að geta farið út að borða án þess að vera í kófi, en vil fá að reykja með bjórnum mínum.

Haraldur Davíðsson, 31.7.2008 kl. 14:57

4 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Það er ekki bannað að fá sér "nikótín",  það er bara bannað að reykja nikótínið blandað tjöru og allskonar öðru eitri. - En nikótín geturðu fengið þér á veitingastöðum jafnt sem öðrum stöðum.

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 31.7.2008 kl. 15:17

5 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

 Cigar Smoker  Cigar Smoker  Cigar Smoker Ég hef nú bara forðast reykingastaði því ég þoli ekki reykinn heilsunnar vegna en mér gæti ekki verið meira sama hvað aðrir gera, mér finnst þetta fullmikil forræðishyggja.  Fegin að vera hætt þessu fyrir löngu

Ásdís Sigurðardóttir, 31.7.2008 kl. 23:07

6 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Takk öll fyrir innlit.  Hér áður fyrr var reykt út um allt. Og það var mjög gott að settar vöru hömlur á það.  Ég bara fagnaði því að reykingum var útrýmt inni á sjúkradeildum.  Og það gekk virkilega fram af mér að sjá mæður með börn á brjósti reykja um leið og þær gáfu börnunum. En hvern skaðar það annan en mig efr ég reyki fyrir utan spítalann. Okkur sem reykjum ber að taka tillit til þeirra sem ekki reykja.  En forræðishyggjan gengur of langt. Lilja.....ég á yfirleitt nikotíntyggjó....Viðurkenni fúslega að margir reykingamenn ganga illa um. En ég get ekki skilið að við megum ekki eiga afdrep. Og hana nú.

Hólmdís Hjartardóttir, 1.8.2008 kl. 01:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband