15.8.2008 | 08:03
Marsibil styður ekki nýjan meirihluta.
Tæp er nú nýja stjórnin. Annar maður á lista Framhjáhaldsflokksin styður ekki nýjan meirihluta. En Óskar langaði í völd.....og áfram sitjum við uppi með veika stjórn sem verður lítt fallin til vinsælda. Þessi gjörningur minnir á þær aðferðir sem notaðar eru við að fita gæsir í Frakklandi.....til að fá sem besta gæsalifrarkæfu.. Þessu er troðið ofan í okkur gegnum trekt......og við neydd til að kyngja.
Rei rei og svei svei. Dagar Framsóknarflokksins í borginni eru taldir. Sjálftökuflokkurinn verður agnarsmár eftir næstu borgarstjórnarkosningar. Þeir sjálfstæðismenn sem ég þekki ætla ekki að kjósa flokkinn í næstu borgarstjórnarkosningum.....þeim er nefnilega líka orðið bumbult eins og okkur flestum.
Formennirnir voru kjölfestan | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
3. maður á lista Frmsóknarflokksins, Ásrún Kristjánsdóttir, sagði sig úr flokknum s.l. vetur. Þetta er bara endurtekið klúður
Sigrún Jónsdóttir, 15.8.2008 kl. 08:37
Það sem okkur er boðið upp á Sigrún
Hólmdís Hjartardóttir, 15.8.2008 kl. 08:38
...ekki hægt annað en vorkenna ykkur að búa í þessum hreppi!
Haraldur Bjarnason, 15.8.2008 kl. 08:59
Og borgarstjórafarsinn heldur áfram.
Sigríður Sigurðardóttir, 15.8.2008 kl. 11:41
Takk fyrir samúðina Haraldur.
Já Sigríður áfram heldur farsinn
Hólmdís Hjartardóttir, 15.8.2008 kl. 12:21
Af hverju gengur Marsibil ekki bara til liðs við hina flokkana, Samfylkinguna eða Vinstri græna? Kveðja, Þorgils Hlynur Þorbergsson.
Þorgils Hlynur Þorbergsson (IP-tala skráð) 15.8.2008 kl. 13:12
Þorgils....kannski gerir hún það. Þá væru 3 af 4 efstu framsóknarmönnum horfnir! Ásrún og Bingi létu sig hverfa.
Hólmdís Hjartardóttir, 15.8.2008 kl. 13:15
Hvert fór þessi Ásrún?
Lára Hanna Einarsdóttir, 15.8.2008 kl. 16:29
Lára Hanna veit ekkert um hana annað en hún hætti.
Hólmdís Hjartardóttir, 15.8.2008 kl. 16:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.