24.8.2008 | 14:16
REISUM STEINSÚLU Í LAUGARDALNUM MEÐ NÖFNUM AFREKSMANNA Í ÍÞRÓTTUM.
Við eigum virkilega að halda á lofti nöfnum afreksmanna í íþróttum. Hvað væri glæsilegra eða betur við hæfi en há steinsúla þar sem nöfn afreksmanna í íþróttum væri greypt í stein. Hafa súluna svo háa að hún sæist víða að úr borginni. Þetta fólk eru bestu fyrirmyndir sem börn okkar geta átt. Gaman og verðugt að stefna að því að fá nafn sitt greypt í súluna. Hægt að hafa ljós á toppnum sem aðeins logaði þegar íþróttaafrek hefur verið unnið. Hvað finnst ykkur? Við erum öll í silfurvímu......og getum minnst þess í framtíðinni þegar við lesum á súluna.
Töpuðum ekki gullinu heldur unnum silfur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Heyr heyr !
Haraldur Davíðsson, 24.8.2008 kl. 14:35
Velkomin heim. Góð hugmynd
Ásdís Sigurðardóttir, 24.8.2008 kl. 14:48
Þetta fór vel þetta er eitt af bestu liðum heims í Handbolta og það er ekkert smá í þrjúhundruð þúsund manna þjóðfélagi.Það verða svo allir sem geta fara á móttökustað og hilla þá.Eigi þið svo góðan dag.
Guðjón H Finnbogason, 24.8.2008 kl. 16:20
Það verður vel tekið á móti þeim Guðjón engin hætta á öðru. Takk þið hin.
Hólmdís Hjartardóttir, 24.8.2008 kl. 16:29
Snilldarhugmynd !
Haraldur Bjarnason, 24.8.2008 kl. 17:18
Takk Haraldur
Hólmdís Hjartardóttir, 24.8.2008 kl. 17:35
Anna Ragna Alexandersdóttir, 24.8.2008 kl. 22:38
Meiriháttar hugmynd Hólmdís
Sigrún Jónsdóttir, 25.8.2008 kl. 00:02
takk stelpur.....afreksmannasúla.....er það ekki bara flott
Hólmdís Hjartardóttir, 25.8.2008 kl. 00:06
Flott hugmynd, ég styð hana
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 25.8.2008 kl. 00:39
Velkomin heim Hólmdís.
Góð hugmynd hjá þér og varðandi orð þín um íþróttamenn sem fyrirmyndir fyrir börnin, þá finnst mér ætti að gera meira af því en gert hefur verið að nýta íþróttafólk til hvatningar fyrir unglinga td. í forvarnarstarfi.
Húnbogi Valsson (IP-tala skráð) 25.8.2008 kl. 01:20
Sammála þér Húnbogi. Takk Jóna Kolbrún
Hólmdís Hjartardóttir, 25.8.2008 kl. 01:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.