Drungi og doði

.....mikið óskaplega fer þetta veður í taugarnar á mér. Yfirhafninar ná aldrei að þorna.   Í fyrra rigndi stanslaust í 4 mánuði á þessum tíma og nú hefur rignt í nokkrar vikur. Veðrið gerir mig svo lata (árinni kennir illur ræðari) og hausinn á mér er þungur.  Veðrið hefur ótrúleg áhrif á mig. Slen og þreyta.  Ég er meira að segja orðin hölt..... Ljósmæður segja að allar konur verði vatnslausar þegar djúpar lægðir nálgast landið.  Gigtarsjúklingar finna verulega fyrir lægðagangi.  Allt verður svo fjári leiðinlegt.    Vakni ég um miðja nótt og þoka er úti get ég varla staðið upp og ég hreinlega slaga.           En um leið og sólin skín verður lífið  skemmtilegt. Tala nú ekki um ef maður fær yl í kroppinn.  Ég finn stóran mun á allri líðan þegar ég kemst í sól og hita.

Veðurfræðingar skilgreina september sem sumarmánuð.  Arrrghhhh.

Mætum öll fyrir utan Veðurstofu Íslands á hádegi á morgun og mótmælum lélegri stjórn á veðrinu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Ég elska svona veður, ég á fínan pollagalla og flott Nokia stígvél.  Ég hlæ í rigningunni.  Þegar ég var lítil var ég oft eina barnið sem var úti að leika þegar rok og rigning var. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 24.9.2008 kl. 00:44

2 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Mikið lifandisskelfingarósköp er ég sammála hverju þínu einasta orði... nema hvað ég mæti ekki á hádegi á morgun - það er spáð rigningu.

Það er ekkert grín að vinna svona vinnu eins og ég geri, vera með erfitt verkefni og þurfa að einbeita sér og nota heilann þegar veðurfarið er eins og það hefur verið. Þetta veður veldur heiladoða og líkamlegri vanlíðan. 

ARG! Og hananú... 

Lára Hanna Einarsdóttir, 24.9.2008 kl. 00:44

3 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Og ég öfunda Jónu Kolbrúnu núna... 

Lára Hanna Einarsdóttir, 24.9.2008 kl. 00:45

4 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Veðurstofan er í Reykjavíkurhreppi. Hér á Agureyris gerði smá skúr í dag og ilmur af trjánum. September er mjög góður mánuður. Það snjóar í hæstu fjöll en sólin yljar eins og í dag í 7-8 stiga hita. - Þetta er greinilega spurning um hvar Veðurstofan er - Hins vegar er þetta þekkt með áhrif loftþrýstings á líkama og sál, hef reynt það sjálfur. En hugsaðu þér Hólmdís að ef gigtarsjúklingar finna fyrir lægðagangi. Eins gott að þeir finni ekki fyrir hægðagangi.

Haraldur Bjarnason, 24.9.2008 kl. 00:52

5 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Lára Hanna við erum þjáningarsystur....ætli það séu genin frá Eyri í Mjóafirði?

JK þú ert ótrúleg.

Haraldur......................  







Hólmdís Hjartardóttir, 24.9.2008 kl. 01:01

6 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Haraldur blástu þessu norðlenska hausti suður!!!!!!!!!!!!!!!!

Hólmdís Hjartardóttir, 24.9.2008 kl. 01:03

7 Smámynd: Brynja skordal

Mér finnst rigningin góð tralalala eða þannig neiii sammála skal mæta með þér í mótmælin ekki seinna en strax

Brynja skordal, 24.9.2008 kl. 01:32

8 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Já Brynja fer í skó.........

Hólmdís Hjartardóttir, 24.9.2008 kl. 01:34

9 Smámynd: Sporðdrekinn

Þetta er eitt af því fáa sem að ég sakna ekki að heiman

Sporðdrekinn, 24.9.2008 kl. 03:23

10 Smámynd: Haraldur Davíðsson

Það blés nú hressilega á Akureyri um síðustu helgi nafni...

...en við megum ekki trufla BB núna með mótmælum Hólmdís, hann er upptekinn við að reyna að halda lögreglunni saman....greyið...

Haraldur Davíðsson, 24.9.2008 kl. 03:39

11 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Sporðdreki  skil þig vel

Haraldur........................................

Hólmdís Hjartardóttir, 24.9.2008 kl. 03:50

12 Smámynd: Tína

Ég elska svona veður líka en stundum getur nóg orðið nóg sko. Að vísu er ég ekki eins og hún Jóna okkar hérna, heldur finnst mér notalegt að setjast upp í sófa með góða bók, kertaljós og ljúfa tónlist og hlusta á veðrið berja gluggana. En um leið og ég þarf út þá viðurkenni ég alveg að þá finnst mér þetta ekki alveg eins notalegt.

Tína, 24.9.2008 kl. 07:44

13 Smámynd: Gudrún Hauksdótttir

Toli ekki rigningu.Hér hefur ringt af og til á hverjum degi í allt sumar.

Erum ad fá tetta fína haustvedur sól og byrtu.

Knús á tig mín kæra frá danavelsi

Gudrún Hauksdótttir, 24.9.2008 kl. 10:53

14 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Takk  Tína og Jyderupdrottning...............njótið dagsins

Hólmdís Hjartardóttir, 24.9.2008 kl. 11:55

15 Smámynd: Lilja G. Bolladóttir

já, þetta er hreint alveg ömurlegt og fer þvílíkt í skapið á mér líka.....

Lilja G. Bolladóttir, 24.9.2008 kl. 21:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband