Neyðarfundur í Seðlabankanum seint í kvöld.

.......Formenn allra stjórnmálaflokka mættu á fund í Seðlabankanum í kvöld.  Allir eru þeir þögulir um efni hans.  Ég kvíði morgundeginum.  Hef enga trú á að þeir hafi bara verið að hittast yfir kaffi og kleinum og rabba um veðrið.  Erum við orðin gjaldþrota?    Eða á að dæla fé í bankana? 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæl Hólmdís.

Þú hittir naglann á höfuðið. Hvað er í gangi.Ég býð þér að líta á síðuna mína,viðvíkjandi Lífeyrissjóðina og Steingrím Sigfússon Alþingismann Vinstri grænna.

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 29.9.2008 kl. 01:12

2 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Við erum að verða gjaldþrota

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 29.9.2008 kl. 01:15

3 Smámynd: Óskar Arnórsson

ísland varð gjaldþrota fyrir einhverjum árum síðan. það tóku bara svo fáir eftir því..

Óskar Arnórsson, 29.9.2008 kl. 01:16

4 Smámynd: Eiríkur Harðarson

Þetta virðist alltaf koma öllum jafn MIKIÐ á óvart.

Eiríkur Harðarson, 29.9.2008 kl. 01:21

5 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Kannski er búið að selja okkur.......til Katar  Alla eitthvað

Sigrún Jónsdóttir, 29.9.2008 kl. 01:26

6 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Takk öll fyrir innlit...þú færð varla svör í nótt Sigurður.  En það er örugglega að vænta stórtíðinda.  Er persónulega hrædd um lífeyrissjóðina.   Hvar eru símapeningarnir? 

Hólmdís Hjartardóttir, 29.9.2008 kl. 01:33

7 Smámynd: Halla Rut

Ef Kaupþing er farið á hausinn þá skulu þeir taka bankann til sín. Ég er samt ansi hrædd um að ef svo illa er farið þá hjálpi ríkið bankanum og sparidrengirnir halda sínum launum og störfum. Ég treysti ekki þessari ríkistjórn til að hugsa fyrst og fremst um OKKUR: fólkið í landinu.

Halla Rut , 29.9.2008 kl. 01:49

8 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Halla Rut.....einhvers staðar var skrifað að Glitnir stæði mjög tæpt.

Hólmdís Hjartardóttir, 29.9.2008 kl. 02:04

9 Smámynd: Halla Rut

Einmitt..búin að heyra það reyndar lengi.

Og svo er Geir í útlöndum...dögum saman...segir svo að hann sé ekki inní málum því hann sé búin að vera í burtu. Hvenær ætlar maðurinn að vakna?

Halla Rut , 29.9.2008 kl. 02:12

10 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Ég held að Geir hafi vaknað í kvöld...

Hólmdís Hjartardóttir, 29.9.2008 kl. 02:14

11 Smámynd: Halla Rut

Held það líka...það hefur eitthvað skelfilegt sparkað í hann.

Halla Rut , 29.9.2008 kl. 02:21

12 Smámynd: Sigríður Hulda Richardsdóttir

Það er undarlegt, að þessi harða lending í efnahagslífinu komi íslendingum á óvart. Ég er nú bara venjulegur íslendingur sem býr erlendis, og ég hef vitað í 2 ár að það kæmi kreppa. Furðulegt að stjórnmálamenn hefi ekki búið sig undir þetta.

Sigríður Hulda Richardsdóttir, 29.9.2008 kl. 08:07

13 Smámynd: Tína

Það skyldi þó ekki vera að loksins sé eitthvað að gerast. Allt er betra en ekkert held ég. Óvissu fylgir svo hrikalega mikið óöryggi.

Knús á þig vinkona og vonum það besta.

Tína, 29.9.2008 kl. 08:46

14 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Já stelpur ég spái hörðum vetri.....og að bönkunum verði bjargað!!!!!!!!

Hólmdís Hjartardóttir, 29.9.2008 kl. 09:31

15 Smámynd: Gudrún Hauksdótttir

Innlits kvitt...........Svar mitt er komid.

.

Gudrún Hauksdótttir, 29.9.2008 kl. 10:01

16 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

já það verður fróðlegt að fylgjast með framhaldinu

Hólmdís Hjartardóttir, 29.9.2008 kl. 17:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband