3.10.2008 | 17:50
Nei og aftur nei.
Það á ekki að snerta við lífeyrissjóðum landsmanna. Almenningi blæðir nóg fyrir Klúðrið í seðlabankanum. það á ekki einu sinni að ræða þetta. Það er greinilega algert ráðleysi á ferð.
Lífeyrissjóðir komi að lausn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Höfundur
Hólmdís Hjartardóttir
kona með skoðanir á öllu og er ekkert óviðkomandi. holmdis.hjartardottir@hotmail.co.uk
Færsluflokkar
Bloggvinir
- Anna Ragna Alexandersdóttir
- Blúshátíð í Reykjavík
- Brynja skordal
- Eiríkur Harðarson
- Faktor
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Guðrún Jóna Gunnarsdóttir
- Gísli Tryggvason
- Hallmundur Kristinsson
- Haraldur Davíðsson
- Hekla Elísabet Aðalsteinsdóttir
- Helgi Már Barðason
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Himmalingur
- Hlini Melsteð Jóngeirsson
- Jón Þór Bjarnason
- Jónas Jónasson
- Katan
- Landrover
- Lilja G. Bolladóttir
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Lárus Gabríel Guðmundsson
- Magnús Paul Korntop
- Margrét Guðjónsdóttir
- Ragnar Freyr Ingvarsson
- Sigríður Hulda Richardsdóttir
- Sigrún Jónsdóttir
- Sigrún Óskars
- Sigurgeir Orri Sigurgeirsson
- Sporðdrekinn
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Torfusamtökin
- Tína
- Vefritid
- Gudrún Hauksdótttir
- Óskar Arnórsson
- Aðalheiður Ámundadóttir
- Agný
- Benedikta E
- Bergur Thorberg
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Einar G. Harðarson
- Elías Stefáns.
- Eygló
- Gerður Pálma
- Guðjón Baldursson
- Guðmundur Magnússon
- Halla Rut
- Hallgrímur Guðmundsson
- Heidi Strand
- Hilmar Gunnlaugsson
- hilmar jónsson
- Hlédís
- Idda Odds
- Jakob Falur Kristinsson
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- Jóhann G. Frímann
- Jón Halldór Guðmundsson
- Jónína Benediktsdóttir
- Jón Ragnar Björnsson
- Jón Snæbjörnsson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Júlíus Björnsson
- kreppukallinn
- Magnús Geir Guðmundsson
- Marta B Helgadóttir
- Máni Ragnar Svansson
- Neddi
- Offari
- Ragnheiður
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Rannveig H
- Rúnar Þór Þórarinsson
- Sigurbjörg
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Soffía Valdimarsdóttir
- TARA
- Tinna Jónsdóttir
- Valdimar H Jóhannesson
- Vilhjálmur Árnason
- Víðir Benediktsson
- ÞJÓÐARSÁLIN
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 25
- Frá upphafi: 270708
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 20
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þetta væri heldur stórt og vafasamt skref að taka.
Sporðdrekinn, 3.10.2008 kl. 17:54
Seðlabankinn gerði ekkert nema taka yfir banka sem gat ekki greitt af sínum skuldbindingum. Það er nú ekki flóknara en það.
Á ensku heitir þetta "trowing good money after bad money". Maður hefur einmitt þakkað fyrir að lífeyrissjóðirnir væru þó með peninga í útlöndum.
Binni (IP-tala skráð) 3.10.2008 kl. 17:57
Það sem ég ekki skil er af hverju ekki er búið að hafa samband við kínversku ríkisstjórnina, þeir eiga einn stærsta gjaldeyrisforða í heimi, þeir eru hliðhollir íslenskum stjórnvöldum og gætu hæglega reitt fram þann gjaldeyri sem Íslendingum sárvantar á þessari stundu.
Bara hugmynd.....
Arnar Steinn , 3.10.2008 kl. 17:57
Æ Hólmsins dís, þú ætlaðir ekkert út í þessa sálma í dag og ef marka má eitthvað annars þessar leiðindatölur af markaðnum frá degi til dags, eru nú niðurstöður þessa þær bestu í langan tíma!En hamingjan má svo vita hvað gerist aftur um þessa helgi, annað kjaftshögg á kapitalisman á íslandi eða einvher önnur bévítans della!?
Magnús Geir Guðmundsson, 3.10.2008 kl. 18:05
Binni Seðlabankinn trassaði það að koma sér upp gjaldeyrisforða.
Arnar Steinn ráðamenn hér hafa verið með annan fótinn í Kína.......svo vinir okkar þar eru kannski meira en fúsir að skera okkur úr snörunni.
Já Sporðdreki satt er það.
Hólmdís Hjartardóttir, 3.10.2008 kl. 18:05
Magnús Geir en stundum þarf að slá á puttana á fólkiþ
Hólmdís Hjartardóttir, 3.10.2008 kl. 18:06
Þarna átti ekki að vera Þ
Hólmdís Hjartardóttir, 3.10.2008 kl. 18:07
Lífeyrissjóðirnir koma nú inn í landið með gjaldeyririnn og stórgræða á lágu gengi krónunnar. Við þetta styrkist krónan og þá geta þeir byrjað að fjárfesta aftur í útlöndum. Stórgróði gæti myndast.
Halla Rut , 3.10.2008 kl. 18:14
Frábært, Halla Rut sannar það að til er fólk sem skilur að há gengisvísitala er tækifæri fyrir lífeyrissjóði til að innleysa umtalsverðan gengishagnað.
Fjármálaverkfræðingur (IP-tala skráð) 3.10.2008 kl. 18:38
Jamm eins og "okkar einlægi" DO gerði á löngu puttana hans Friðriks S. fv. fjármálaráðherra, er hann vildi skattleggja blaðburðarbörnin, "SVona gera menn ekki" hehe!
En..
Nú rakst já Hólmdís á horn,
hugsi um peningabálið.
Eitthvað að þvælast með ÞORN,
þó ekki sé'ða nú málið!
Magnús Geir Guðmundsson, 3.10.2008 kl. 18:54
Ég get séð að margar ónýtar krónur fengist fyrir gjaldeyrinn en trúi því að við séum öruggari með aurana annars staðar.
Magnús nú reyni ég að vera gæf til morguns
Hólmdís Hjartardóttir, 3.10.2008 kl. 19:28
.....krónur fengjust..
Hólmdís Hjartardóttir, 3.10.2008 kl. 19:36
Hólmdís: Ekki gleyma að við ....við... eigum þessa peninga ....ekki bara gamalt fólk í dag. Þetta skiptir í raun gamalt fólk í dag engu máli heldur þeim sem næst koma.
Við tryggjum okkar framtíð best með því að sjóðurinn okkar verði notaður okkur til bjargar nú. Og eins og ég er búin að segja um allt blogg... Við eigum eftir að stórgræða á þessu.
Hólmdís: Horfum á heildamyndina.
Halla Rut , 3.10.2008 kl. 20:28
Halla Rut við eigum þessa peninga. Hugsanlega yrði gróði af þessu,,,,,en fengjum við hann? Ég treysti því ekki......enda hlýtur að vera til önnur leið.
Hólmdís Hjartardóttir, 3.10.2008 kl. 20:48
Nei Hólmdís...því miður það er ekki önnur leið.
Hvað vilt þú gera. Eigum við að gera ekki neitt? Hvað með heimilin okkar, lífsgæði, skóla,hjálp við fatlaða og allt annað. Viltu fórna því til að halda í sjóðinn? Sjóðurinn er ekki einu sinni að taka raunverulega áhættu. Hann er ekki beint að lána heldur að breyta gjaldeyrir í krónur sem mun hífa allt hér upp.
Ég skil vel að fólki bregður þegar tal að lífeyrissjóðum okkar erlendis berst í tal. En við þurfum á honum að halda og er það ekki einmitt tilgangur hans eftir allt saman?
Halla Rut , 3.10.2008 kl. 21:08
En ef lífeyrissjóðir lánuðu ríkissjóði veð í eignum erlendis gegn afnámi á verðtryggingum lána?
Hólmdís Hjartardóttir, 3.10.2008 kl. 21:25
Ég hef trú á að Seðlabankinn fái lán.
Hólmdís Hjartardóttir, 3.10.2008 kl. 21:33
Hann þarf ekki að fá að lán.
Halla Rut , 3.10.2008 kl. 21:43
Sem ég hef margsagt og það löngu áður en nokkrum manni datt í hug að þetta hafarí gæti skollið á, konur eiga og VERÐA að taka stjórnina meir í sínar hendur, mynduð þó misjafna sýn hafið hérna tvær, redda þessu og með reisn!
Magnús Geir Guðmundsson, 3.10.2008 kl. 21:50
Magnús við myndum finna lausn. Ég myndi byrja á að auglýsa til sölu Sendiráðsshús víða um heim og Halla er mér sammála í því. Stórfækka fólki í Utanríkisþjónustunni. Leyfa auknar veiðar á þorski til að hala inn gjaldeyri. Hækka persónuafslátt strax svo einstaklingar fari ekki í þrot. Þeir segja að það sé nægur gjaldeyrir í landinu til 8-9 mán. Þá er það versta yfirstaðið. Gefa fólki frítt í strætó til að draga úr bensínkostnaði. Setja höft á utanlandferðir ráðamanna. Rá
Hólmdís Hjartardóttir, 3.10.2008 kl. 21:58
svo á að neyða útrásarprinsana til að selja eigur erlendis og fá þannig gjáldeyri til landsins....það er frekar þeirra en okkar að bjarga okkur út úr þessu.
Hólmdís Hjartardóttir, 3.10.2008 kl. 22:06
Magnús: You R my man.
Halla Rut , 3.10.2008 kl. 23:01
"Magnús við myndum finna lausn. Ég myndi byrja á að auglýsa til sölu Sendiráðsshús víða um heim og Halla er mér sammála í því."
Já Halla er svo sannarlega sammála því.
Halla Rut , 3.10.2008 kl. 23:02
Halla þú er ágæt, er spegill á tölvunni þinni sem þú ert að spjalla við...
Ég set ákveðnar efasemdir við það að sparnaður okkar verði notaður til að redda ósköpunum eftir þessa fjárglæframenn. Hvar er nú öll ábyrgðin sem þeir stæra sig sem mest af og réttlæta ofurlaunin sín með?
Hallgrímur Guðmundsson, 4.10.2008 kl. 00:05
Og auðvitað er ég sammála Magnúsi, fleiri konur þær eru oft á tíðum miklu skinsamari en þessir andskotans karlrembu fauskar sem ráðið hafa för.
Hallgrímur Guðmundsson, 4.10.2008 kl. 00:08
Hallgrímur: Þetta er ekki einfalt mál. En hvað á þjóðin að gera? NÚNA.
Við erum strönduð á skeri, og við munum og viljum, fórnum öllu til bjargar. Þannig erum við Íslendingar, og einmitt það, mun gera okkur ávallt að sigurvegurum á endanum. Það er sú hugsun sem mun ávallt hafa vinninginn. Að gefast aldrei upp og vera tilbúin að fórna öllu til að sigra.
Halla Rut , 4.10.2008 kl. 00:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.