14.10.2008 | 22:26
Almenningur á Íslandi hefur aldrei haft áhuga á þessari útrás.
......mér hefur alltaf þótt í meira lagi vafasamt fyrir 300 þúsund manna þjóð að henda miklum peningum í þetta verkefni. Eiginlega skírt dæmi um kolranga forgangsröðun á Íslandi. Ég hef engan hitt sem styður þessa "útrás". Stjórnvöld verða að fara að átta sig á að 300 þúsund manna þjóð getur ekki né vill borga hvað sem er. Enda var þjóðin aldrei spurð um þetta......frekar en ýmislegt annað. Við getum látið í okkur heyra utan þessa "fína" ráðs.
Ég legg til að á Nýja Íslandi fái þjóðin að kjósa um svona dýrar ákvarðanir. Og þjóðin ætti að fá að kjósa sem oftast...........sérstakalega í ljósi þess hve mikil mistök hafa verið gerð við stjórn landsins undanfarna áratugi
Dagurinn í dag hefði verið góður til að lagfæra eftirlaunaósómann......en auðvitað er hægt að redda því á morgun.
Kosningabarátta Íslands í New York | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Sammála 100% (aldrei þessu vant)
Haraldur Bjarnason, 14.10.2008 kl. 22:48
....og ég líka
Sigrún Jónsdóttir, 14.10.2008 kl. 23:13
Bráðum set ég hér eitthvað inn sem þið tvö mótmælið harkalega
Hólmdís Hjartardóttir, 14.10.2008 kl. 23:18
Iss...það er ekkert gaman að rífast við mig
Sigrún Jónsdóttir, 14.10.2008 kl. 23:52
Satt að segja er ég nú kominn á þá skoðun að Öryggisráðið sé eina vonin. Með því getum við kannski varist vondum Bretum, sem brjótast inn í íslenska banka, Japönum, sem vilja ekki hlustra á ískrið í Sinfoníunni og Dönum sem klippa íslensk kreditkort. - Við þurfum öryggi og þá er Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna það sem helst getur verndað okkur.,.....eftir það getum við brosað.
Haraldur Bjarnason, 15.10.2008 kl. 00:04
Jæja Haraldur Reykás
Sigrún....það veit ég ekki að óreyndu
Hólmdís Hjartardóttir, 15.10.2008 kl. 00:19
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 15.10.2008 kl. 00:44
Þú gætir nú t.d. lýst því yfir að ég sé sá flottasti á Akureyri, Haraldur myndi þá auðvitað sjá rautt!
Magnús Geir Guðmundsson, 15.10.2008 kl. 01:15
Magnús Geir......þú ert auðvitað langflottastur á Akureyri....vita ekki allir það.
Hólmdís Hjartardóttir, 15.10.2008 kl. 01:18
Nei, til dæmis ekki Haraldur, sem nú liggur því andvaka í afbrýðissemikasti og bruggar mér banaráð!
Mikil er ábyrgð þín kona!
En gerir ekkert til, nei, það gerir ekkert til, því á Íslandi er ábyrgð engin um það bil.
Magnús Geir Guðmundsson, 15.10.2008 kl. 01:53
Verð ég nú að "segja af mér" og axla ábyrgð?
Hólmdís Hjartardóttir, 15.10.2008 kl. 02:19
Nei, en gefa þig á VALD ÖRLAGANNA!
Magnús Geir Guðmundsson, 15.10.2008 kl. 02:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.